Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það hefur lengi blundað í mér að skrifa sögu hennar, enda var ég skírð í höfuðið á henni,“ segir Ingi- björg Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, sem nýverið sendi frá sér bók um móðurömmu sína sem nefnist Sjálf í sviðsljósi: Ingibjörg Steinsdóttir leikkona (1903-1965) og sjálfsmyndasafn hennar. Bókin er sú 25. í ritröð Háskólaútgáfunnar sem nefnist Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn- ingar. „Allt frá því að ég var barn hef ég heyrt sögur um ömmu, því hún þótti mjög sérstök kona. Hún hegð- aði sér til að mynda ekki samkvæmt viðteknum hugmyndum um það hvernig konur áttu að hegða sér,“ segir Ingibjörg og bætir við að það sé ekkert launungarmál að ævi ömmu hennar hafi verið stormasöm. „Hún var nútímakona sem hrærð- ist í skáldskap. Utan sviðs gegndi hún ólíkum hlutverkum, m.a. sem pólitískur aðgerðasinni, bóndi, spá- kona, spunaskáld, þáttagerðarkona í útvarpi, ráðskona og leiðbeinandi, fyrir utan að sinna hefðbundnum fjölskylduhlutverkum. Hún var virk í stjórnmálum ásamt fyrri eiginmanni sínum, Ingólfi Jónssyni, en bæði Jafnaðarmannafélagið á Akureyri og Kommúnistaklúbbur Ísafjarðar voru stofnuð á heimilum þeirra.“ Þótti fáheyrt á sínum tíma Ingibjörg rifjar upp að árið 1929 hafi amma hennar hlotið eins árs styrk frá Alþingi til leiklistarnáms erlendis. „Styrkinn nýtti hún til að fara til Berlínar haustið 1929 þar sem hún sótti einkatíma hjá þekktri leikhúskonu við Max-Reinhardt- skólann,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að þegar amma hennar hélt til Berlínar hafi þau hjónin átt tvær ungar dætur sem urðu eftir á Ísafirði hjá föður sínum. „Þetta var auðvitað fáheyrt á sínum tíma,“ segir Ingi- björg og bendir á að þegar námstíma Ingibjarg ar í Berlín var lokið hafi hún á vegum Komintern farið til Moskvu til að kynna sér sviðslistir. Seldi utan af sér fötin „Hún fór aldrei dult með að þetta var hápunkturinn í lífi hennar, enda komst hún á sannkallað menningar- fyllerí þar sem hún náði að sjá mik- inn fjölda leiksýninga og kvikmynda sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að þegar nafna hennar hélt til Moskvu hafi hún ekki átt fyr- ir farinu heim. „Komintern sá henni fyrir húsnæði og fæði, en þegar kom að heimför greip hún til þess ráðs að selja fötin utan af sér til að eiga fyrir farmiðanum heim til Íslands,“ segir Ingibjörg og bendir á að sögur á borð við þessa hafi leitt til þess að amma hennar þótti í huga margra vera mjög sérstök. Náin trúnaðartengsl Langt er síðan Ingibjörg fór að rannsaka markvisst ævi nöfnu sinn- ar, en hún skrifaði um hana meistararitgerð í bókmenntafræði sem hún lauk 2015. „Fyrst var hug- myndin að skrifa ævisögu um hana, en eftir því sem efnið vannst áfram fannst mér meira heillandi að nálg- ast efniviðinn frekar með fræði- legum gleraugum,“ segir Ingibjörg sem skiptir bókinni upp í fimm kafla sem kallast á við hin ólíku hlutverk í lífinu sem nafna hennar tók að sér. „Ég leitaði víða fanga í heimilda- öflun minni og skoðaði sendibréf, leikdóma, blaðagreinar og viðtöl, ljósmyndir, smásögur og barnasögur sem hún skrifaði, auglýsingar og minningargreinar auk þess sem ég nýtti viðtöl og munnlegar frásagnir,“ segir Ingibjörg og tekur fram að það hafi reynst sér ómetanlegt í rann- sóknarvinnuni að hafa aðgang að eldri blöðum á vefnum timarit.is. „Takmark mitt er að nýta texta- safnið með þeim hætti að sem flestar raddir heyrist,“ segir Ingibjörg og tekur fram að sitt hlutverk hafi síðan verið að velja úr, tengja saman og túlka heimildirnar. „Vegna tengsla minna við ömmu er ljóst að ég er að vissu leyti hluti af heimildasafninu,“ segir Ingibjörg og tekur fram að þótt amma hennar hafi látist ári áður en hún fæddist séu tengslin milli þeirra sterk. „Það má nánast segja að það liggi naflastrengur milli okk- ar vegna náinna trúnaðartengsla ömmu við mömmu og síðan mömmu við mig,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að amma hennar hafi, stuttu áður en hún lést, beðið dóttur sína að skíra eftir sér. Andlegu sárin gróa seint Aðspurð fer Ingibjörg ekki dult með að skrifin hafi á köflum gengið nærri henni, enda ýmislegt í lífi ömmu hennar sem tekið hafi á. „Ættingjar mínir hafa eindregið hvatt mig áfram og ítrekað brýnt fyrir mér að skauta ekki framhjá erf- iðu hlutunum,“ segir Ingibjörg og vísar ekki síst til þess hversu sárt hafi verið þegar Ingibjörg skildi við Ingólf eftir 17 ára hjónaband og börnum þeirra var skipt upp. „Stuttu síðar giftist hún