Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ✝ Elsa Ester Sig-urfinnsdóttir sjúkraliði fæddist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þann 2. janúar 1963. Hún lést á líknardeild Landspítalans 7. nóvember 2020. Foreldrar Elsu eru Sigurfinnur Jónsson, línumaður hjá RARIK, fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði þann 11. mars 1930, og María Jóhannsdóttir fisk- verkakona, fædd á Litla-Dal í Blönduhlíð í Skagafirði þann 30. maí 1943. Unnusti Elsu var Rúnar Geir Björnsson, fæddur 14. nóvember 1967 á Selfossi. Systir Elsu er Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir, fædd á Sauðárkróki 28. janúar 1969, gift Kristjóni Jónssyni. Barn þeirra er Atli Gunnar, fæddur 2006. Elsa eignaðist tvær dætur með fyrrum sambýlismanni sínum Er- lingi Harðarsyni, fæddum 19. Elsa vann á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki frá 1982 til 1985. Elsa fluttist til Reykjavíkur árið 1985 með þáverandi sambýlismanni sínum og dóttur. Hóf störf á Víf- ilsstöðum og vann þar um árabil og síðan á Landakoti. Frá árinu 2002 starfaði hún á taugalækn- ingadeild Landspítalans í Foss- vogi. Hún sinnti lengi trún- aðarmannastörfum á vinnustöðunum sínum. Elsa átti sér mörg áhugamál. Hún stundaði útivist og göngur. Dansáhuginn var alltaf mikill Frá unga aldri var Elsa líka afar liðtæk við hvers kyns handa- vinnu. Elsa veiktist í desember 2016 og var strax dugleg að mæta í Ljósið. Útför Elsu verður í Vídalíns- kirkju þann 27. nóvember kl. 13 að viðstaddri nánustu fjölskyldu og vinum. Stytt slóð á streymi: https:// tinyurl.com/y4e7smmn Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat mars 1963 í Kefla- vík. Eldri dóttir þeirra er Dagný Björk Erlingsdóttir, fædd á Sauðárkróki þann 12. október 1984. Dóttir hennar er María Ósk Ara- dóttir Thorlacius, fædd 20. ágúst 2017. Barnsfaðir Dagnýj- ar er Ari Thorlacius, fæddur 3. júlí 1986. Yngri dóttir Elsu er Sóley Ósk Erlingsdóttir, fædd í Reykjavík þann 23. júní 1994. Sambýlis- maður hennar er Sigurjón Kári Sigurjónsson, fæddur þann 13. nóvember 1993. Dóttir þeirra, nafna ömmu sinnar, er Elsa Rós Káradóttir, fædd 5. ágúst 2020. Elsa ólst upp á Sauðárkróki í Skagafirði. Eftir að Elsa lauk hefðbundinni skólagöngu fór hún til Reykjavíkur í Sjúkraliðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1982. Að námi loknu flutti hún aftur á heimaslóðir og gekk í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og varð stúdent árið 1985. Mig langar að minnast Elsu mágkonu minnar, sem hefur kvatt þetta líf allt of snemma. Við kynntumst fyrst þegar Rúnar Geir bróðir minn kom með hana í kaffi til okkar hjóna fyrir góðum áratug. Þau höfðu bæði farið að æfa dans í Danshöllinni. Elsa sá að það væri hægt að gera þennan dansherra að sínum. Ekki fór á milli mála að Elsa og Rúnar höfðu gaman saman og ekki leið á löngu þar til þau tvö vörðu stund saman í göngutúr um Elliðaárdalinn til að kynnast betur og sjá hvort ekki væri ráð að dansa saman í gegn- um lífið. Þetta var síðar staðfest með því að setja upp hringa. Á þessum árum höfum við kynnst Elsu prýðilega. Með henni kom nýr vinkill inn í fjölskylduna. Maður fann í henni skoðanafasta manneskju, ákveðna, réttsýna og hlýja móður sem lifði fyrir dætur sínar og fjölskylduna alla. Hún var hagsýn og lá ekki á skoðunum sínum þegar bóndi minn var eitt- hvað að dásama einhvern dellubíl- inn. Hún lét hann sko vita að dýrir lúxusbílar gerðu ekkert fyrir hana. Bílar ættu að vera sterkir og traustir sparibaukar sem ent- ust lengi. Elsa og Rúnar nutu þess að ferðast saman og skoða landið okkar góða og þau ferðuðust einn- ig utanlands. Til dæmis er ekki langt síðan