Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrstu um-ræðu umfrumvarp félags- og barna- málaráðherra um fæðingar- og for- eldraorlof lauk í vikunni og er nú til meðferðar í vel- ferðarnefnd. Helstu breyt- ingar sem boðaðar eru með frumvarpinu eru að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf mánuði og að minnka þann sveigjanleika sem for- eldrar hafa til að skipta orlof- inu á milli sín. Fyrrnefnda breytingin virðist njóta víð- tæks stuðnings ef marka má umsagnir um frumvarpið og umræður um það, en sú síð- arnefnda er umdeildari, svo ekki sé meira sagt. Margir hafa orðið til að gagnrýna ósveigjanleika frumvarpsins gagnvart foreldrum og hve langt ríkisvaldið hyggst ganga í því að þvinga fram jafna skiptingu foreldra á fæðing- arorlofstökunni. Gert er ráð fyrir að hvort foreldri taki sex mánaða orlof, en að foreldri verði „heimilt að framselja einn mánuð af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldr- isins“. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þennan ósveigjaleika í frumvarpinu er embætti land- læknis sem segir í umsögn um frumvarpið „mikilvægt að lög um fæðingar- og foreldraorlof endurspegli skilning á ólíkum aðstæðum fjölskyldna og bjóði upp á meiri sveigjanleika varðandi tilhögun en gert er ráð fyrir í núverandi frum- varpi“. Í umsögn landlæknis segir einnig: „Í þessu sam- hengi er vert að vekja athygli á því að önnur Norðurlönd bjóða foreldrum mun meiri sveigjanleika varðandi ráð- stöfun fæðingarorlofs en boð- að er með núverandi frum- varpi og með því að skerða enn frekar sveigjanleika íslenskra foreldra myndi Ísland færast enn fjær nágrannaþjóðum sín- um hvað þetta varðar.“ Markmið frumvarpsins er sagt vera að „tryggja barni samvistir við báða foreldra og að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og at- vinnulíf“. Þetta eru ágæt markmið, en réttlæta ekki að foreldrar séu þvingaðir til að skipta fæðingarorlofi með þeim hætti sem gert er í frum- varpinu, eða með öðrum hætti en þeir telja best, sem er lyk- ilatriði. Vissulega er mik- ilvægt að barn eigi sem mest- ar samvistir við báða foreldra og varla er vafi að báðir foreldrar vilja eiga sem mestar samvistir við nýfætt barn sitt. Meginmark- mið með slíku frumvarpi hlýtur þó að eiga að vera að tryggja barni rétt til að geta verið með foreldrum sín- um fyrstu mánuði eða fyrsta ár ævinnar, en hvernig for- eldrarnir haga þessum sam- vistum og töku fæðing- arorlofsins hlýtur að vera aukaatriði í þessu sambandi og byggjast á mati foreldr- anna, svigrúmi þeirra og að- stæðum. Í umsögn Kvenréttinda- félags Íslands segir að félagið fagni „sérstaklega að í frum- varpinu sé réttinum til fæð- ingar- og foreldraorlofs deilt jafnt á milli foreldra, rétt- arbót sem mun stuðla að bættri stöðu kvenna og auknu kynjajafnrétti hér á landi“. Mjög má efast um að skerðing á rétti barna til að eiga sam- vistir við foreldri eða foreldra stuðli að auknu kynjajafnrétti hér á landi. Í því sambandi má nefna að í umsögn Femínista- félags Háskóla Íslands er lengingu orlofsins fagnað en varað við þeim ósveigjanleika sem er í skiptingu orlofsins á milli foreldra. „Þó að til- gangur laganna sé háfleygur þá er mikilvægt að það bitni ekki á efnaminni fjölskyldum eða einstæðum foreldrum,“ segir í umsögninni. En jafnvel þó að sú væri raunin að kynja- jafnrétti væri betur tryggt með ósveigjanlegu fæðing- arorlofskerfi þá mundi það ekki réttlæta að setja hags- muni nýfæddra barna í annað sæti. Með því að þvinga foreldra til að skipta fæðingarorlofinu með ákveðnum hætti, sér- staklega þegar sveigjanleik- inn er jafn lítill og í fyrirliggj- andi frumvarpi, er ekki verið að horfa til hagsmuna barns- ins. Þau sjónarmið sem orðið hafa ofan á eru einhver allt önnur en hagsmunir barnsins og það