Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ✝ Jóhann ÓskarHólmgrímsson fæddist á Skeggja- stöðum í Norður- Múlasýslu 16. októ- ber 1938. Hann lést í Reykjavík 31. október 2020. For- eldrar hans voru Svanhvít Péturs- dóttir, fædd á Kollaleiru við Reyðarfjörð, og séra Hólmgrímur Jósefsson frá Ormarslóni í Þistilfirði, prestur á Skeggjastöðum í Bakkafirði og á Raufarhöfn. Systkini Jó- hanns eru tvíburasysturnar Sigurbjörg og Halldóra, f. 1936, og tvíburasysturnar Þuríður og Hólmfríður, f. 1943. Hálfsystk- ini Jóhanns, sammæðra, eru Selma Dóra Þorsteinsdóttir, f. 1953 og Hólmgrímur Þor- steinsson, f. 1956. Af systkinum Jóhanns eru Sigurbjörg, Hólm- fríður og Selma Dóra látnar. Auk eigin barna tóku þau Svan- hvít og Hólmgrímur í fóstur Kristrúnu Guðnadóttur, f. 1927 og systurdóttur Svanhvítar, Sigurbjörgu Sverrisdóttur, f. 1946. Þær eru báðar látnar. Jóhann giftist Þórunni Nönnu Ragnarsdóttur 25.12. 1962. Þórunn var fædd í Græn- Olga Friðriksdóttir, f. 4. októ- ber 1969. Þeirra börn: Þórunn Nanna, f. 1995, maki Sigmar Darri Unnsteinsson, dóttir þeirra: Sesselja Mjöll, f. 2020. Friðrik Þór, f. 1998. 5) Ingvald- ur, f. 17. ágúst 1974, maki Ásdís Hallgrímsdóttir, f. 4. júlí 1978. Þeirra börn: Petra María, f. 2001 og Viktor Ingi, f. 2005. Þegar Jóhann var fjögurra ára flutti fjölskyldan til Rauf- arhafnar þegar faðir hans var settur prestur í Svalbarðssókn í Þistilfirði og Raufarhafn- arsókn. Fjölskyldan bjó í prestshúsinu á Raufarhöfn til 1946 en Hólmgrímur lést þá. Flutti móðir Jóhanns með börn- in í Vog við Raufarhöfn, jörð sem Hólmgrímur hafði fest kaup á nokkrum árum fyrir andlát sitt. Jóhann fór í Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal 1961-1962 og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Jóhann og Þórunn tóku við búinu í Vogi og bjuggu þar myndarbúi í mörg ár. Eftir að þau hættu búskap fluttust þau til Akureyrar og síðan Reykjavíkur. Bjuggu þau lengst af í Hvassaleiti 56. Útför Jóhanns fór fram þann 10. nóv- ember. Minningarathöfn fer fram 27. nóvember 2020 kl. 15 í Háteigskirkju. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nán- ustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfn- inni: https://youtu.be/ddJfcTXjbQo Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat umýrartungu í Hrútafirði 13.4. 1940. Foreldrar hennar voru Ragn- ar Guðmundsson bóndi og Sigríður Gunnarsdóttir hús- freyja. Þórunn lést 20.4. 2012. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 28. október 1963, maki Jón Skúli Indr- iðason, f. 6. júlí 1963. Þeirra börn: Jóhann Skúli, f. 1991, maki Unnur Elfa Hallsteins- dóttir, börn þeirra eru Eysteinn Skúli, f. 2017 og Glódís Anna, f. 2020. Kristín Ýr, f. 1998. 2) Hólmgrímur, f. 13. nóvember 1964. Börn hans og Ingibjargar Maríu Gylfadóttur: María, f. 1990, maki Pálmi Hrafn Tryggvason, f. 1985, börn þeirra: Högni, f. 2013 og París, f. 2016. Jóhann Þór, f. 1993. Ína Soffía, f. 2003. Fyrir átti Hólm- grímur soninn Siguringa, f. 1989. 3) Svanhvít, f. 30. maí 1966. Börn hennar og Djamel Seba: Sonja Seba, f./d. 1989, Elías Samyvalid Seba, f. 1990, maki Silje Sandvik, Lydia Seba, f. 1995, maki Fredrik Kloster og Kenza Seba, f. 2003. 