þau fóru til Ítalíu til að njóta lífsins. Hún sleikti sólina og naut umhverfisins næst hótelinu á meðan hann fékk útrás í að hjóla um héruðin í kring. Síðdegin og kvöldin áttu þau svo hvort með öðru. Mér er minnisstætt þegar við hjónin vorum á leið til Fær- eyja 2015, þá voru Elsa og Rúnar með bústað á Eiðum. Þau buðu okkur að koma til sín dvelja hjá þeim áður en við færum utan. Þetta var um miðjan júlí. Við kom- um síðdegis í blíðuveðri til þeirra og saman spókuðum við okkur um. Kvöldið fór í að spjalla og hlæja. Sem endranær var stutt í brosið hjá Elsu. Elsa hafði marg- slungið gaman af léttleika tilver- unnar. Daginn eftir skelltum við fjögur okkur í dásamlega ferð til Borgarfjarðar eystra. Fegurð landsins, litir þess og form og menning samfélagsins heilluðu niður í tær. Síðan toppaði það allt þegar við hittum Magna og hann sýndi Elsu „bræðsluna“ og lýsti fyrir henni hvernig sveitarfélagið og gestir allir legðust á eitt til að gera bræðsluhelgina að fjársjóði tónlistar, gleði og góðra minninga. Einn daginn breyttist allt. Óvelkominn gestur hreiðraði um sig í líkama Elsu og krabbinn varð viðfangsefni hennar næstu árin. Eftir meðferð sem lofaði góðu þurfti Elsa að ná upp þreki á ný og göngutúrar um Kópavogsdal- inn urðu stór áskorun. Með þraut- seigju unnust sigrar og þegar „himnastiginn“ varð sigraður var hátíð. Batinn var hægur en ákveð- inn og farið var að leyfa sér að hugsa til framtíðar. Því miður ent- ist það ekki lengi og meinið kom aftur af fullum þunga. Ráðist var á það á ný og sigrar unnust, en alltaf mætti hinn óvelkomni gest- ur á ný. Að lokum fékkst ekkert við hann ráðið og féll góð kona í valinn. Vönduð kona sem með stöku æðruleysi tók á móti örlög- um sínum. Elsku Rúnar, ég votta þér og fjölskyldu Elsu mína dýpstu sam- úð og megi guð og góðar vættir styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Þórdís og Þórarinn. Ég kynntist Sóleyju Ósk þegar ég var 17 ára og þar af leiðandi elsku mömmu hennar, henni Elsu. Elsa tók einstaklega vel á móti mér inn í fjölskylduna með miklum kærleik og var ég fljót- lega farinn að monta mig við vini mína að ég ætti sko bestu tengda- mömmu í heimi. Á þessum árum sem ég fékk að eiga Elsu sem tengdamömmu breyttist ég frá unglingi yfir í mann og átti hún stóran þátt í því ferli. Hún kenndi mér svo ótal margt sem mun nýt- ast mér á lífsleiðinni. Hún kenndi mér meðal annars að vera já- kvæður í erfiðum aðstæðum, setja fjölskylduna í forgang og halda mér að efninu þangað til verkefnið klárast. Elsa hafði marga kosti. Hún var heiðarleg, glaðlynd og hvetjandi en það sem stendur upp úr fyrir mér er hversu mikill nagli hún var. Ekki einu sinni sá ég hana gefa smávegis eftir í sínum veikindum og var það greinilegt til síðasta dags að hún ætlaði sér aldrei að fara frá okkur. Ég vildi óska þess að hún Elsa Rós okkar hefði getað kynnst Elsu ömmu betur en ég mun halda minningu hennar lifandi svo Elsa Rós fái einnig að njóta þess veganestis sem Elsa gaf okkur. Takk fyrir alla gleðina sem þú gafst okkur, elsku Elsa, þú munt eiga stóran stað í mínu hjarta. Sigurjón Kári Sigurjónsson. Að setjast fyrir framan tölvuna í þeim tilgangi að semja minning- argrein um mína elskulegu systur er eitthvað svo fjarlægt með öllu. Svo ósanngjarnt og verulega sárt. En það er því miður raunveruleik- inn. Síðastliðin fjögur ár hafa ver- ið lituð sigrum og töpum. Því mið- ur kom stóra tapið þann 7. nóvember síðastliðinn. Elsa var 6 árum eldri en ég, stóra systir. Fyrir mér var hún alveg ótrúlega sterk kona sem alltaf setti alla aðra en sig sjálfa í fyrsta sæti. Hún vann allan sinn starfsferil sem sjúkraliði. Það var henni metnaðarmál að