Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ✝ Helga ElsaJónsdóttir fæddist 16. ágúst 1931 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 25. október 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Friðrik Matt- híasson loftskeyta- maður, f. 1901, d. 1988, og Jónína Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1907, d. 1996. Systkini hennar eru: Jóhannes Helgi, f. 1926, d. 2001, Björg S., f. 1929, Hrönn, f. 1933, d. 2017, Matthildur, f. 1936, Marsibil, f. 1938, Ólafur, f. 1940, Ingibjörg K., f. 1942, Elín, f. 1944, og Matthías J., f. 1945. Maki Björn Stefán Bjart- marz, f. 17.5. 1930, d. 17.3. 2012. Þau giftust 16.10. 1954. Börn þeirra eru: 1) Jónína, frkvstj., áður alþingismaður og ráðherra, f. 23.12. 1952, gift Pétri Þór Sigurðssyni lög- manni, f. 29.3. 1954. Synir þeirra: a) Birnir Orri, stjórn- málafræðingur og heimspek- ingur, f. 25.6. 1985, sambýlisk. hans er Anna M. Ingólfsdóttir félagsráðgjafi, b) Ernir Skorri, lögfræðingur og frkvstj., f. 27.2. ur Ingibjörgu Jóhannsdóttur leikskólakennara, f. 14.10. 1959. Börn þeirra; a) Guðrún hjúkr- unarfræðingur, f. 11.3. 1982, sambýlism. Þorri Björn Gunn- arsson verkfræðingur, synir þeirra eru Alexander Jóhann, f. 17.7. 2007, og Emil Arnar, f. 2.12. 2014, b) Arnar lögfræð- ingur, f. 18.3. 1988. 4) Björn lögreglufulltrúi, f. 23.4. 1962. Dóttir hans og Rögnu Lóu Stef- ánsdóttur, fyrrv. sambýlisk., er Elsa Hrund þjónustustjóri, f. 29.6. 1993, sambýlism. Hinrik H. Marinósson. Eiginkona Björns er Sigríður María Jóns- dóttir lögfræðingur, f. 10.12. 1970, börn hennar og stjúpbörn Björns eru: Jóhann Gunnar, MSc-nemi í verkfræði, f. 8.10. 1995, sambýlisk. Guðrún S. Þór- hallsdóttir MSc-nemi í lyfjavís- indum, Tómas Ingi verk- fræðinemi, f. 16.12. 1999, og Eva María menntaskólanemi, f. 17.8. 2004. Elsa fæddist í Reykjavík og bjó þar nær alla sína ævi. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Aust- urbæjarskólanum. Eftir skóla- göngu vann hún lengst á Loft- skeytastöðinni í Gufunesi og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Birni Stefáni heitnum. Síðar vann hún í Jónasarbúð í Búðargerði, á Löggildingarstof- unni og í 26 ár hjá Lög- reglustjóranum í Reykjavík. Útför Elsu fór fram í kyrrþey frá Árbæjarkirkju 20. nóv- ember 2020. 1989, sambýliskona hans er Harpa Guðlaugsdóttir við- skiptafræðingur, börn þeirra eru Pétur Úlfar, f. 7.11. 2015, og Móey, f. 11.10. 2018. 2) Ósk- ar yfirlög- regluþjónn, f. 14.3. 1956. Börn hans og fyrrv. eiginkonu, Kristínar I. Gunn- arsdóttur hjúkrunarfræðings; a) Björn Rúnar sérfræðingur, f. 19.11. 1977, b) drengur, f. og d. 29.11. 1979, c) Brynhildur Ásta þyrluflugmaður, f. 23.12. 1980. Synir Björns og fyrrv. eig- inkonu hans, Helgu J. Stef- ánsdóttur, eru Fenrir Dagur, f. 8.3. 2014, og Ægir Máni, f. 17.2. 2015. Eiginmaður Brynhildar er Eiríkur Jónsson verkfræð- ingur, börn þeirra eru Kristín Ósk, f. 16.5. 2014, og Jón Gunn- ar, f. 12.4. 2017. Sambýliskona Óskars er Svava Schiöth flug- freyja, f. 19.11. 1957, sonur þeirra er Ottó Axel, BS í kvik- myndaframleiðslu, f. 7.11. 1996, eiginkona hans er Cristina Bjartmarz, BA í kvikmynda- fræðum. 3) Jón Friðrik yfirlög- regluþjónn, f. 27.8. 