4) Ragn- ar Axel, f. 20. júní 1969, maki Elskulegur faðir okkar er lát- inn. Söknuðurinn er mikill en einnig þakklæti til yndislegs manns sem veitti okkur tilfinn- ingalegt öryggi og sjálfstæði í æsku sem hefur fylgt okkur til fullorðinsára. Alltaf gátum við vitað að við gætum leitað til for- eldra okkar hvort sem var í blíðu eða stríðu og þau myndu hlusta á okkur í rólegheitum og gefa okkur hrós eða blíðar ráð- leggingar. Í æsku sátum við fjöl- skyldan saman, hlustuðum á sögur, tónlist og sungum saman. Þau kenndu okkur líka að dansa heima á stofugólfi. Ekki síst sameinuðumst við í áhugamálinu að spila á spil og hljóðfæri. For- eldrar okkar hvöttu okkur til að mennta okkur og leggja okkur fram í því og þeirri vinnu sem við tækjum okkur fyrir hendur. En alltaf var hvatningin á já- kvæðan hátt og voru þau tilbúin að styðja okkur og styrkja í því að ná þeim markmiðum sem hugur okkar stefndi til. Lífið verður aldrei það sama eftir að foreldrar okkar eru horfnir úr þessari jarðvist en við gerum allt til þess að miðla til barna okkar og barnabarna hversu yndisleg og góð þau voru bæði tvö. Við viljum kveðja elskuleg- an föður okkar með eftirfarandi ljóðlínum eftir Snæbjörn Ein- arsson, sem hann orti eftir afa okkar, séra Hólmgrím Jósefs- son: Far heill til drottins heima, dygga sál, til dýrðar hans, sem kveikir fegurst ljósin, sem skilur alla, skilur hjartans mál, sem skilur það, er grætur yngsta rósin. - Flyt vora bæn að fótskör meistarans til frelsis þeim, sem vilja á Guð sinn trúa. Leið þína vini inn að hjarta hans, sem hefur elskað sérhvern jarðarbúa. Sigríður (Sigga), Hólm- grímur, Svanhvít (Svana), Ragnar (Raggi) og Ingvaldur (Ingi). Jóhann tengdafaðir minn er látinn. Með honum er genginn mætur maður, sómamaður. Jó- hann var borinn og barnfæddur á harðbýlum útskaga við nyrsta sæ, ólst þar upp og varð seinna bóndi þar á föðurleifð sinni í Vogi. Í millitíðinni fór hann í bændaskólann á Hólum og kom þaðan með búfræðipróf upp á vasann en líka unga eiginkonu, Þórunni Nönnu, úr Grænumýr- artungu, tengdamóður mína. Með þrautseigju og dugnaði byggðu þau upp myndarlegt bú. Margar ánægju- og gleðistundir áttum við hjá þeim í Vogi. Við lok búskapar fluttu þau til Ak- ureyrar og síðan til Reykjavík- ur. Í Reykjavík settust þau að í blokkinni sinni í Hvassaleitinu. Eftir að Þórunn lést 2012 tók gamla bóndanum að leiðast og tók fljótlega að sér að vera í for- svari fyrir blokkina og sinna þar ýmsu smáu sem stóru. Einstakir eiginleikar hans til að eiga góð samskipti við fólk komu þar ber- lega í ljós og nutu sín vel. Hann var í senn hjálparhella, trúnað- arvinur og sálusorgari margra íbúanna og var nánast vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Væri um fagnaði að ræða í blokkinni var hann jafnan mestur hrókur þeirra. Mér og mínum reyndist hann alltaf vel. Snorri Hjart- arson kvað svo: Blær vertu, ljóð mitt í sefinu við Styx og syng þeim fró og svæfðu þá sem bíða Nú er Jóhann minn kominn að fljótinu sem skilur heima. Megi blærinn í sefinu þar vagga honum blítt þar til róið verður yfir í sumarlandið eilífa. Blessuð sé