sinna sjúklingum í hennar umsjá af samviskusemi og umhyggju. Hún setti skjól- stæðinga sína alltaf í fyrsta sæti. Henni var mjög umhugað um heil- brigðiskerfið og lagði sitt af mörk- um með störfum sínum, hljóp allt- af hraðar á hverri vaktinni. Lífið færði henni ekki alltaf auðveld- ustu leiðina en hún var ótrúlega úrræðagóð og komst yfir hverja hindrun sem á hennar vegi varð. Hún eignaðist tvær yndislegar dætur sem voru augasteinarnir hennar og sem færðu henni tvær yndislegar ömmustelpur. Heimili Elsu var alltaf hlýtt og notalegt og tók hún vel á móti öllum er þangað komu. Hún var lagin í höndum og fórst hannyrðir vel úr hendi. Það voru ófáar ferðirnar sem ég fór til hennar með föt af Atla mínum sem hún lagaði og breytti. Hjalla- skólafötin löguð, settar bætur á olnboga, saumsprettur lagaðar, buxur og skyrtuermar styttar og síðan lengdar aftur þegar tognaði úr drengnum. Það voru líka ófáar gardínur faldaðar. Alltaf var Elsa tilbúin til að gera allt sem maður bað um. Ekkert var of flókið, hún fann út úr öllu og leysti málið. Elsa mín gekk í verkin, ekkert hik og við hin áttum oft fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Núna kemur það svo vel í ljós að Elsa var miðpunkturinn í fjölskyldunni sem hélt okkur saman með sinni einstöku umhyggju og hlýju. Þær voru ófáar ferðir í Funalindina í heitt súkkulaði, vöfflur og annað góðgæti sem var töfrað fram. Það er skrýtinn raunveruleiki sem við þurfum að takast á við að hún sé farin frá okkur. Elsku Elsa mín, takk fyrir að vera besta systir sem hægt er að hugsa sér, veit ekki al- veg hvernig ég á að fara að án þín. Við hittumst síðar í sumarlandinu. Af fegurð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum. (Stefán Hörður Grímsson) Þín systir, Díana. Í æsku myndast gjarnan sterk vinabönd. Það er þó ekki sjálfgef- ið að þau haldist fram eftir aldri. En sú varð raunin hjá okkur stelpunum sem fæddumst á Sauð- árkróki árið 1963, fluttum til Reykjavíkur á fullorðinsárum og stofnuðum saumaklúbb árið 1995. Það má segja að Elsa hafi verið snældan sem spann þráðinn og hélt okkur saman meir og betur en nokkur okkar hinna. Við treystum á hana. Henni var um- hugað um okkur og vináttubönd hópsins. Hún skipulagði veturinn af miklum dug og skráði allt í litlu dagbókina sína sem alltaf var hægt að fletta upp í. Með rögg- semi sinni, en þó ákveðinni hóg- værð, ýtti hún við okkur ef við vor- um að gleyma að komið væri að því að halda næst klúbb. Elsa var traust vinkona sem var ávallt tilbúin að gera allt fyrir vini sína. Hún var glettin og alltaf stutt í hláturinn. Hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd, óhrædd við að segja sitt álit. Hrein og bein og alltaf vissi maður hvar maður hafði hana. Hún gat líka verið beinskeytt og var ekkert að skafa utan af hlutunum heldur skellti þeim fram frekar en að vera með eitthvert leynimakk. Það þótti okkur ótrúlega góður kostur. Við héldum saumaklúbb reglu- lega og gerðum margt okkur til skemmtunar. Þegar við urðum fertugar skelltum við okkur til London saman, fórum á ABBA- söngleik, fórum út að borða, snæddum dýrindis indverskan og marokkóskan mat og versluðum eins og gengur og gerist í slíkum ferðum. Elsa kolféll fyrir Harrods í ferðinni og eignaðist fallegt safn af drykkjarkönnum úr Harrods sem hún safnaði sér í gegnum ár- in. Við skemmtum okkur konung- lega og hlógum mikið. Elsa rifjaði þessa ferð okkar oft upp með mik- illi gleði. Síðasta haust fór svo saumaklúbburinn til Berlínar saman. Það var mikil upplifun. Við erum óskaplega þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga þessa daga með Elsunni okkar þarna úti og njóta samvista hver við