Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Black Friday • Cyber Monday 20% afsláttur af öllum aðhaldsundirfatnaði og undirkjólum Frá föstudegi 27. nóvember og út mánudaginn 30. nóvember Frí heimsending ef verslað er yfir 10.000 Í kjólinn fyrir jólin Tilboðið gildir í verslun og í vefverslun selena.is BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fram kom í samtali Við- skiptaMoggans fyrr í vikunni við Þórstein Ágústsson, fram- kvæmdastjóra ræstingafyrir- tækisins Sólar, hafa auknar sóttvarnir og hreinlæti leitt til færri veikinda- daga starfsfólks Sólar. Spáir Þór- steinn því í sam- talinu að kór- ónuveiru- faraldurinn muni hafa áhrif á sóttvarnir í framtíðinni, og telur að eitthvað af sóttvarnaaðgerðum sé komið til að vera. Nefnir hann sem dæmi að það kæmi sér ekki á óvart þótt fyrirtæki færu í markvissar sótt- varnaaðgerðir næsta vetur þegar flensutíminn hefst. Þær aðgerðir stæðu þá í einn til tvo mánuði. Hefur heyrt um minni veikindi Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að SA hafi ekki tek- ið saman gögn um áhrif veirunnar á veikindi starfsfólks hjá aðildar- fyrirtækjum, en hún hafi þó heyrt frá fleiri en einu fyrirtæki að minna væri um veikindi. „Það kemur ekki á óvart. Við erum að upplifa mjög óvenjulega tíma. Annars vegar eru allir að passa upp á sínar persónulegu sótt- varnir. Hins vegar hafa verið hér í gildi samkomutakmarkanir með einum eða öðrum hætti, við hittum því færra fólk frá degi til dags, sem hefur vitaskuld líka áhrif,“ segir Ásdís. Hún telur að ef fyrirtæki upplifi að auknar sóttvarnir dragi úr veik- indadögum hljóti þau að huga að áframhaldandi sóttvörnum eins og að tryggja aukin þrif og spritt fyrir viðskiptavini. „Þó að því fylgi ein- hver kostnaður er ábatinn ávallt meiri sem felst í færri veikinda- dögum starfsmanna.“ Hugarfarsbreyting möguleg Hún telur að mögulega verði einnig hugarfarsbreyting hjá öllum almenningi og persónulegar sótt- varnir verði hluti af daglegri rút- ínu. Hún segir að þó svo fyrirtæki viðhaldi áfram sínum sóttvörnum telji hún að fólk sé jafnframt með- vitaðra um mikilvægi þeirra. „Ég held að við sem einstakl- ingar munum passa betur upp á persónulegar sóttvarnir í framtíð- inni. Aukinn handþvottur sem dæmi. Ég held að við komum líka til með að passa okkur betur á sameiginlegum snertiflötum. Ef fyrirtæki sjá ábata fólginn í því að huga almennt að sóttvörnum hjá starfsfólki sínu og viðskiptavinum munu þau viðhalda þeim upp að einhverju marki og það er vel.“ Spítalinn lært mikið Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær dró mjög úr alvar- legum sýkingum af völdum þriggja algengra baktería þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða gegn út- breiðslu kórónuveirufaraldursins fyrr á þessu ári, en það er niður- staða fjölþjóðlegrar rannsóknar sem Ísland tók þátt í. Læknir á Landspítalanum sem Morgunblaðið ræddi við sagði að spítalinn hefði lært mikið í faraldr- inum og starfsfólk hefði unnið við mjög ströng sóttvarnarskilyrði frá því í júlí-ágúst. Mjög líklegt væri að sóttvarnir yrðu auknar á heil- brigðisstofnunum til framtíðar, enda væri það ekki mjög íþyngj- andi á þeim vinnustað. Greiður að- gangur væri þar að öllum búnaði sem þessu tengdist. Ábati ef veikindi minnka  Auknar sóttvarnir hafa leitt til færri veikindadaga  Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að einstaklingar muni passa betur upp á persónulegar sóttvarnir í framtíðinni Morgunblaðið/Eggert Veira Mögulega eru sóttvarnir eins og þessar ekki á útleið, þó svo að takist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum. Ásdís Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.