Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hann afi minn, Guðni Kristófersson, fæddist í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum árið 1903. Fyrstu skrefin tók hann á moldargólf- inu í torfbænum enda komu ekki fjalir þar yfir fyrr en hann var um fermingaaldur. Hann var 11 ára þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst. Þegar henni lauk var afi 15 ára. Á þeim tíma dóu 22 milljónir manna. Afi lifði þetta af. Þetta ár, 1918, þegar heimsstyrj- öldinni lauk, heilsaði árið Íslend- ingum með veðurfari sem var með þeim hætti að það hefur síðan verið kallað „frostaveturinn mikli“. Katla tók upp á því að gjósa þremur vik- um áður en afi fagnaði 15 ára afmæli með tilheyrandi búsifjum. Tveimur vikum síðar skall á heimsfaraldur sem hér var kallaður „spænska veikin“. 484 létust hér á landi og um 50 milljónir í heiminum. Áfram lifði afi. Þegar afi var 26 ára skall á al- þjóðleg kreppa, kreppan mikla. Um allan hinn vestræna heim tóku við miklar hörmungar. Talið er að um sjö milljónir hafi dáið úr hungri. Samhliða geisaði óðaverðbólga, at- vinnuleysi og óstöðugleiki. Áfram lifði afi. Fyrsta barn sitt eignuðust hann og amma Svava árið 1931. Afi var þá 28 ára. Hún hlaut nafnið Auðbjörg eftir langömmu minni. Barnið var fríðleiksstúlka, bráðger og björt. Hún drukknaði í bæjarlæknum í Stóra-Dal árið 1933. Þá var afi 30 ára. Hann hélt áfram. Þegar afi var 36 ára skall á önnur heims- styrjöld. Áður en yfir lauk höfðu 60 milljónir manna látist í þessum átökum. Hér á landi létust 159 Íslendingar til viðbótar við hina tugi milljónanna sem létust erlendis. Hann var 42 ára þegar þess- ari styrjöld var lokið. Áfram lifði afi. Afi átti enn eftir að sjá heiminn í átökum og hörmungum. Hann var 47 ára þegar Kóreustríðið hófst (4,5 milljónir létust), 52 ára þegar átökin brutust út í Víetnam (4,3 milljónir létust) og 64 ára þegar borg- arastyrjöldin í Nígeríu geisaði (þrjár milljónir létust). Áfram hélt ástandið og þegar afi var 75 ára tók Afganistan að loga í ófriði (tvær milljónir létust), 88 ára þegar stríð skellur á í Bosníu (200 þúsund lét- ust) og 91 árs þegar hörmungar ríða yfir með borgarastyrjöld í Rúanda þar sem hátt í milljón lést. Þetta eru bara nokkrar þeirra fjölmörgu styrjalda sem geisuðu á ævi afa. Áfram lifði hann. Þetta voru bara stríðin. Þá eigum við eftir aðrar hörmungar sem gerð- ust á líftíma hans. 47 ára hefur hann lesið um flóðin í Gvatemala sem kostuðu 40 þúsund manns lífið, 63 ára þegar fréttir bárust um að jarð- skjálfti í Tyrklandi hefði tekið þrjár milljónir lífa, 67 ára þegar storm- sveipur fór yfir Indland og olli dauða 500.000 manns og 92 ára þeg- ar jarðskjálfti í Japan varð 6.500 manns að bana. Áfram lifði afi. Svo voru það farsóttirnar. Það var ekki eins og afi væri sloppinn þótt hann hafi lifað af spænsku veikina þegar hann var 15 ára. Til að nefna örfáar (á ævitíma afa geisuðu 48 heimsfaraldrar) þá var hann 21 árs þegar bólusóttin tók hálfa milljón lífa, 52 ára þegar Asíuinflúensan varð fjórum milljónum að bana og 67 ára þegar Hong Kong-flensan kostaði fjórar milljónir mannlífa. Ekki má svo gleyma því að afi var 78 ára þegar AIDS tók að breiðast út. Hann var svo sem ekki í áhættu- hópi en engu að síður sá hann þann vágest taka 32 milljónir lífa. Afi fæddist