aðra. Síðustu fjögur árin hafa verið henni gríðarlega erfið í baráttunni við óboðinn vágest sem tók sér bólfestu í líkama hennar og sigraði að lokum. Aldrei kvartaði hún. Við vitum þó að baráttan tók gríðar- lega á hana. Við héldum síðasta klúbbinn með Elsu okkar á netinu núna í október þegar veikindin höfðu barið að dyrum að nýju. Það er höggvið stórt skarð í hópinn. Okkur líður eins og við höfum ekki bara misst niður lykkju heldur höfum við tapað prjónunum líka. Við getum ekki rakið upp og byrjað upp á nýtt, eins og Elsa sjálf gerði þegar hún sá í handverki sínu eitthvað örlítið sem betur mátti fara. Hún kláraði ávallt sín verkefni með sóma og sæmd, hvort sem það var handa- vinna, starfið hennar sem sjúkra- liði eða uppeldi dætranna. En það kom að því að hún hafði engin verkfæri til að takast á við veik- indin. Hennar verður sárt saknað en við munum lifa í minningunni um trausta og góða vinkonu. Minning hennar lifir sterkast í stelpunum hennar fjórum sem voru henni svo dýrmætar. Við vottum þeim og fjölskyldunni allri samúð á þessum erfiðu tímum. Vinkonur í Saumó 6́3, Ása, Bergrún, Guðný, Hulda, Jenný og Auður Sigríður (Lúlla). Ég man ekki hvernig við Elsa kynntumst. Hún bara var þarna um leið og minni mitt varð til. Traust eins og klettur, úrræðagóð og hreinskiptin. Svipmikil með sitt þykka og mikla hár og skýrleg augu sem gátu skotið gneistum ef svo bar undir. Hún var snaggara- leg og alltaf fljót til svars og gekk að sérhverju verki orðalaust. Allar þrautir tókst hún á við með óbil- andi lífsvilja. Við vorum ólíkar en bundumst eigi að síður sterkum vináttubönd- um sem héldust alla tíð, þrátt fyrir að oft hafi liðið mörg ár á milli þess sem við hittumst. Ég sá Elsu síð- ast á afmælisdaginn hennar 2. jan- úar sl. þar sem hún talaði á svo æðrulausan hátt um veikindi sín að mig setti hljóða. Þá var ljóst að hugur hennar var fyrst og fremst hjá dætrunum þeim Dagnýju og Sóley sem nú sjá á eftir yndislegri móður. Leiksvæði okkar á Króknum voru Nafirnar, Kirkjuklaufin og það sem við kölluðum „Sundið“. Elsa var „úti-stelpa“ eins og hún sagði oft til mótvægis við mig, „inni-stelpuna“, sem vildi heldur búa til leiki um dúkkur og drama. Elsa var alltof orkumikil fyrir slíka leiki en við sömdum; inni í Elsa Ester Sigurfinnsdóttir ✝ Tómas EllertÓskarsson fæddist 6. október 1935 á Sandeyri við Ísafjarðardjúp. Hann lést 16. nóv- ember 2020 á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Hann var sonur Ástu Tómasdóttur húsfreyju, f. 9.1. 1913 á Sandeyri, d. 24.5. 1969, og Sigurjóns Viktors Finnbogasonar, sjómanns, f. 9.9. 1907, frá Hnífsdal í Eyrarhreppi d. 3.3. 1946. Ásta giftist Óskari Sigurðssyni, f. 27.4. 1911, frá Hærri-Bæ á Snæfjallaströnd, skipasmið á Ísafirði, síðar hús- verði í Reykjavík, d. 9.5. 1977. Systkini Tómasar sammæðra eru: Þórir Halldór, f. 1939, og Ragnheiður, f. 1943. Þann 3.2. 1966 kvæntist Tóm- as Sigurbjörgu Karlsdóttur, f. 2.4. 1945. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Elízabet Guðný, f. 23.10. 1964, landslags- arkitekt, börn hennar eru Arnar Tryggvi, f. 1993, og Kristján, f. 1996, Arnfinnssynir 2) Lúðvík Karl, f. 18.1. 1966, löggiltur end- urskoðandi, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, f. 3.10. 1966, viðskiptafræðingi, börn þeirra: Matthildur, f. 2003, og Kristjana, f. 2008. 3) Tómas Ellert, f. 20.11. 1970, byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi í Svf. Árborg, kvæntur Dýrleifu Júlíu Guð- laugsdóttur, f. 29.11. 1980, líf- tæknifræðingi, börn þeirra: Elízabet Embla, f. 2018, og Þor- björg Eva, f. 2018. Börn Dýr- leifar i) Steinrún Dalía, f. 2006, og ii) Sylvía Björk, f. 2011. Áður var Tómas Ellert kvæntur Guð- björgu Helgu Guðmundsdóttur framhaldsskólakennara, f. 1970, og á með henni stjúpson, Andra Karl Helguson, BA í margmiðl- unartækni, f. 23.6. 