1957, kvænt- Með þessum orðum langar mig að minnast elsku Elsu, tengdamömmu minnar, sem lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu hinn 25. október sl. Kær- leiksrík og ákveðin kona með sterkan persónuleika, stórt hjarta og hlýjan faðm sem öllum vildi vel og allt fyrir alla gera. Við sem nutum þeirra forrétt- inda að fá að verða henni sam- ferða stöndum í ævarandi þakk- arskuld fyrir þá miklu umhyggju sem hún sýndi okkur um leið og við minnumst eldklárrar konu, sem hafði svo mikið að gefa og frá mörgu skemmtilegu að segja. Elsa var ætíð svo innilega stolt af fólkinu sínu og áhuga- söm um líf okkar, dugleg að hrósa öllum um leið og stutt var í húmorinn og glettnina alveg fram á síðasta dag. Það var einstakt hvernig hún og Björn heitinn tóku á móti mér og börnum mínum þegar við Bjössi urðum ástfangin. Elsa rifjaði oft ljúflega upp, nú síðast á dánarbeðnum, þegar þau hjón- in hittu börnin mín í fyrsta sinn. Þau tóku þeim opnum örmum og frá þeirri stundu voru þau elskuð eins og öll hin barnabörn- in og fyrir það eru ég og börnin svo innilega þakklát. Elsa kvaddi þennan heim um- vafin ást og kærleik og í veik- indum hennar var svo fallegt að upplifa hvað fjölskyldan annað- ist hana af mikilli alúð og vænt- umþykju og hvað börn hennar og barnabörn bera henni fagurt vitni. Ég er bæði stolt og þakk- lát fyrir að vera hluti af svona sterkri og einstakri fjölskyldu. Takk fyrir allt elsku Elsa mín, það hefur verið dýrmætt að fá að eiga þig að og söknuður okkar allra er mikill. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði. Þín Sigríður María Jóns- dóttir (Sigga Maja). Í gegnum tíðina þegar ég hef heyrt orðið kvenskörungur þá hefur mér alltaf orðið hugsað til ömmu Elsu. Hún var einstök kona, mikill karakter og töffari. Hún lét ekki bjóða sér hvað sem var og var óhrædd við að segja ef henni líkaði ekki eitthvað. Ég á sterka minningu af henni frá því að Arnar bróðir var hvað veikastur. Þá misbauð henni og öllum í kring fram- koma heilbrigðisstarfsmanns sem hafði komið í heimsókn og hún og Jóhann móðurafi minn, sem einnig var mjög ákveðinn maður, létu vel í sér heyra. En þó að amma væri ákveðin tók hún fólki alltaf opnum örmum og mátti ekkert aumt sjá. Hún var skemmtileg og með mikinn húm- or, ekki síst fyrir sjálfri sér. Hún var alltaf svo stolt af okkur stórfjölskyldunni sinni og dugleg að safna okkur saman. Eitt af því sem mér fannst hvað aðdáunarverðast við hana var hvað hún var óhrædd við að tak- ast á við ný viðfangsefni. Hvort sem það var að ferðast um heim- inn, læra að mála eða spila golf. Hún var glæsileg kona með skemmtilegan fatasmekk og var óhrædd við að klæðast litríkum fötum. Heimilið hennar bar þess einnig merki hvað hún var litag- löð og hrifin af margs konar smáhlutum sem sumir kalla glingur. Þar eigum við eitthvað sameiginlegt. Ég á margar góðar minningar tengdar ömmu Elsu og afa Birni. Þau voru alltaf samstiga þótt þau væru ólík. Maður fann hvað hlýtt var á milli þeirra jafnvel þó að amma ætti það til að tuða svolítið í afa. Við frænkurnar fengum oft að gista hjá ömmu og afa í Norðurásnum og þá var sko stuð. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu dugleg þau voru að fara með okkur barna- börnin í leikhús og á söfn. Eftir því sem ég verð eldri þykir mér æ vænna um að sjá hvað þau voru dugleg að skrifa kveðjur og fróðleik inn í bækur sem þau hafa gefið mér. Þar er ýmsan fróðleik að finna enda voru amma og afi bæði mjög vel lesin og fróð. Mér þykir mjög vænt um stundirnar sem við áttum saman síðasta mánuðinn áður en hún kvaddi okkur. Þær gáfu manni mikið þótt þær væru einnig erf- iðar. Á rúmum tveimur mánuðum hafa báðar ömmur mínar kvatt þennan heim. Það var því mjög táknrænt að líta út um stofu- gluggann morguninn eftir að amma Elsa lést og sjá tvo smá- fugla sitja á þakskegginu á næsta húsi. Læt fylgja með ljóðið sem minnir mig alltaf á ömmu Elsu og heyri hana syngja það í hug- anum. Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefur sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefur sagt mér að vaka og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót. (Páll Ólafsson) Hvíl í friði elsku amma mín. Nú ertu komin heim til afa. Þín Guðrún. Í dag kveð ég ömmu Elsu. Minningunum frá því í sumar og haust skýtur fyrst upp í hugann, gönguferðirnar að bekknum þín- um, ferðin í bókabúðina og skemmtilegu og fróðlegu sam- tölin sem við áttum á þessum stundum. Þá eru það minningarnar um allar ferðirnar austur í höll sum- arlandsins með okkar nánustu. Það er gott að eiga minningar eins og þessar á svona stundum. Það var aðdáunarvert og mikill lærdómur í því hvernig þú til- einkaðir þér nýja hluti, hvort sem það var að mála, spila golf eða læra á snapchat til að vera í nánara sambandi við barnabörn- in og barnabarnabörnin. Það var ekkert sem stoppaði þig. Nokkuð sem ég vona að ég geti tileinkað mér. Hvíldu í friði amma mín. Arnar Bjartmarz. Helga Elsa Jónsdóttir ✝ Áróra Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1923. Hún lést í Sunnuhlíð í Kópa- vogi 12. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson, f. 13.4. 1889, og Ást- rós Sigurðardóttir, f. 17.10. 1892. Systkini Áróru voru Guðríður Málfríður, f. 2.7. 1916, d. 19.7. 1994, versl- unarmaður. Guðbjartur Magn- ús, f. 22.8. 1917, d. 30.7. 1949, gullsmiður. Eygló, f. 25.1. 1919, d. 22.9. 1938. Guð- mundur, f. 20.5. 1920, d. 26.2. 1990, verkamaður. Sveinn, f. 31.10. 1921, d. 8.1. 1922. Ólöf 1973, og Helga, f. 8.4. 1977. Börn Sólveigar eru Jóhannes Hjaltason, f. 20.11. 1972, d. 29.8. 1991, Árni Kristinn Gunn- arsson, f. 10.4. 1980, Hörður Gunnarsson, f. 4.10. 1981, og Gunnar Snær Gunnarsson, f. 17.12. 1991. Langömmubörnin eru níu. Áróra starfaði við ýmis verksmiðjustörf auk þess að vera húsmóðir. Útför Áróru fer fram frá Digraneskirkju í dag, 27. nóv- ember 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir en streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/DYfSLYQlGo0 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á:https://www.mbl.is/andlat Hulda, f. 18.3. 1925, d. 1925. Ásta, f. 17.10. 1926, d. 22.10. 2020, húsmóðir. Sigurður, f. 23.11. 1933, d. 1933. Elín, f. 8.8. 1936. Hinn 20. janúar 1945 giftist Áróra Jóhannesi Krist- berg Árnasyni, f. 24.7. 1921, d. 10.6. 2004. Börn þeirra eru: Árni, f. 30.1. 1948, og Sólveig, f. 27.3. 1952. Maki Árna er Laufey Valdimarsdóttir, f. 7.3. 1946. Maki Sólveigar er Gunnar Árnason, f. 21.6. 1952. Börn Árna eru Sigurlaug Margrét Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1967, Jóhannes Kristberg, f. 3.8. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sólveig. Elsku amma Róra, nú hefur þú kvatt í hinsta sinn og eftir sitjum við með margar góðar minningar. Efst í huga eru óteljandi samverustundir okkar í sum- arbústaðnum við Meðalfells- vatn og heimsóknir til ykkar afa í Efstahjallann þar sem vel var tekið á móti okkur með hlýjum knúsum og kossum. Við munum sakna þessara dýr- mætu stunda um ókomna tíð. Langömmubörnin þín Ilmur og Ernir skila kveðju. Ilmur kom svo oft með ömmu sinni og afa til þín í Sunnuhlíð síðustu árin. Þau systkinin tala mikið um hvað þau sakna langömmu. En við segjum þeim að þú hafir átt langt og gott líf og loksins fengið að fara til Jóa langafa og nafna frænda. Takk fyrir óendanlega ást og umhyggju. Við sjáumst síðar, yndislega amma. Helga og Jóhannes. Elsku amma, það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég læt hann reika aftur í bernskuna. Þið afi voruð okkur bræðrunum svo góð og það var ómetanlegt að búa í sama stigagangi og þið efst í Efstahjallanum fyrstu ár- in. Í minningunni er eins og ég hafi hlaupið upp stigann á hverju einasta kvöldi, sest í fangið á afa og bankað á nef- tóbaksdósina