árið 1903 og dó árið 1996, 93 ára gamall. Ég fullyrði að hann tók þessu öllu, og langtum fleiru, af fullkomnu æðruleysi. Það hvorki datt af honum né draup. Hann kvartaði aldrei heldur vann sín verk af samviskusemi í sátt við guð og menn. Barmaði sér ekki þrátt fyrir hörmungar. Ég var honum blessunarlega samferða öll mín mótunarár. Ég vildi að ég hefði lært meira. Ég nefnilega nenni ekki þessu Covid- veseni. Mig langar að komast á pöbbinn og geta horft á handbolta. Munurinn á okkur afa Eftir Elliði Vignisson » Það hvorki datt af honum né draup. Hann kvartaði aldrei heldur vann sín verk af samviskusemi í sátt við guð og menn. Elliði Vignisson Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. ellidi@olfus.is Vandséð er, hvaða greiði Halldóri Laxness er gerður með því að efna til umræðna um skattframtöl hans og gjaldeyrisskil á fimmta áratug síðustu aldar, en upp komst árið 1947, að hann hefði brotið þá- gildandi reglur á Ís- landi og hvorki talið hér fram tekjur sínar í Bandaríkjunum né skil- að gjaldeyri, sem hann hafði aflað sér þar vestra. Hafði talsvert selst 1946 af Sjálfstæðu fólki, sem Alfred Knopf gaf þá út í enskri þýðingu, ekki síst vegna þess að hún var einn mánuðinn valbók í hinu fjölmenna Mánaðarrita- félagi (Book-of-the-Month Club). Segi ég frá þessum málum í þriðja bindi verks míns um Laxness, sem kom út 2005. Ranglátar reglur Allt frá kreppuárunum voru hér í gildi strangar reglur um það, að menn yrðu að telja allar erlendar tekjur sínar fram og skila til ríkisins öllum þeim gjaldeyri, sem þeir öfluðu erlendis. Naut þó Samband íslenskra samvinnufélaga þeirra fríðinda að mega ráðstafa erlendum gjaldeyris- tekjum sínum til að greiða erlendar skuldir. Aðrir gátu iðulega ekki greitt slíkar skuldir fyrr en seint og illa, því að þeir fengu ekki nægar gjaldeyrisyfirfærslur. Svo sem vænta mátti tregðuðust því flestir þeir, sem höfðu erlendar tekjur, til dæmis út- flytjendur saltfisks, við að færa þær til Íslands. Málgagn íslenskra sósíal- ista, Þjóðviljinn, skrifaði ófáar grein- ar um það hneyksli. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að þessar reglur hafi verið ranglátar og þess vegna ekki við öðru að búast en menn brytu þær, þótt deila megi um, hvort það hafi verið siðferðilega réttmætt („borgaraleg óhlýðni“). Þegar yfirskattanefnd í Gull- bringu- og Kjósarsýslu skoðaði fram- tal Laxness fyrir 1946 komst hún að því, að hann hafði þar ekki talið fram erlend- ar tekjur sínar, eins og honum var þó skylt, en allir vissu af því, að Sjálfstætt fólk hafði selst vel í Bandaríkjun- um. Hækkaði yfir- skattanefnd því fram- tal hans verulega. Laxness skaut ákvörð- un hennar til rík- isskattanefndar, en hún hækkaði framtal hans enn frekar, enda lagði hann ekki fram nein gögn um kostnað á móti tekjum sínum í Bandaríkjunum. Í rannsókn málsins kom í ljós, að Laxness hafði greitt skatt í Bandaríkjunum af tekjum sínum þar, en ekki til við- bótar skatt á Íslandi, eins og tilskilið var, og tókst sátt um, að hann greiddi verulega fjárhæð í skatt hingað, meira en yfirskattanefnd í Gull- bringu- og Kjósarsýslu hafði ákveðið honum, en minna en ríkisskatta- nefnd vildi. Gjaldeyrisskil Laxness voru síðan sérstakt mál. Hann hafði ekki skipt í íslenskar krónur gjaldeyri, sem hann hafði fengið frá