Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið upp- byggilegt hrós. Það er sér- staklega mik- ilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höf- um við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar vetur konungur er mættur í öllu sínu veldi og tak- markanir vegna Covid hafa ver- ið gífurlegar. Algjör jarðýta þegar kemur að kynfræðslu ungs fólks Það er söngkonan Stefanía Svavarsdóttir sem gefur hrós vikunnar að þessu sinni. „Ég vil hrósa henni Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrir nýju bókina sína „Fávitar“ og fyrir að vera algjör jarðýta þegar kemur að kynfræðslu ungs fólks. Hún vílar ekkert fyrir sér og er svo ótrúlega kraftmikil og það er svo aðdáunarvert. Svo er hún líka dásamleg manneskja og á hrós skilið fyrir það.“ Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar og ef þú lumar á hrósi, endilega deildu því með okkur. Sólborg Guðbrandsdóttir Gefur út bókina Fávitar. Stefanía Svavarsdóttir Hrósar Sólborgu fyrir framúrskarandi starf með ungu fólki. Hrós vikunnar fær Sólborg Guðbrandsdóttir „Já, það verður heldur betur stuð á K100 í dag þegar við förum með þær Sigurbjörgu Magnúsdóttur, sigurvegara „Black Friday“- leiksins, og vinkonu hennar, Jó- hönnu Laufdal Friðriksdóttur, á sannkallað eyðslufyllerí,“ segir Heiðar Austmann, þáttastjórnandi á K100. Fyrir nokkr- um vikum fædd- ist hugmynd um að taka svartan föstudag skref- inu lengra og vildi Heiðar gera meira úr deginum en vanalega. „Við vorum að spá í hvernig við gætum tekið svarta föstudaginn skrefinu lengra og gert hann aðeins öðruvísi í ár þar sem margt hefur verið töluvert öðruvísi í ár en síð- ustu ár. Við höfðum samband við vel valin fyrirtæki og lögðum fram þá hugmynd að við kæmum með tvo hlustendur til þeirra og þessir hlust- endur myndu ekki þurfa að taka upp veskið á meðan þeir væru hjá þeim. Hlustendurnir yrðu sóttir á bíl frá Heklu og síðan myndum við rúnta á milli verslana og fyrirtækja allan daginn og bjóða upp á vörur og varning ásamt því að kanna „stemn- inguna“ hjá þessum fyrirtækjum á „Black Friday“,“ segir hann. Fyrirtækin tóku vel í hugmynd- ina og á facebooksíðu K100 skráðu ríflega tíu þúsund manns sig til leiks. „Óhætt er að segja, miðað við skráninguna, að við séum að bjóða upp á skemmtidag sem mjög margir vilja upplifa. Eina skilyrðið var í raun og veru að þessir hlustendur tækju frá allan daginn og væru auð- vitað með góða skapið með í för og við sjáum um afganginn,“ segir hann. Sigurbjörg og Jóhanna fara því í dag og heimsækja fyrirtækin Cinta- mani, Vero Moda í Kringlunni, Ecco skó, Comma í Smáralind, Tölvutek í Mörkinni, Vogue fyrir heimilið í Síðumúlanum og Momo konur í Nóatúni en alls ekki í þessari röð. „Hver veit nema það bíði glaðn- ingur fyrir þær í bílnum líka þegar þær verða sóttar,“ segir Heiðar. Sigruðu í „Black Friday“- leik K100 og eru á leið á sannkallað eyðslufyllerí Sigurbjörg Magnúsdótt- ir og vinkona hennar Jó- hanna Laufdal Friðriks- dóttir sigruðu í „Black Friday“-leik K100. Vinkonurnar Sigurbjörg og Jóhanna: Eru spenntar og þakklátar fyrir sigurinn Svartur föstudagur Margir ætla sér að gera góð góð KAUP. Bjarni Fritzson er eigandi sjálfstyrk- ingarfyrirtækisins Út fyrir kassann, sem heldur meðal annars námskeið fyrir stráka og stelpur, unglinga, ungt íþróttafólk og foreldra. Bjarni er einnig rithöfundur og hefur meðal annars skrifað bækurnar um Orra óstöðvandi og Öflugir strákar – Ár- angur er engin tilviljun. Í gær kom út bókin Öflugir strákar – Trúðu á sjálfan þig og tengir Bjarni bókina við námskeið sitt Öflugir strákar sem er sjálfstyrking- arnámskeið fyrir unga stráka. Bjarni mætti í viðtal til þeirra Ás- geirs Páls, Jóns Axels og Kristínar Sifjar í morgunþættinum Ísland vaknar og ræddi við þau um börn og mótlæti. „Bókin og námskeiðið eru svona byggð upp saman og svo það sem ég geri í þessari bók er að ég tengi hana rosa mikið við Orra óstöðvandi- bækurnar. Ég er kannski að kenna hvernig á að takast á við mótlæti og þá er svona lítil saga af því hvernig Magga Messi tókst á við mótlæti þeg- ar hún lenti í að meiðast á stóru móti. Þannig að hún á að vera rosalega að- gengileg og með fullt af flottum myndum fyrir krakka,“ segir Bjarni. Bjarni segir að foreldrar hafi í raun gert meira fyrir börnin sín und- anfarin ár en áður fyrr. „Áður fyrr voru krakkar látnir gera aðeins meira sjálf og þjálfuðu þá kannski með sér meiri þraut- seigju en ef við gerum allt fyrir þau. Þannig að í raun og veru verðum við að leyfa krökkunum að takast á við lítið mótlæti þegar það kemur þegar þau eru lítil. Til dæmis ef eitthvað kemur upp á í skólanum sem þú telur að barnið þitt geti leyst sjálft, þá á að láta barnið leysa það. Sem dæmi ef þjálfarinn setur barnið í b-liðið, ekki þá grípa í símann og hringja í þjálf- arann og segja honum að hann verði að bjarga þessu, heldur leyfa barninu að reyna að vinna sig út úr því og koma sér aftur í það lið sem það telur sig eiga heima í. Besta leið- in til að þjálfa börn í þrautseigju er að leyfa þeim að takast á við smá mótlæti og sigrast á því,“ segir Bjarni. Bjarni segir foreldra halda sig vera að gera börnunum gott en í raun og veru séu þeir alls ekki að því. „Það sem getur gerst ef þú færð aldrei að þjálfa þig í að takast á við mótlæti – og lendir svo í einhverju miklu mótlæti þegar þú ert táningur eða eitthvað – þá veistu ekkert hvernig þú átt að bregðast við og þá verður höggið svo ótrúlega þungt,“ segir hann. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni á vef K100.is. Mikilvægt að börn fái að leysa vandamálin sjálf Sjálfsstyrkingarbók Bjarni Fritz- son segir mikilvægt að börn fái að vinna sjálf úr vandamálum sínum. Bjarni mætti í viðtal við þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar Sifjar í morgunþættinum Ísland vaknar og ræddi við þau um börn og mótlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.