Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Elínrós Líndal elinros@mbl.is Þórunn Antonía segir ástandið í dag tilvalið í allskonar spennandi verk- efni. „Ég er að vinna í því spennandi verkefni að tengjast innsæinu mínu betur. Að muna að þakka fyrir alla hlutina sem ganga vel í lífinu, stóra og smáa. Telja hversdagsævintýrin og dreyma stóru dagdraumana. Svo er ég bara að skoða heiminn út frá breyttu landslagi sem atvinnulaus tónlistarmaður og hef falið sjálfri mér það verkefni að halda í gleðina, húmorinn og vonina.“ Hvaða hug berðu til jólanna? „Ég ber allskonar tilfinningar til jólanna. Ég á dásamlega fallegar minningar af jólunum sem barn hjá ömmu og afa í Tjarnarbólinu á Sel- tjarnarnesi þar sem móðir mín Sjöfn Pálsdóttir og hennar systkini mættu með börnin sín þegar ég var lítil. Það var dásamlegt að fá að vera með frændum og frænkum og þar upp- lifðum við mikla gleði. Við völdum Mackintosh af kostgæfni. Búrið var fullt af smákökum og það var kerta- ljós og gleði. Ég held að mín uppá- haldsjólaminning sé bara eitt augna- blik er ég lagði höfuð mitt á mjúka öxlina á svarta pelsinum sem mamma mín átti og hann ilmaði af jólamat og ilmvatninu hennar og ég var með fullt af fallegum gjöfum í poka á leið- inni heim að sofa eftir jólaveislu hjá afa og ömmu. Södd og sæl og alveg áhyggjulaus í hlýja bílnum. Það var enginn á ferli og svo ótrúlega stjörnubjart. En svo eru minningar sem ég er minna hrifin af og eru meira kvíðavekjandi. Ég kann illa við spennuna sem magnast í þjóðfélag- inu. Einhvers konar gleðiskipun í háum jólalagatónunum og einhver manía í gangi þar sem þrífa, kaupa, borða og njóta er í öndvegi. Hatari ætti kannski að syngja um þessa tilfinningu. Þannig líður mér á Þorláksmessu ef ég hætti mér í Kringluna. Þveröfugt við nánd, kær- leik og það verðmætasta af öllu, sem er tengsl og tími.“ Jólin breyttust með tilkomu barnanna Þórunn segir jólin hafa breyst mikið frá því hún varð mamma og þá til hins betra. „Jólin breyttust stórkostlega í mínum augum við að verða móðir og hafa þau aftur verið sveipuð ævin- týralegum blæ á ný barna minna vegna. Ég átti erfitt með jólin áður fyrr og sérstaklega fyrstu jólin eftir að Freyja stúlkan mín kom í heiminn því ég fékk svo mikinn kvíða. Ég var ennþá að jafna mig á erfiðri fæðingu og áfallastreitu sem ég greindist með í kjölfarið og af þeim sökum frestaði ég öllu fram á seinasta dag eins og ég geri reyndar oft. Þarna var það miklu ýktara og ég stóð í mannmergðinni og grét inni í Eymundsson á Þorláks- messu yfir því að heimilið mitt væri ekki hreint. Ég hefði ekki keypt æð- islegar gjafir handa öllum og pakkað þeim fagmannlega inn og að ég væri enn og aftur búin að klúðra jólunum með því að græja ekki allt fyrr. Nú er ég blessunarlega búin að tóna niður væntingar til sjálfs mín. Ég er komin á kvíðalyf og met jólin út frá allt öðru en hreinlæti og verðmæti gjafa. Fyr- ir mér snúast jólin um að heiðra fólk- ið sem maður elskar með tíma sínum, nærveru, hlýju og ást.“ Hvernig voru jólin áður? „Jólin hafa verið alls konar en hin klassíska jóladagskrá hjá mér er önd hjá mömmu minni Sjöfn Pálsdóttur og Þórhalli Sigurðssyni stjúppabba mínum á aðfangadagskvöld. Það er allt svo fallegt hjá þeim og hátíðlegt, einnig alltaf tandurhreint og fínt og ég hef ekki húsmæðragen móður minnar, það get ég sagt þér. Ég fékk blessunarlega húmorinn frá henni, þannig að ég get allavega hlegið að því. Svo er jóladagsboð hjá þeim dag- inn eftir þar sem börn Þórhalls og þeirra börn mæta og allir borða sam- an hangikjöt sem er dýrmæt stund. Svo á öðrum í jólum fer ég til pabba míns Magnúsar Þórs og konu hans hennar Jennýjar þar sem við systk- inin þeim megin, sex talsins, hittumst með börnin okkar og barnabörn. Þar er fiskur og mikið stuð. Þar erum við eins og ítölsk fjölskylda. Tölum hátt, hlæjum og spilum stundum langt fram eftir nóttu. Ég hef verið blessuð með risastórri fjölskyldu og fjölda af systkinum og systkinabörnum, þann- ig að þetta er virkilega skemmtilegt. Ég er líka fegin að fá nokkra daga milli jóla og nýárs til að hanga heima á náttfötunum og knúsa börnin mín. Þau fara reyndar líka bæði til pabba sinna og við reynum að skipta þessu eftir þeirra gleði og þörfum.“ Þórunn segir óljóst með jólin á þessu ári. „Það á eiginlega svolítið eftir að koma í ljós vegna kórónuveirunnar. Við erum svo mörg og við erum af- skaplega varkár með heilsu og hag hvert annars. Ég vona að við getum notið saman á fallegan hátt. Ég veit að við finnum leiðir til að blása lífi í ævintýraheim barnanna og það er það sem skiptir máli.“ Samvinna mikilvæg fyrir börnin Er mikið sungið á jólunum? „Ótrúlegt en satt þá syngjum við eiginlega ekki neitt á jólunum. Pabbi spilar alltaf Van Morrison og við hlustum alltaf á Ellen og KK og Elly Vilhjálms hjá mömmu. Þannig að tón- list skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Svo er það á planinu að syngja mikið með börnum mínum.“ Áttu þér uppáhaldsjólalag? „Nei, í rauninni ekki. KK og Ellen- platan er dásamleg og svo er önnur jólaplata sem heitir Christmas með hljómsveitinni Low. Svona melan- kólísk jólaplata.“ Nú veit ég að þú ert mikil fjöl- skyldukona. Hvernig deilið þið for- eldrar á milli ykkar jólunum með börnin? „Ég og pabbi Freyju minnar eig- um mjög fallegt og skilningsríkt sam- band þar sem þarfir hennar eru ávallt í fyrsta sæti; við sem dæmi höldum alltaf saman upp á afmælin hennar og það er mikil vinátta fjöl- skyldna okkar á milli. Við höfum haft það þannig að hún eyðir deginum með mér og við borðum saman og opnum okkar pakka, svo fer hún til hans og þau opna pakka hjá þeim og þeirra fjölskyldu. Hún borðar á að- fangadagskvöldi hjá þeim sama og á áramótum. Svo höfum við líka bara Reddaði hvítum jólum fyrir mömmu sína í æsku Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er jákvæð, sjálfstæð tveggja barna móðir sem ætlar að leggja sig fram um að njóta sín um jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórunn Antonía býr í Hveragerði með börn- um sínum tveimur. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.