minning hans. Jón Skúli. Elsku afi okkar. Það er með mikilli sorg og söknuði sem við skrifum þessa minningargrein. Ekki óraði okkur fyrir því að þurfa að kveðja þig nálægt því strax. Í sorginni hugsum við um allar góðu minningarnar sem við eigum um þig og þökkum sér- staklega fyrir að hafa alist upp á Raufarhöfn, sem gerði okkur kleift að verja miklum tíma með þér. Seinna var svo skemmtilegt að heimsækja þig til Reykjavík- ur þar sem þér líkaði vel og varst algjör kóngur. Það var svo gott og gaman að koma í Vog til ykkar ömmu, þar sem við fengum allt sem við vildum og gerðum það sem við vildum. Þú hossaðir okkur við lagið „svona ríður bóndinn á bikkjunni sinni“ og varst dug- legur að spila við okkur. Nönnu þótti það reyndar ekki alltaf gaman og vildi frekar horfa á því það fór svo í taugarnar á henni að þú hjálpaðir okkur allt- af, til dæmis með því að draga spilið sem Friðrik var búinn að stilla upp hærra en hinum og var því augljóslega Svarti-Pét- urinn. Á sauðburði léstu okkur alltaf líða eins og við værum mikilvægir starfskraftar þrátt fyrir að við eyddum öllum stundum inni í hlöðu að leika okkur. Auk þessara góðu minn- inga hugsum við til allra jólanna sem við héldum saman, páska og þegar við komum í pössun í Vog. Þú sagðir okkur frá því að þú hefðir ungur byrjað að vinna og sjá fyrir heimilinu þínu og við vissum að þú hefðir alla tíð verið duglegur. Þú talaðir um hvað það væri gaman að sjá hvað krakkar nú til dags hafa mikla möguleika og fylltist stolti við að fylgjast með barnabörnunum þínum nýta sér þessi tækifæri og standa sig vel í öllu því sem við vorum að gera. Hvíldu í friði, þú mikli meist- ari, við biðjum að heilsa ömmu og vitum að þið passið upp á okkur. Þín barnabörn, Þórunn Nanna og Friðrik Þór Ragnarsbörn. Afi var með eindæmum góð- hjartaður maður, einlægur og glaðlyndur og hrókur alls fagn- aðar sama hvar hann var. Ég dáðist alltaf að góðseminni og virðingunni sem hann sýndi öðru fólki, en hann kom fram við alla á sama hátt hvort sem það var fjölskylda, vinir og nágrann- ar eða ókunnugt fólk. Ég mun minnast hlýlega allra þeirra stunda sem við áttum saman. Allra sumranna í Vogi með tilheyrandi hestaferðum, afmælisveislum og hugguleg- heitum í eldhúskróknum, og allra tónlistarheimsóknanna og vöfflukaffisins í Hvassaleitinu. Ég kveð afa með trega en einnig full þakklætis fyrir alla þá ást og umhyggju sem hann sýndi okkur til seinasta dags. Takk fyrir allan þann ómetan- lega stuðning sem þú sýndir mér í einu og öllu – allir mínir tónar eru tileinkaðir þér. Kristín Ýr. Elsku nafni minn. Ég sit hérna heima hjá mér og get ekki sofið. Ég hugsa helst til þess hvað mér finnst þessi nið- urstaða ósanngjörn en þess á milli græt ég yfir því að heim- urinn hafi glatað jafn yndislegri manneskju þegar ég rifja upp allar minningarnar. Minningar frá því ég mætti í Vog í fyrsta skipti síðan ég var smábarn og þú varst svo stoltur og ánægður með að Nafni væri kominn. Gafst mér túrinn um tóm fjárhúsin, sýndir mér skemm- una, leyfðir mér að sitja í óþægi- legasta sæti allra tíma aftur í traktornum og svo endaði dag- urinn á því að við tókum rúnt í skítugasta pickup