Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Some kind of peace, fimmta breið- skífa Ólafs Arnalds, kom á dögunum út á vegum Mercury KX og Öldu Mu- sic á Íslandi og stendur platan undir nafni. Einhvers konar frið má á henni finna og segir Ólafur að platan sé hans persónulegasta til þessa en auk hans koma m.a. fram á plötunni Bo- nobo, Josin og JFDR. Platan kemur út í öllum mögulegum formum, staf- rænt sem niðurhal og streymi og á vínil og geisladiski. Ólafur er spurður út í titil plöt- unnar, hvað hann sé að fara með hon- um. „Þetta eru kannski bara tímarnir okkar, þegar maður er að leita að „some kind of peace“. Þetta vísar ekki til Covid eða ástandsins í heim- inum núna,“ svarar Ólafur. Titillinn vísi til þess hvernig mannskepnan finni sig í nútímaheimi. – Hefur þú sjálfur verið í leit að ró? „Algjörlega, verandi einhvers kon- ar stress- og kvíðasjúklingur er ég oft í leit að einhverri innri ró og plat- an fylgdi dálítið eftir því ferli hjá mér að vera meira meðvitaður í leit minni að því elementi í lífinu. Platan varð til út frá því, í rauninni,“ svarar Ólafur. – Það er mjög mikil ró yfir þér á umslaginu og það er meira að segja blátt á litinn en blár er talinn róandi litur … „Já, ég er rosalega ánægður með umslagið. Anna Maggý tók þessa mynd en hún hefur verið að vinna mjög mikið með tónlistarmönnum, sérstaklega ungu hiphoppkrökk- unum.“ Persónuleg saga – Í tilkynningu um plötuna segir að platan sé sú persónulegasta sem þú hefur gert. Geturðu farið nánar út í þá sálma? „Það er framhald af því sem ég var að tala um og platan er, meira en áð- ur, bein túlkun á einhverju sem er að gerast í lífi mínu. Fyrri plötur hafa meira snúist um pælingar og kon- sept, sú síðasta var mikið um ein- hverjar heimspekilegar pælingar um hvernig við getum breytt sköpunar- færni okkar með því að nýta okkur tækni eða svoleiðis. Ég gerði plötu áður þar sem ég ferðaðist um Ísland í leit að fólki til að vinna með. Þetta eru oft form sem ég bý til,“ svarar Ólafur en á nýju plötunni hafi hann meira verið að spá í hvernig hann gæti sagt persónulega sögu sína. Það hafi hann svo meðal annars gert með hljóðbútum úr eigin lífi, samtölum og öðru. – Ég sé að þú hefur fengið góðan félagsskap, þau Bonobo, Josin og JFDR. „Já, ég var mjög heppinn að fá þau. Bonobo var hérna í fyrra á mín- um vegum á Íslandi og við ferð- uðumst um hálendið, spiluðum lítið gigg í Iðnó saman og gerðum svo þetta lag. Josin er ég búinn að þekkja í mörg ár, við erum með sama um- boðsmann, og Jófríði þekkja allir,“ svarar Ólafur og því hafi ekki verið langsótt fyrir hann að fá þessa tón- listarmenn til liðs við sig. Lýrískar melódíur – Hversu lík eru lögin á þessari plötu þínum fyrri tónsmíðum? „Ég myndi segja að ég væri aðeins að fara aftur í það fyrsta sem ég gerði; mínímalískara og einfaldara en ég var að gera á síðustu plötu. En þetta er alltaf sama sjittið,“ segir Ólafur kíminn. Tónlistin sé sprottin úr sama heilabúi en einhver þróun eigi sér þó alltaf stað milli platna. „Ég myndi segja að þetta væri mel- ódískara en áður, meira um lýrískar melódíur sem hafa meira upplýsinga- gildi en sá mínímalismi sem ég hef verið að vinna mikið með. Ég hef mikið verið að vinna með hljóðheima en þarna er ég kominn aðeins meira út í melódískan grunn í músíkinni.“ Ólafur hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch sem hann hlaut Bafta- verðlaun fyrir og Defending Jacob en hann var tilnefndur til Emmy-verðlaunanna í ár fyrir titil- lag þáttanna. Blaðamaður spyr Ólaf hvort tónlist hans fyrir sjónvarps- þætti sé ekkert að smitast yfir í þá tónlist sem hann semur fyrir sjálfan sig og til eigin útgáfu. „Jú, algjör- lega, það er eitt lag á plötunni sem var meðal hugmynda sem komu upp þegar ég var að semja fyrir Defend- ing Jacob, til dæmis,“ svarar hann. Hugarástandið sé annað þegar hann semji tónlist við sögu einhvers ann- ars en þegar hann sé að semja út frá eigin tilfinningum og upplifunum. „Ef ég notaði einhverjar hugmyndir sem krossast á milli myndi ég útfæra þær allt öðruvísi á minni eigin plötu en í kvikmynd eða þáttum,“ útskýrir hann. „Músík í kvikmyndum þarf að hafa miklu meira pláss, til dæmis, það þarf að vera pláss fyrir talið sem kemur ofan á eða hljóðheiminn.