1989, í sam- búð með Hafdísi Elvu Hjalta- dóttur, f. 17.3. 1990. Börn þeirra: Daníel Karl, f. 2011, og Snædís Freyja, f. 2014. Fyrir átti Tómas Önnu Rósu Þor- finnsdóttur, f. 1.5. 1962. Sambýliskona Tómasar um árabil var Svanhildur Sigurðardóttir, f. 28.4. 1929, d. 5.3. 2002. Tómas Ellert ólst upp á Sandeyri við Ísafjarð- ardjúp hjá ömmu sinni og afa, þeim Elísabetu Guðnýju Kol- beinsdóttur frá Unaðsdal og Tómasi Sigurðssyni frá Sand- eyri, hreppstjóra og oddvita á Snæfjallaströnd. Hann flutti síð- an með þeim, ásamt Sigríði Mar- íu móðursystur sinni og hennar fjölskyldu til Reykjavíkur vorið 1943. Þar hóf hann hefðbundna barnaskólagöngu og síðan lá leiðin í gagnfræðaskólanám í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar („Gaggó Vest“). Tómas Ellert stundaði nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík, fór síðan í framhaldsnám í Pit- man‘s College í London. Tómas lauk síðar prófi í endurskoðun frá Háskóla Íslands. Eftir nám í Englandi flutti hann til Grund- arfjarðar, þar sem hann starfaði hjá Kaupfélaginu og kenndi um skeið við Grafarnesskóla eins og skólinn í Grundarfirði hét á þeim tíma. Tómas starfaði í mörg ár á Endurskoðunarskrif- stofu Jóns H. Runólfssonar og sá lengi um endurskoðun fyrir bíla- umboð Ingvars Helgasonar. Afkomendur Tómasar eru orðnir 18 talsins. Útför Tómasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. nóv- ember, kl. 11 að nánustu ætt- ingjum viðstöddum. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/bHHyPY50zyY Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Nú hefur þú kvatt okkur systkinin í hinsta sinn og fengið friðinn pabbi minn. Á þessum tímamótum rifjast upp fyrir mér þær stundir sem ég átti með þér einum og einnig með þér og eldri systkinum mínum. Það var ætíð mikið tilhlökkun- arefni að heimsækja þig, þar sem vitað var að til stæði að gera ein- hverja spennandi og skemmti- lega hluti með þér. Þau voru ófá skiptin á bernsku- og unglings- árum sem farið var með rútunni frá Selfossi til Reykjavíkur og hoppað út við vinnustaðinn þinn í kastalahúsinu í Rauðagerðinu. Þar hófust margar af heimsókn- unum sem voru alltaf skemmti- legar. Ég minnist knattspyrnulands- leikjanna, bíltúrana, bíóferðanna og vídeóglápsins þar sem ég sé þig fyrir mér enn í dag hlæjandi og skellandi upp úr með þínum smitandi hlátri með troðfulla nammipoka við höndina. Ég minnist einnig með hlýju heim- sóknanna til ykkar Svönu um jólahátíðarnar og annarra skemmtilegra stunda með ykkur þegar allt lék í lyndi. Nú þegar þú pabbi minn hefur kvatt okkur og fengið friðinn óska ég þess og bið fyrir að þú megir njóta þín á nýjum slóðum og takir þar nokkur geggjuð djasslög á orgelið þér og öðrum til skemmtunar. Megi minningin um þig, pabbi, verða okkur afkomendum þínum til blessunar og hvatning til feg- urra lífs. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr) Tómas Ellert Tómasson. Tómas Ellert Óskarsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR JANUS RAGNARSSON, Miðgarði 4, Neskaupstað, lést á hjúkrunardeild HSA í Neskaupstað sunnudaginn 22. nóvember. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 14. Athöfninni verður streymt á síðu Norðfjarðarkirkju; https://www.facebook.com/nordfjardarkirkja Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar HSA. Óli Hans Gestsson Guðlaug Björk Benediktsdóttir Birna Rósa Gestsdóttir Sigurður Karl Jóhannsson Rakel Gestsdóttir Sigurd Jón Jacobsen barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.