Norður-Þing- eyjarsýslu. Ég get svarið það að sessunautur þinn á undan mér hlýtur að hafa verið Golsa því að annan eins moldarpytt hafði borgarbarnið úr Hlíðunum ekki séð þegar hann tyllti sér skept- ískur í bílinn en mikið ofboðs- lega eru þetta ljúfar minningar. Einhverjum árum seinna fékk ég svo frí í skólanum til þess að mæta í eina viku í sauðburð. Malbikshjartað í mér var gríð- arlega sterkt en ég mun aldrei gleyma svipnum á þér og ákaf- anum í klappinu þínu, klappinu sem ég myndi helst vilja skrá sem vörumerki fyrir þig, eftir að ég hafði á eigin spýtur dregið jarmandi lamb út úr strögglandi á í einni krónni í fjárhúsinu (með hendurnar vel geymdar innan í ermunum á Valsregn- jakkanum mínum svo ég yrði ekki of slímugur á puttunum). Ég gæti setið hérna í allt kvöld og skrifað sögur af atvik- um sem ylja mér um hjartaræt- ur þegar ég hugsa til þín. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér sitjandi við eldhúsborðið í Vogi, nartandi í kleinur og hlustandi á útvarpið á ókristi- legum tíma. Mér fannst eins og þú svæfir aldrei, það var sama hvað klukkan var, ef þú varst ekki úti að vinna þá sastu þarna í hvíta stuttermabolnum með myndinni af Robin Williams úr stórmyndinni Jack á. Ég skil ekki ennþá hvernig þér áskotn- aðist þessi bolur. Þrátt fyrir að eiga ekki endi- lega margt sameiginlegt annað en ættir og nafn þá áttum við ótrúlega vel saman. Þú sýndir öllu sem ég gerði hámarks at- hygli og mér leið alltaf eins og hver einasta saga sem ég sagði þér væri ein sú merkilegasta sem þú hefðir heyrt. Þú spurðir mig alltaf hvernig gengi í bolt- anum og skólanum og síðar meir leitaðirðu mikið til mín með þín lögfræðilegu málefni sem í flest- um tilvikum sneru þó einfald- lega að því að ræða við fyrirtæki á netspjalli. Guð einn má síðan vita hvort einhvern tímann fáist leyfi fyrir því að setja upp svala- lokun á íbúðirnar í Hvassaleit- inu en það er ekki okkar haus- verkur lengur. Ég mun sakna þín svo lengi sem ég lifi og börnin mín sem þú sýndir allt til loka endalaus- an áhuga, ást og umhyggju munu fá að heyra allar þær sög- ur sem ég á af góðmennsku þinni og hjartahlýju. Söguna af því þegar þú fluttir inn í pínulít- inn bílskúr í Blönduhlíðinni, sög- una af því þegar þú bjargaðir mér og Siguringa frá drukknun (að þínu mati reyndar, við skild- um ekki alveg allan þennan æs- ing) í Deildaránni og öll skiptin sem við sátum saman til borðs í fjölskyldumatarboðum og þú starðir yfir hópinn brosandi og hvíslaðir svo að mér: „Nafni minn, mikið rosalega er ég rík- ur.“ Takk fyrir allt, afi minn, ég bið að heilsa elsku ömmu. Jóhann Skúli. Afi - Engin nafnbót betri! Það er þyngra en tárum taki að þú sért farinn inn í drauma- landið. Það voru ófá sumurin sem ég kom í Vog, öll skiptin algjörlega ófær um að taka þátt í sauð- burði, heyskap eða hvers kyns störfum sem stóðu yfir. Mín helsta vinna í sveitinni var að vera fyrir, láta hafa fyrir mér og trufla. Ábúendur gerðu sér fulla grein fyrir því að í Vogi yrði ég eins og hver önnur heimasæta. Hápunkturinn var að fara með þér eftir mæru. Gunnubúð kom líka sterk inn og fórum við amma daglega. Á kvöldin var svo