Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið/Kristinn Bókasafn Heill heimur ritmáls og flug um óravíddir mannshugans. Landinn fær lesefni Á öldufaldi jólabókaflóðs skolar alls konar góðgæti á land. Landinn fær margt að lesa og Arnaldur, Yrsa og Jón Kalman koma sterk inn. En fræðin heilla líka, svo sem sagan af því þegar heimurinn lokaðist. „Grípandi stíll og magnaðar lýsingar eru einkennandi fyrir bækur Jóns Kalmanns Stefánssonar og því hlakka ég til að lesa nýju bókina hans, Fjarvera þín er myrkur. Fyrri bækur höfundarins gefa mér vísbendingu um að eitthvað spennandi sé í vændum,“ segir Arngrímur Ís- berg héraðsdómari. „Fyrir rúmum áratug kom út bókin Himnaríki og helvíti, sem sagði frá sjómennsku og ver- búðalífi í sjávarþorpi fyrir meira en öld. Harmur engl- anna og Hjarta mannsins voru bækurnar sem á eftir fylgdu og mynduðu þríleik, sem mér fannst gefa alveg nýjan tón í íslenskum bókmenntum. Síðan þá hef ég lagt mig eftir öllum bókum Jóns Kalmanns, en almennt sagt er ég alæta á bækur.“ Ný skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Þagnarmúr, er meðal nýútkominna bóka sem Arngrímur ætlar að lesa. „Ég les alltaf Arnald, já og hann segir alveg sannfærandi frá glæpum og voveiflegum málum í bókunum sínum. Slíkt þekki ég nokkuð vel vegna minna fyrri starfa hjá lögreglu og dómstólum. Umhverfið er mér kunnuglegt. Í bókum Arnaldar hef ég svo alltaf lúmskt gaman af Er- lendi rannsóknarlögreglumanni, sem þegar starfinu sleppir hefur ánægju af því að lesa þjóðlegan fróðleik – rétt eins og ég sjálfur geri,“ segir Arngrímur. Í því efni kveðst hann leggja sig eftir ritum um söguleg efni af heimaslóðum sínum í Húnavatnssýslu. Hefur einnig áhuga á að lesa nýja bók um Jón Arason Hólabiskup eftir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra. „Þjóðlegur fróðleikur, gamall og nýr er alltaf nærri mér,“ segir Arngrímur. Morgunblaðið/Eggert Dómarinn Arnaldur segir alveg sannfærandi frá glæp- um og voveiflegum málum, segir Arngrímur Ísberg. Þjóðlegu fræðin alltaf nærri mér „Auði Övu Ólafsdóttur tekst vel upp í skáldsögunni Dýralíf, þar sem hún segir frá handritum sem hún fann í dánarbúi ljósmóður, gamallar frænku sinnar. Bókin er kynnt sem leitin að mennskunni og stendur vel undir þeirri lýsingu,“ segir Ragna Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur á Bókasafni Kópavogs. „Haustið er skemmtilegasti tími ársins á safninu. Ég legg mig fram um að lesa allar helstu skáldsögurnar sem koma út fyrir hver jól og þarf þess raunar, því safngestir spyrja okkur starfsfólkið margs um bæk- urnar og efni þeirra. Vilja fá forsmekkinn og spara sér ómak og tíma við lesturinn sé bókin ekki þess virði að lesa. Sem betur fer eru íslensk skáldsagnaskrif í mik- illi framför.“ Í flokki spennusagna er Ragna með tvær bækur í takinu. „Í bók Ragnars Jónassonar, Vetrarmein, er tónninn mildur og Ari rannsóknarlögreglumaður hefur föðurlega ímynd. Ragnar hefur verið vaxandi höfundur í langan tíma og er núna orðinn föst stærð. Það er Yrsa Sigurðardóttir raunar líka og Bráðin, hennar nýj- asta bók, fær góða dóma. Ætla því að gefa Yrsu tæki- færi að nýju, á tímabili voru sögur hennar orðnar of óhugnanlegar fyrir minn smekk. Já, og svo ævisögur. Ég er búin með Berskjaldaður þar sem Einar Þór Jónsson segir sögu sína, baráttu fyrir að vera hann sjálfur og HIV-smitaður. Ótrúleg saga um baráttu og viljastyrk vinar míns úr Bolungarvík, sem ég hef fylgst með síðan hann fæddist.