Einari Magnússyni járnsmið, sem var afi minn. Hún keypti jörð og hóf búskap með hon- um,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að tvö barna ömmu hennar af fyrra hjónabandi hafi búið á heimilinu, en þau voru fimm og 13 ára þegar seinna hjónabandið hófst. „Einar var bæði drykkfelldur og ofbeldisfullur,“ segir Ingibjörg, sem í bókinni lýsir því hvernig hann gekk í skrokk á bæði eiginkonu sinni og fósturbörnum. „Börnum ömmu af fyrra hjónabandi fannst hún því hafa svikið sig,“ segir Ingibjörg og tekur fram að andlegu sárin grói oft seint. Að sögn Ingibjargar einkenndist líf ömmu hennar af miklum þver- stæðum. „Hún starfaði sem leikkona í borginni, en dreymdi á sama tíma um að vera bóndi. Hún var stórhuga og hafði sterkar skoðanir á þjóð- félagsmálum,“ segir Ingibjörg og rifjar upp að amma hennar hafi eftir heimkomuna frá Moskvu ferðast vítt og breitt um landið og gerst nokkurs konar talsmaður söfnunar sem ætl- að var að kaupa traktor til handa sovésku samyrkjubúi. Gagnrýnd fyrir ofleik Spurð hvaða kafla henni hafi þótt erfiðast að skrifa segir Ingibjörg það vera kaflann sem snúi að sviðslistaferli ömmu hennar. Eins og Ingibjörg rekur í bókinni lék amma hennar töluvert með leikfélögunum á Akureyri, Ísafirði og Reykjavík. Hún lék í fyrstu íslensku talkvik- myndinni, Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson, sem frumsýnd var 1948 og var lausráðin við Þjóð- leikhúsið á fyrsta starfsári þess, en hætti stuttu síðar að leika á sviði og sneri sér að leikstjórn og leiklistar- kennslu á landsbyggðinni. „Ég ólst upp við sögur um það hvað amma hafði verið góð leikkona, en þegar ég fór að skoða leikdómana um hana blasti við önnur og flóknari mynd sem kom á óvart. Fram til árs- ins 1939 virðist Ingibjörg einkum hafa fengið meðalstór hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en hún hlaut ekki náð fyrir augum gagnrýn- enda blaðanna í höfuðstaðnum sem sögðu hana ofleika, skorta kven- legan yndisþokka og að hún passaði ekki í hlutverkin,“ segir Ingibjörg og tekur fram að ýmislegt bendi til þess að amma hennar hafi ekki náð að þroska með sér þá hæfileika sem hún var talin búa yfir áður en hún hélt til náms ytra. „Í þessu sam- hengi er samt mikilvægt að hafa í huga menningarátökin milli höfuð- staðarins og landsbyggðarinnar á þessum tíma, skilgreiningu á atvinnuleikurum andstætt áhuga- leikurum og deilurnar um Leikfélag Reykjavíkur. Ingibjörg var virkur þátttakandi í allri þessari þróun. Hún var til dæmis ein fárra sem fóru utan til að nema leiklist. Dýpri skilningur á sögunni Vitað er að námið í Berlín snerist að hluta til um leikstjórn og umgjörð leiksýninga, en kannski hefði þurft að leggja meiri áherslu á undir- stöðuatriði í leikstíl,“ segir Ingibjörg og tekur fram að amma hennar hafi alltaf þráð að mennta sig og prófa eitthvað nýtt. „Hún lét sig dreyma um að skara fram úr en tókst það í raun frekar sjaldan,“ segir Ingi- björg og tekur fram að hefðin sé sú að skrifa sögu sigurvegaranna og þeirra sem skarað hafa fram úr. „Við vitum öll að það er ógrynni af fólki sem tekst á við ýmis verkefni án þess að takast fyllilega ætlunar- verk sitt. Mér finnst felast ákveðin verðmæti í því að segja líka sögur þeirra brautryðjenda sem ekki telj- ast sigurvegarar, því þannig fáum við dýpri skilning á sögunni,“ segir Ingibjörg. Tengslin við Sölku Völku Spurð hvort rannsóknum hennar um ömmu sína ljúki nú með útgáfu bókarinnar svarar Ingibjörg því neitandi og tekur fram að hún eigi eftir að skrifa eina grein til viðbótar áður en hún lætur grúski sínu lokið, en sú grein fjallar um tengsl Ingi- bjargar Steinsdóttur við Sölku Völku. Ingibjörg rifjar upp að Hall- dór Laxness hafi búið um sum- artíma hjá Ingibjörgu og Ingólfi á Ísafirði árið 1930, þegar hann var að skrifa skáldsöguna. „Heimildir mín- ar benda sterklega til þess að amma og bróðir hennar, Steinþór Steins- son, hafi að einhverju leyti verið fyrirmyndir Halldórs að Sölku Völku og Steinþóri í skáldsögunni,“ segir Ingibjörg sem hlakkar til að gera nánar grein fyrir þessum tengslum í væntanlegri grein með vísan í þær heimildir sem hún hefur aflað sér í gegnum tíðina. Nöfnur Ingibjörg Sigurðardóttir við ljósmynd af ömmu sinni, leikkonunni Ingibjörgu Steinsdóttur. „Hún var nútímakona“  „Hún hegðaði sér ekki samkvæmt viðteknum hugmyndum,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um ömmu sína Ingibjörgu Steinsdóttur  Í nýrri bók skoðar hún ævi og sjálfsmyndasafn ömmu sinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.