sett upp hárgreiðslu- og snyrtistofa þar sem þú varst vatnsgreiddur, fékkst fótabað og á seinni árum líka rakaður. Við áttum líka góða tíma sam- an eftir að þú fluttir í bæinn. Ég bjó þá ekki langt í burtu svo heimsóknirnar voru tíðar. Ég sá þá um að klippa þig og stundum aðstoðaði ég þig við að halda matarboð. Við áttum þá líka samtöl sem ég geymi vel, um gömlu dagana og mömmu og þá sorg sem fylgdi andláti hennar. Eftir flutning þinn í bæinn og þegar barnabörn fóru að eldast breyttist orðatiltæki þitt „Það er ekki bara hægt að leika sér og leika,“ yfir í „Nú leikum við okkur og leikum.“ Það þótti yngri kynslóðinni skemmtilegt og ekkert toppaði klöppin þín. Þau ómuðu um hverfið og ég man að mér leið oft eins og ég hefði sigrað heiminn þegar þú byrjaðir. Nú ertu farinn í draumaland- ið, elsku besti afi. Það hefur heldur betur verið tekið vel á móti þér. Minning þín lifir. Hrefna Ýr. Með söknuði kveð ég kæran móðurbróður minn, Jóhann Ósk- ar Hólmgrímsson, sem lést ný- lega eftir stutt veikindi. Jóhann var einn sjö systkina, auk tveggja uppeldissystra. Fjöl- skyldan bjó fyrst á Skeggjastöð- um í Norður-Múlasýslu, þar sem afi var prestur, síðan á Raufarhöfn en lengst af í Vogi við Raufarhöfn. Afi dó þegar Jó- hann var sjö ára gamall og sá þá amma um þetta stóra heimili. Þrátt fyrir erfiðleika vegna ótímabærs fráfalls afa er æsku- heimili Jóhanns og þeirra systk- ina umvafið ævintýraljóma í huga okkar sem yngri erum. Það gera allar þær sögur sem okkur hafa verið sagðar, en samt allra mest af föðurömmu þeirra, Halldóru í Ormarslóni, sem af lýsingum bar af öllum öðrum ömmum. Veturinn 1961-1962 var ör- lagaríkur í lífi Jóhanns. Hann fór í bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur og réðst þar með hvert ævistarf hans yrði. Þar kynntist hann líka tilvon- andi eiginkonu sinni, Þórunni Nönnu Ragnarsdóttur, frá Grænumýrartungu í Stranda- sýslu. Þau tóku við búinu í Vogi og bjuggu þar til margra ára og þar fæddust líka börnin þeirra fimm og ólust upp. Fyrstu ár ungu hjónanna bjó móðir Jó- hanns, amma mín, þar líka með yngstu börnin sín og Jósef föð- urafi Jóhanns og langafi minn. Sem barn kom ég oft í Vog, fyrst að heimsækja ömmu og leika við frændsystkini mín en seinna meir til Jóhanns og Þór- unnar. Oft var stoppið stutt en stundum langt og náði þá yfir nokkrar vikur á sumrin. Mörg vorin var þau hjón með unglinga til að aðstoða við sauð- burð og önnur störf, oft skyld- menni en líka stundum aðra. Ég var svo heppin að vera einn af þeim unglingum. Mörg vor kom ég á svipuðum tíma og farfugl- arnir og aðstoðaði eins og aldur minn leyfði, bæði með heimilið, börnin og svo sauðburðinn. Hlakkaði ég alltaf jafn mikið til að fara austur, hitta fólkið mitt þar og upplifa vorið við litla vog- inn, anda að mér þaralyktinni, fara upp á Ás í eggjaleit og austur á Borg í leit að fjársjóði eða fara á leka árabátnum að veiða silung. Það var líka ómet- anleg lífsreynsla að vera yfir- ljósmóðir í fjárhúsunum undir handleiðslu Jóhanns og sjá mörg líf kvikna á hverjum degi. Ég held að allir þeir unglingar sem hafa verið í Vogi sem „að- stoðarmenn“ muni vera sam- mála mér að þetta