útlöndum, eins og honum var líka skylt, heldur geymt og notað til eigin þarfa. Dómsmála- ráðuneytið bauð Laxness sátt um nokkra sekt fyrir þetta brot, en Lax- ness tók ekki því boði, og var þess vegna höfðað mál gegn honum, sem lauk með hæstaréttardómi árið 1955. Var hluti sakarinnar fyrndur, en Laxness var gert að greiða sekt í ríkissjóð. Þessi tvö mál komu til kasta tveggja opinberra aðila auk skattanefnda og dómstóla, sýslu- mannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og dómsmálaráðuneyt- isins. Sýslumaðurinn var Guð- mundur Í. Guðmundsson, þingmaður Alþýðuflokksins, en dómsmálaráð- herra Bjarni Benediktsson úr Sjálf- stæðisflokknum. Voru þeir aðeins að framfylgja settum reglum eftir bestu samvisku, og raunar var Bjarni and- vígur gjaldeyrishöftunum og beitti sér fyrir því, að þau voru afnumin í tveimur áföngum, 1950 og 1960. Trimble og Bjarna skjátlaðist um Laxness Brot Laxness á hinum ranglátu reglum, sem voru í gildi á Íslandi, eru að mínum dómi skiljanleg. Af hverju átti hann að þurfa að skila öllum gjaldeyristekjum sínum til ríkisins og fá fyrir krónur á óhagstæðu gengi í stað þess að ráðstafa sjálfur tekjun- um erlendis? Nú gera vinstrimenn eins og Ólína Þ. Kjerúlf og Halldór Guðmundsson hins vegar veður út af því, að samkvæmt skýrslum banda- rískra sendimannna á Íslandi veltu þeir því fyrir sér, hvort ekki mætti nota brot Laxness honum til minnk- unar. Skáldið var þá eindreginn stal- ínisti og hafði borið íslenska stjórn- málamenn landráðasökum í Atóm- stöðinni, sem kom út snemma árs 1948. Sendi William C. Trimble, sendifulltrúi Bandaríkjanna, skeyti til utanríkisráðuneytis lands síns í febrúar 1948: „Athugið, að orðstír Laxness myndi skaðast verulega, ef við komum því til skila, að hann sé að reyna að komast undan tekjuskatti. Þar af leiðandi er mælt með frekari rannsókn á þeim höfundarlaunum, sem hann hefur væntanlega fengið fyrir Sjálfstætt fólk.“ Hér skjátlaðist Trimble. Almenningur á þeirri tíð taldi brot á þessum reglum ekkert tiltökumál. Orðspor Laxness skað- aðist lítt, þótt upp um hann kæmist. Hitt finnst mér ámælisvert, ef menn leggja annan mælikvarða á Laxness, af því að hann var snjall rit- höfundur, en á aðra þá, sem öfluðu gjaldeyristekna, svo sem saltfisk- útflytjendur. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum, líka Laxness. Tekjur hans erlendis voru eins og tekjur saltfiskútflytjenda vel fengið fé. Þetta var sjálfsaflafé, og hann átti eins og þeir að njóta þess sjálfur, en ekki horfa á ríkið gera það upptækt með rangri gengisskráningu og skila- skyldu. Öðru máli gegnir um illa fengið fé. Halldór Guðmundsson hef- ur yfirumsjón með þeim miklu eign- um, sem eftir eru í búi bókafélagsins Máls og menningar, en upplýst hefur verið, að það félag hlaut stórkostlega fjármuni í styrki frá alræðisstjórn- inni í Moskvu á sjötta og sjöunda ára- tug og gat þess vegna reist stórhýsi við Laugaveg. Hefur þeirra fjármuna eflaust verið aflað með skógarhöggi og námugrefti í þrælabúðum norðan heimskautsbaugs. Færi vel á, að þessum fjármunum væri skilað til Rússlands, til dæmis í myndarlegt framlag frá Máli og menningu til stofnunarinnar Minningar (Memori- al) í Moskvu, sem hefur þann tilgang að halda á lofti minningunni um fórn- arlömb kommúnismans, en á undir högg að sækja