“ Tónlistarstuttmynd væntanleg Ólafur Arnalds er vanur að fylgja plötuútgáfu eftir með tónleika- ferðalögum en vegna farsóttarinnar eru ferðalög ekki í boði að sinni. Þá reynir á hugmyndaflugið og segist Ólafur vera að klára myndverk tengt plötunni, verk sem hann vann með franska leikstjóranum Vincent Moon og Íslenska dansflokknum, stutt- mynd sem verður vonandi sýnd fyrir árslok, að hans sögn. „Við megum eiginlega ekkert tala um þetta því við eigum í samningaviðræðum við streymisveitu varðandi útgáfu,“ segir Ólafur sposkur. Þó megi segja að þetta verði tónlistarmynd í líkingu við myndina Aminu sem Thom Yorke gerði með Netflix fyrr á árinu, mynd sem er í raun 25 mínútna langt tónlistarmyndband. „Þetta er eitthvað í þá áttina,“ seg- ir Ólafur og að stuttmynd sé ákveðin leið til að segja sögu og flytja tónlist í stað þess að halda tónleika. Frekari upplýsingar um Ólaf og hans fyrri verk má finna á olaf- urarnalds.com og má þar einnig kaupa plötuna á ólíkum formum.  Ólafur Arnalds gefur út sína persónu- legustu breiðskífu til þessa, some kind of peace  Vísar ekki í Covid-19  Naut liðsinnis Bonobo, Josin og JFDR Í leit að innri ró Ljósmynd/Anna Maggý Tónlistarmaðurinn „Ég myndi segja að þetta væri mel- ódískara en áður,“ segir Ólafur Arnalds. Ungur heyrði sá sem þettaskrifar skemmtilegarsögur af hinum þýskaHelmut Stolzenwald, skraddara á Hellu á Rangárvöllum, sem lagði fjöll landsins að fót- um sér. Það var á tímum þegar ferðir um há- lendið hreinlega tíðkust ekki og öræfin voru flest- um ókunnur staður. For- vitnilegt er því nú að lesa um þennan mann og af- rek í bók sem skráð er af afkom- anda hans, Gústav Stolzenwald. Þar segir frá leiðangri Helmut og Rudolf Stolzenwald syni hans þvert yfir landið; frá efstu bæjum í upp- sveitum Árnessýslu og norður í Bárðardal. Leiðangur þennan fóru Stolzen- wald-feðgar um miðja síðustu öld – eins og ráða má af bókinni þó svo ártöl séu hvergi nefnd. Leiðang- urinn tók um það bil eina viku og hefur verið vogunarspil, enda engir aðrir á ferðinni um reginfjöll lands- ins á þessum tímum og fjar- skiptatæki ekki til. Allt lukkaðist þó vel; feðgarnir komust klakklaust í áfangastað þótt hraktir væru, soltnir og vansvefta. Bókin Vonarskarð er heimilda- skáldsaga, sem merkir að byggt er á skráðri vitneskju svo langt sem hún nær og þegar þeim sleppir er skáldað í skörðin. Hér gengur sú formúla upp, því sagan er grípandi og heldur athygli lesandans. Ein- hver staðreyndalýsing á lífi og ferli fjallamannanna tveggja hefði þó gjarnan mátt fylgja bókinni, í for- eða eftirmála. Stíllinn í bókinni er lipur og skáldlegur í senn og náttúrulýsing- arnar góðar. „Þegar þeir feðgar eru ferðbúnir horfa þeir yfir vatna- skilin og reyna að sjá hvar best sé að þvera Skjálfandafljótsupptökin til að komast að Vatnajökli. Það reynist misauðvelt að tipla yfir marga og strjála upptakaálana, því straumarnir virðast syngja í hverri kvísl (bls. 87). – Þá kallast ferða- sagan skemmtilega á við hugrenn- ingar Rögnu, eiginkonu og móður sem eðlilega bar nokkurn ugg í brjósti gagnvart því hvernig til tækist í óvissuför. Fjölmargar góðar ljósmyndir úr hinum sögulega leiðangri eru í bók- inni og gefa þær sögunni aukið vægi. Sé lesandinn áhugasamur um efnið verður hann í raun og veru andlegur förunautur Stolzenwald- feðganna þegar þeir arka yfir kald- an eyðisand. Úr því sprangi urðu ævintýri á gönguför eins og greinir frá í ljómandi góðri bók. Minningabók Vonarskarð bbbbn Eftir Gústav Þór Stolzenwald. Sæmundur, 2020. Innb., 160 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Ævintýri á gönguför Skrásetjarinn Í bókinni segir frá leiðangri Helmut og Rudolf Stolzen- wald sonar hans þvert yfir landið. Gústav Þór Stolzenwald skráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.