hans á meðan þú sóttir eplasafa handa mér og stundum Pepsi eða Sprite (eða Pefsí og Sprey eins og þið köll- uðuð það). Svo sátum við oft og spiluðum fram eftir kvöldi og áður en ég fór heim laumaðir þú stundum að mér nokkrum hundraðköllum. Þegar við flutt- um svo neðst í Efstahjallann var aðeins lengra að fara, en það stoppaði mig ekki í að stökkva á milli. Ég man að ég hljóp alltaf til ykkar eins hratt og ég gat og tók tímann í hvert skipti. Sumarbústaðurinn við Með- alfellsvatn var algjör paradís og í minningunni vorum við þar hverja einustu helgi. Ég sótti mikið í að fá að fljóta með ykk- ur afa, frekar en með mömmu og pabba. Ég viðurkenni að það var að hluta til vegna þess að það var auðveldara að fá ykkur til að stoppa í sjoppu á leiðinni, en ekki síður vegna þess að það var svo gaman að sitja í bílnum með ykkur og spjalla þótt hann hafi stundum verið reykfylltari en hollt myndi teljast í dag. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur, alltaf studduð þið afi mig með ráðum og dáðum, hvort sem það var í fótboltanum, náminu eða bara í lífinu almennt. Ég er svo óend- anlega þakklátur fyrir allan stuðninginn og samverustund- irnar sem ég átti með þér elsku amma og mun alltaf minnast þín með hlýju í hjarta. Þér fannst ofsalega gaman að segja sögur af okkur bræðr- unum og það kom fyrir að þú segðir sömu söguna oftar en einu sinni. Sagan sem þú sagðir oftast var af því þegar við vor- um að tala saman um Guð þeg- ar ég var örugglega um fimm ára gamall. Ég man ekki nákvæmlega hvert umræðuefnið var, en sag- an endaði alltaf á því að ég átti að hafa sagt brúnaþungur: „Ég vil ekki fara til Guðs því þá kem ég aldrei aftur.“ Þú náðir sjaldan að klára setninguna því þú hlóst svo mikið með grófa en glaðlega hlátrinum þínum sem ég sakna svo mikið. Og nú er svo komið að þú ert farin til Guðs og kemur aldrei aftur, en minningin um ynd- islegustu ömmu sem hægt er að hugsa sér mun lifa og ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku besta amma. Árni Kristinn Gunnarsson. Amma mín var alveg ynd- isleg kona. Ég veit að hún pass- aði mig oft þegar ég var lítill, þótt ég muni ekki mikið eftir því. Ég fór oft með ömmu og afa í sumarbústað hér og þar. Þær helgar með þeim voru allt- af skemmtilegar. Ömmu þótti rosalega gaman að spila. Ég man eftir ófáum stundum þar sem við sátum saman og spiluðum manna og rússa. Síðast þegar við spiluð- um rússa var amma komin vel yfir nírætt og ég átti enn fullt í fangi með hana. Ég mun sakna ömmu Áróru mjög. Gunnar Snær. Áróra Helgadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ELSA JÓNSDÓTTIR, Eirarhúsum 5, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 31. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk, að viðstöddum nánustu aðstandendum. Jónína Bjartmarz Pétur Þór Sigurðsson Óskar Bjartmarz Svava Schiöth Jón Friðrik Bjartmarz Ingibjörg Jóhannsdóttir Björn Bjartmarz Sigríður María Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA MARÍA INGÓLFSDÓTTIR, Miðleiti 7, áður Álfheimum 4, lést föstudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en útförinni verður jafnframt streymt á eftirfarandi slóð: https: //www.facebook.com/Útför-Dóru-Maríu_Ingólfsdóttur-10 2564361697299/ Lilja Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir Konráð Ingi Jónsson Erna Sigurðardóttir Tonny Espersen Gylfi Ingi Sigurðsson Berglind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATLA VIGDÍS HELGADÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 21. nóvember. Útför auglýst síðar. Ólafur Bragi Ásgeirsson María Björk Traustadóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.