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókasafnsfræðingur Íslensk skáldsagnaskrif í mikilli framför, segir Ragna Guðmundsdóttir í Kópavogi. Haustið skemmti- legt á bókasafninu „Skáldsögur gefa okkur gjarnan tækifæri til þess að skilja samtímann og raunveruleikann betur. Sérstaklega gildir þetta um verk sem að einhverju leyti byggja á heimildum,“ segir Guðmundur Gils Einarsson sem er formaður Suðurlandsdeildar VR og býr á Selfossi. „Ég hlakka því til að lesa bókina sem Eyrún Ingadóttir hefur skrifað og heitir Konan sem elskaði fossinn. Sigríður Tómasdóttir í Brattholti var stórbrotin; dirfska hennar og barátta réð mestu um að fallið var frá þeim fyrirætl- unum að virkja Gullfoss. Allir sjá nú hvers konar skamm- sýni slíkt hefði verið en fyrir öld voru viðhorf önnur.“ Guðmundur Gils er úr Hrunamannahreppi og segist því leggja sig eftir bókum úr heimahéraði sínu. „Núna er Bjarni Harðarson að senda frá sér bókina Síðustu dagar Skálholts, sem fjallar þar af sagnalist um þegar bisk- upssetrið þar var að líða undir lok. Þetta er örlagasaga. Þá eru að koma út Birtingaljóð, með bæði kveðskap og lausu máli eftir sveitunga mína í Birtingaholti. Sú bók finnst mér spennandi, því ég þekki mitt heimafólk.“ Bókin Þegar heimurinn lokaðist eftir Davíð Loga Sig- urðsson hefur fengið góða umsögn. Þar segir frá för strandferðaskipsins Esju til Finnlands haustið 1940 og heimsiglingu Íslendinga frá herteknum Norðurlöndum. „Undarlegt má teljast að árið 2020 lokist heimurinn, rétt eins og gerðist 1940. Spásögn um slíkt hefði fyrir ári síð- an hljómað eins og vísindaskáldsaga. Þessa sögu frá stríðárunum hef ég því í takinu.“ Ljósmynd/Aðsend Sunnlendingur Legg mig eftir að lesa bækur úr heima- héraðinu, segir Guðmundur Gils Einarsson. Skáldsögur til skiln- ings á samtímanum „Sögur Arnaldar eru spennandi, plottin sannfærandi og tök hans á íslensku máli framúrskarandi. Ég hlakka því til þess að lesa Þagnarmúr sem mér virðist fá góða dóma,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir í Borgarnesi, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. „Tveir bræður mínir eru fyrir þessa jól hvor með sína bókina og ég hlakka til að lesa þær og er reyndar byrjuð að glugga í þær. Atli Rúnar hefur sett saman bók um ævi og starfi Wilhelms Ernsts Beckmanns myndskera; þýsks huldumanns í íslenskri myndlist. Beckmann heitir bókin sem ég þarf að gefa mér góða stund í að lesa. Óskar Þór skrifaði svo bókina Á Ytri-Á sem er saga þeirra Mundínu Þorláksdóttur og Finns Björnssonará Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði. Þau hjón eignuðust tuttugu börn á árunum 1917 til 1945 – og margir minnast enn viðtals í sjónvarpi endur fyrir löngu við Mundínu sem sagðist aldrei hafa haft gaman af börnum! Þetta ótrúlega svar vekur með mér áhuga á að vita meira um konuna og þessi hjón, sem ég heyrði um á uppvaxtarárum mínum í Svarfaðardal,“ segir Inga Dóra og bætir við: „Áhugamál mín og viðfangsefni eru annars mörg og bækurnar sem vekja áhuga minn þessa stundina eru því af ýmsum toga. Ég hef til dæmis verið að glugga í eitt og annað varðandi markþjálfun sem ég er að læra. Mér finnst aðferðafræðin heillandi og gaman að tileinka sér nýja hluti sem styrkja mann bæði persónulega og í starfi.“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Símenntun Tileinka sér nýja hluti sem styrkja mann bæði persónulega og í starfi, segir Inga Dóra Halldórsdóttir. Arnaldur og bækur bræðra minna Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.