undir stjórn Pútíns. Bjarna Benediktssyni skjátlaðist ekki síður en Trimble. Í bandarískum skýrslum kemur fram, að hann velti fyrir sér, hvort Laxness fjármagnaði af erlendum tekjum sínum hina öfl- ugu starfsemi íslenskra sósíalista. Bjarni hefur bersýnilega lítt verið kunnugur Laxness. Fátt hefði verið fjær skáldinu en að ráðstafa erlend- um tekjum sínum í hugsjónastarf. Laxness klæddist vönduðustu fötum, sem völ var á, ók um á glæsikerru, bjó í skrauthýsi á íslenskan mæli- kvarða, lét gera sér fyrstu einka- sundlaug á Íslandi og dvaldist lang- dvölum erlendis við munað, til dæmis á d’Angleterre í Kaupmannahöfn. Þetta var að mínum dómum skilj- anlegt og jafnvel lofsvert. Auðvitað var sjálfsaflafé Laxness miklu betur varið í að búa honum þægilegar að- stæður til að skrifa af samúð og skiln- ingi um fátæklingana á Íslandi en í blaðaútgáfu og fundahöld á vegum rifrildismanna. Í viðskiptum var Lax- ness sannur kapítalisti. Órökstuddar getgátur Þau Kjerúlf og Halldór vitna til gagna úr bandarískum skjalasöfnum, sem eiga að sýna samantekin ráð gegn Laxness. Að vísu verður að meta skýrslur erlendra sendimanna um samtöl við íslenska ráðamenn af meiri varúð en þau gera, en ég tel þau tvímælalaust hafa rétt fyrir sér um, að samantekin ráð hafi verið um að rannsaka, hvort Laxness hefði gerst brotlegur við íslenskar reglur um skattframtöl og gjaldeyrisskil, og það reyndist rétt vera. En þau Kjer- úlf og Halldór ganga lengra og láta að því liggja, að samantekin ráð hafi líka verið um að stöðva útgáfu bóka Laxness í Bandaríkjunum. Því er til að svara, að engin gögn hafa fundist um það. Um er að ræða órökstuddar getgátur, eins og Halldór viður- kennir raunar í grein sinni hér í blaðinu miðvikudaginn 25. nóvember. Er líklegt, að útgefandi Laxness, Alfred Knopf, hafi ákveðið að gefa ekki út fleiri bækur Laxness vegna þeirra fyrirspurna, sem umboðs- fyrirtæki skáldsins, Curtis Brown, og Mánaðarritafélaginu bárust um tekjur hans og skattgreiðslur? Óvíst er, að Knopf hafi vitað af þeim. Og jafnvel þótt hann hefði vitað af þeim tel ég líklegt, að hann hefði haldið áfram að gefa út bækur Laxness, hefði hann séð í því hagnaðarvon. Knopf var sami kapítalistinn og Lax- ness sjálfur. Og hefði hann sjálfur horfið frá því af stjórnmálaástæðum, þá hefðu aðrir væntanlega stokkið til eftir sömu forsendu, að þeir sæju í því hagnaðarvon. Árið 1988 kom út í Bandaríkjunum bók eftir einn menn- ingarrýnenda New York Times, Her- bert Mitgang, og var hún um eftirlit alríkislögreglunnar í kalda stríðinu með ýmsum rithöfundum og mennta- mönnum, sem hún taldi varhuga- verða. Einn þeirra var Alfred Knopf. Af því tilefni ræddi New York Times 5. febrúar við son Knopfs, sem sagð- ist vera steinhissa á þessu. „Hann var hinn dæmigerði kapítalisti,“ sagði hann um föður sinn. „En hann gaf út allt, sem hon- um fannst eiga erindi á prent. Hann skeytti engu um stjórnmálaskoð- anir.“ Til varnar Halldóri Laxness Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson » „Knopf gaf út allt, sem honum fannst eiga erindi á prent. Hann skeytti engu um stjórnmálaskoðanir.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórnmála- fræði og gaf út ævisögu Laxness í þremur bindum 2003-2005. hannesgi@hi.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.