Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ÞAKKAR- GJÖRÐARVEISLA Matarkjallarans Kalkúnabringa • Stuffing sætkartöflumús með karamelluðu kornflakes rótargrænmeti • Cinnamonbun kaka Fyrir 3-5 manns Verð 12.990 kr. SUNNUDAGSSTEIK Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Heilt lambalæri á gamla mátann • Koníaksbætt sveppa-piparsósa, kartöflugratín, rauðkál og salat • Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr. Pantaðu í síðasta lagi laguardaginn 28. nóvember á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000. Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn. Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Það er María Gomez á Paz.is sem galdrar hér fram eftirréttatartalettur sem fæstum hefði dottið í hug að búa til – hvað þá að þær væru svona ótrúlega bragðgóðar eins og þær reyndust vera. María segist nota blöndu af sykri og vatni á tartaletturnar. Blandan sam- anstendur af jöfnum hlutföllum af sykri og soðnu vatni en sykurinn þarf að leysast upp að fullu. Lemon Tart-tartalettur 1 pakki Luxus Humlum-tartalettur 100 g nýkreistur sítrónusafi úr ferskum sítrónum (ekki nota úr belg) 2 egg 1 eggjarauða 100 g sykur börkur af einni sítrónu 50 g smjör Eggjahvítukrem (marens) 2 eggjahvítur 40 g sykur 1⁄4 tsk. cream of tartar eða vínsteinslyftiduft (er það sama) pínu salt Súkkulaði- og karamellutartalettur Súkkalaði-ganache 1 pakki hefðbundnar Humlum-tartalettur 170 g dökkt súkkulaði 120 g rjómi 25 g smjör ½ tsk. fínt borðsalt Karamellu-ganache 1 x 150 g poki fjólubláar walkers-karamellur (ekki súkkulaðihúðaðar) ½ dl rjómi 1 tsk. gróft salt Aðferð Lemon Tart-tartalettur Notið gler- eða plastskál til verksins (ekki úr stáli). Setjið í skál öll innihaldsefnin, nema smjör- ið, og hrærið saman með písk. Passið að raspa bara gula partinn af sítrónuberkinum, alls ekki hvíta lagið. Setjið skálina svo yfir vatnsbað (þ.e. setjið vatn í pott og skálina yfir án þess að botninn á henni snerti vatnið). Hitið vatnið yfir ögn hærra en meðalhita og hrærið í sítrónublöndunni allan tímann á með- an þar til hún þykknar í skálinni yfir pottinum á heitri hellunni. Ég svindlaði smá og byrjaði á að nota hand- þeytara til verksins í skálinni yfir pottinum. Þegar komin var mikil froða skipti ég yfir í písk og pískaði saman þar til blandan var orð- in þykk eins og vanillubúðingur á vínarbrauði. Þetta er gert yfir vatnsbaðinu allann tímann og getur tekið allt að 10 mínútur en passið að píska allan tímann. Verið þolinmóð en oft þeg- ar maður heldur að hún þykkni ekkert kemur það loks allt í einu. Takið svo blönduna þegar hún hefur þykkn- að og sigtið í aðra skál, setjið svo smjörið í og hrærið vel saman, varlega samt. Hitið ofninn á 180°C blástur og penslið tartaletturnar með sykurvatninu sem ég nefni efst. Hellið svo sítrónublöndunni jafnt í hverja tartalettu og setjið í ofninn í 10 mínútur. Gerið næst eggjahvítukremið en það er best að gera það rétt áður en á að bera þær fram. Þá eru eggjahvítur, cream of tartar og salt sett í hrærivél og þeytt þar til byrjar að þykkna ögn. Byrjið þá að setja sykurinn í smápörtum út í eins og 2 msk í einu og þeytið stöðugt á með- an þar til kremið er orðið alveg hvítt og stíft, ættuð að geta hvolft skálinni án þess að það haggist. Þegar tartaletturnar hafa kólnað er krem- inu sprautað ofan á og brennt með brennara. Súkkulaði- og karamellutartalettur Byrjið á að pensla tartaletturnar með syk- urvatninu hér að ofan. Setjið þær í 180°C heitan ofn í 8-10 mín. og hafið þær tómar. Brytjið súkkulaðið í bita og setjið smjör með í grunna víða skál. Hitið nú rjómann með salti í potti alveg upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni. Hrærið vel saman þar til silkimjúkt og glansandi. Bræðið næst karamellur og rjóma með salt- inu í potti þar til silkimjúkt og glansandi. Hálffyllið svo hverja tartalettu með súkku- laði-ganache og leyfið henni að standa í smá stund. Setjið karamellu-ganache yfir og fyllið tartalettuna alveg upp að brún. Mér finnst best að setja þessar tartalettur í hálftíma í frysti og þá eru þær til, má líka gera fyrir fram og geyma í kæli yfir nótt. Punktar Tartaletturnar fást í Bónus, Hagkaup, Melabúðinni og víðar. Dásamlegar og ofureinfaldar eftirréttartartalettur Flest tengjum við tartalettur við forrétti þegar hátíðarmatur er eldaður enda ófáar uppskriftirnar sem til eru að slíkum unaðs- bombum. En tartalettur eru fjölhæfar og smellpassa sem eftir- réttir líka eins og sjá má hér. Óþrjótandi möguleikar Hægt er að prófa sig áfram með alls kyns fyllingar. Ljósmyndir/María Gomez Spennandi hráefni María segir að tartaletturnar hafi komið sér virkilega á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.