eru hagsmunir ein- hverra annarra en barnsins sem verið er að gæta með þessari framsetningu frum- varpsins. Það er algerlega óviðunandi og velferðarnefnd hlýtur að taka tillit til þeirrar vel rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið. Hún getur ekki annað en sett hagsmuni barnsins í fyrsta sæti. Það getur barnamálaráðherrann ekki heldur gert. Réttur barnsins á að vera í fyrsta sæti þó að fyrir- liggjandi frumvarp endurspegli önnur sjónarmið} Fyrir hverja er fæðingarorlofið? N ýlega var vakin athygli á fjár- hagslegri stöðu mála hjá Land- spítalanum. Spítalinn sæi fram á rúmlega fjögurra milljarða króna aðhaldskröfu á næsta ári. Þingmenn ríkisstjórnarflokka mótmæltu og sögðu að aðhaldskrafan væri bara 0,5%. Spítalinn þyrfti bara að skera niður um fjögur hundruð milljónir en ekki fjóra milljarða. Hið rétta er að hvort tveggja er satt. Það er sett 0,5% almenn aðhaldskrafa á spítalann en til þess að mæta hallarekstri spítalans þarf að nota fjárheimildir næsta árs til þess að greiða niður hallann. Ef spítalinn á að gera það á einu ári þá myndi það þýða umtalsverða þjónustu- skerðingu. Spítalinn leggur til að hallinn verði hins vegar greiddur upp á þremur árum, eins og ráðherra samþykkti að ætti að gera fyrir árið 2020. Þegar þetta er skrifað hefur spítalinn hins vegar ekki fengið formlegt leyfi til þess að dreifa núverandi halla á næstu þrjú ár. Þótt það sé allrar athygli vert að spítalinn verði að fara í aðhaldsaðgerðir og skerðingu á þjónustu til þess að greiða upp núverandi halla er enn athyglisverðara að skoða hvers vegna spítalinn glímir við hallarekstur. Í minnisblaði spít- alans sem fjárlaganefnd fór yfir með stjórnendum spít- alans sl. miðvikudag voru skilaboðin skýr. Hallarekstur spítalans sé m.a. vegna hins svokallaða fráflæðisvanda. Fólk sem hefur lokið meðferð kemst ekki í hagkvæmari umönnunarúrræði og liggur því í dýrum sjúkra- húsrýmum. Hallareksturinn megi jafnframt rekja til þess að það hefur verið erfitt að manna mikilvægar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, meðal annars vegna þess hvernig stjórnvöld hafa klúðrað kjarasamningum sem hafa endað í gerðardómi. Síðast en ekki síst tel- ur spítalinn fjármálaráðuneytið vanreikna kostnað vegna kjarasamninga. Það þýðir ein- faldlega að spítalinn þarf að eyða miklu meira af fjárheimildum sínum í laun en ráðuneytið gerir ráð fyrir. Þetta hefur spítalinn útskýrt fyrir fjárlaganefnd oftar en einu sinni en einhverra hluta vegna eru ekki gerðar neinar lagfæringar eða útskýrt hvernig þessar fullyrðingar spít- alans séu rangar. Þetta er sem sagt staðan. Fjárheimildir til spítalans eru lægri en duga fyrir þjónustu. Fjármálaráðuneytið vanreiknar kostnað og ger- ir þannig óbeina aðhaldskröfu á spítalann og það er ekki enn búið að laga fráflæðisvandann og mönnunarvandann. Spítalinn hefur fært sannfærandi rök fyrir þessum frávik- um frá fjárheimildum en hvorki heilbrigðisráðuneytið né fjármálaráðuneytið hafa svarað hvað skuli gera til þess að koma til móts við vandann. Skilaboð heilbrigðisráðherra eru að það eigi ekki að skera niður þjónustu en þau skjöl sem fjárlaganefnd hefur í höndunum benda til þess að það sé óhjákvæmilegt. Ef það gerist, þá er það pólitísk ákvörð- un og ábyrgðin er pólitísk. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Er verið að fela aðhaldskröfu? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen fram annan laugardag í maí í stað þess síðasta. Talning atkvæða mun fara fram í sveitarfélögum. Þannig verður hreppaflutningum með kjörkassa sleppt. Þar sem færri en 100 kjós- endur eru á kjörskrá skal sameina talninguna með öðru sveitarfélagi. Heimild er fyrir að flokkun og talning atkvæða geti hafist áður en kjörfundi lýkur. Aðstoð fyrir þau sem þurfa Öllum sem þurfa verður tryggð- ur réttur til aðstoðar við kosningu, hvort sem er vegna fötlunar, veik- inda, elli eða af öðrum ástæðum. Þannig verður mismunun eftir fötl- un hætt en áður var aðstoðin bundin við það skilyrði að þörf fyrir aðstoð- ina væri vegna „sjónleysis eða þess að honum [kjósanda] sé hönd ónot- hæf“. Þroskahjálp eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessi skilyrði. Kosningaréttur Íslendinga með lögheimili erlendis breytist. Nú heldur fólk kosningarétti í átta ár eftir flutninga utan og sækir svo um endurnýjun til fjögurra ára í senn. Lagt er til að þessu verði breytt þannig að rétturinn haldist í 16 ár. Aftur á móti fell- ur hann niður að þeim tíma loknum og ekki verður hægt að endurnýja. Sömu reglurnar gildi um allar kosningar Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir í samtali við Morg- unblaðið að mest sé vert að ná saman einni samræmdri heild- arlöggjöf um almennar kosn- ingar. Þetta þýði líka samræmd- ari meðferð allra mála tengdra vafaatkvæðum, kærum o.þ.h. Hann bendir á að lögin séu að stofni til býsna gömul og að margt hafi breyst í tímans rás. „Því er ekkert að leyna að það eru settir fyrirvarar af hálfu ein- staka aðila, það eru ýmis sjón- armið uppi í þingflokkum,“ segir Steingrímur um afstöðu annarra þingmanna til breytinganna. Hann segir pólitík varðandi atkvæða- vægi hafa verið haldið til hliðar við þessa vinnu. „Þetta eru náttúrlega viða- miklar kerfisbreytingar en margt af þessu get- um við sagt að sé tæknilegs eðlis.“ Ýmis sjón- armið uppi MÁLIÐ LAGT FRAM SEM ÞINGMANNAMÁL Steingrímur Sigfússon Kosningar Töluverðar breytingar eru lagðar til á framkvæmd kosninga í frumvarpi til nýrra kosningalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. BAKSVIÐ Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Fjölmörg nýmæli eru í frum-varpi til kosningalaga semSteingrímur J. Sigfússon,forseti Alþingis, hefur lagt fram á Alþingi. Í stórum drátt- um snýst frumvarpið um einföldun kosningalaga og stjórnsýslu kosn- ingamála, fjórir lagabálkar sem hingað til hafa gilt um kosningar á Íslandi verða að einum. Þó eru nokkrar breytingar á ýmsum ákvæðum sem löngum hefur verið deilt um. Stjórnsýsla einfölduð Stjórnsýsla kosningamála verð- ur samræmd og einfölduð. Lands- kjörstjórn verður falið viðameira hlutverk sem sjálfstæð stjórnsýslu- eining og verður miðlægt kosninga- vald. Yfirkjörstjórnir kjördæma verða lagðar niður. Þá tekur lands- kjörstjórn við hlutverki Hæstaréttar við forsetakjör og yfirstjórn kosn- ingamála frá dómsmálaráðuneytinu. Miðlæg vinnsla kjörskrár verð- ur á höndum Þjóðskrár Íslands og skal notast við rafræna kjörskrá. Þó að rafræn kjörskrá skuli verða meginreglan er ekki heimild fyrir rafrænum kosningum. Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar mun ekki geta hafist fyrr en öll framboð hafa komið fram. Fram- kvæmd utankjörfundaratkvæða- greiðslu hefur oft verið gagnrýnd í gegnum tíðina og þá einkum þetta atriði. Einnig er kveðið á um póst- kosningu þegar greidd eru atkvæði utan kjörfundar, sem er nýmæli. Þá mun kjósandi eingöngu geta greitt atkvæði einu sinni í hverjum kosningum, annaðhvort utan kjör- fundar eða á kjörfundi. Það er breyt- ing frá því sem nú er. Kjörstöðum lokað fyrr Kjörstöðum verður lokað kl. 21 en ekki 22 eins og nú er, verði frum- varpið að lögum. Þá verða kjörseðlar stimplaðir áður en kjósandi leggur hann í kjörkassa. Þetta er lagt til til að koma í veg fyrir fölsun, sleppa bókhaldi um fjölda seðla í dreifingu og einfalda eftirlit kjörseðla. Sveitarstjórnar- og forseta- kosningum verður flýtt. Lagt er til að kosið verði um forseta fyrsta laugardag í júní í stað þess síðasta og að sveitarstjórnarkosningar fari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.