hafi verið góðir tímar. Jóhann og Þórunn voru góðir húsbændur og um leið uppalendur. Það sem sér- staklega einkenndi þau í fram- komu við unglingana var að þau töluðu við þá eins og fullorðið fólk og voru dugleg að hrósa þeim, sem er dýrmætt veganesti út í lífið. Jóhann var tilfinningaríkur og mátti helst ekkert aumt sjá. Hann var þó ekki allra, en þeir sem honum líkaði við fengu óspart að njóta hlýju hans. Ég þakka Jóhanni frænda mínum fyrir samfylgdina, hans þátt í uppeldi mínu og ekki síst vænt- umþykjuna sem hann alltaf sýndi mér og fjölskyldu minni. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Megi minning hans lifa og verma um ókomin ár. Ingibjörg S. Helgadóttir. Samfélög manna eru sitt með hverjum hætti og virðast í fljótu bragði ósambærileg. Þegar bet- ur er að gáð er það þó sama tengiefnið, sama límið, sem ræð- ur því hvernig úr rætist í sam- býli, hvort sem um ræðir millj- ónaþjóð eða íbúa í fjölbýlishúsi. Uppskrift að því lími sýnist ein- föld; aðalefnin eru líklega heið- arleiki, vinsemd og mannkær- leikur, en hin endanlega blöndun getur oltið á ýmsu. Þar veldur hver á heldur. Jóhann Hólmgrímsson gerð- ist borgarbarn eftir ævistarf í fámennu en þéttu samfélagi á Norðausturlandi, umhverfi þeirra andstæðna í tímanum sem skynja má af verkum tveggja mikilla sagnaskálda, sögum Jóns Trausta um mannlíf á heiðarbýlum og Halldórs Lax- ness af umsvifum Bersa Hjálm- arssonar. Andrúmsloft úr sögum þeirra beggja var hluti af lífs- anda Jóhanns og það fylgdi hon- um af austanverðri Melrakka- sléttunni í Kringlumýrina án þess að þau vistaskipti yrðu or- sök nokkurrar merkjanlegrar togstreitu. Sem sjávarbóndi var hann vanur mannaforráðum til sjós og lands, og samneyti við fólk, alls konar fólk, var sjálf- sagður þáttur í hans menningu. Metnaður hans fólst í því að verða að liði, koma góðu til leið- ar, hlaupa undir bagga og láta sér annt um umhverfi og bæj- arbrag. Jóhann sóttist ekki eftir metorðum en hann var sífellt reiðubúinn að leggja góðum málum lið, varð fljótlega for- svarsmaður síns litla samfélags, húsfélagsins, og gegndi því emb- ætti í hartnær áratug. Hver fé- lagsformaður hefur sína stjórn- arhætti og hvað Jóhann snerti fólust þeir eins og vænta mátti í því að vera sífellt tiltækur til þess að bregðast við hvers kyns erindum. Lengst af sinni for- mennsku sinnti hann einnig hús- vörslu, þar sem vaktirnar urðu sennilega oft nokkuð lengri en viðmið vinnulöggjafar kann að segja til um. En án mikilla hug- leiðinga um stjórnarhætti og valdmörk tókst honum á sinn hátt að verða það lím, sem bundið getur hvert samfélag, stórt eða smátt, saman í eina heild. Heilsu Jóhanns hrakaði mjög hin síðari ár, hann glímdi við sjúkdóma sem einir og sér hefðu mátt duga til að draga hann frá störfum. Það var þó ekki á dag- skránni fyrr en hann mátti láta í minni pokann fyrir helsta vá- gesti samtímans. Að leiðarlokum þökkum við Jóhanni Hólmgrímssyni örugga forystu og ljúfa samfylgd, og vottum aðstandendum hans ein- læga samúð. F.h. íbúa og samstarfsfólks í Hvassaleiti 56-58, Hinrik Bjarnason. Jóhann Óskar Hólmgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.