Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 74
74 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is BLACK FRIDAY TILBOÐ Í DAG 20% afsláttur af öllum meðferðum og gjafabréfum Fjárfestu í þinni meðferð núna á frábæru verði og nýttumeðferðin þegar þér hentar. GELÍSPRAUTUN – LASERLYFTING DERMAPEN – HOLLYWOODGLOW Nánar ummeðferðirnar áhudfegrun.is Hægt er að skoða og versla tilboðið í vefverslunHúðfegrunar. Einnig er hægt að koma við hjá okkur í Vegmúla2 og ganga frá kaupum í afgreiðslunni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þín- um á framfæri í vinnunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt líklega hitta einhvern sem lítur heiminn allt öðrum augum en þú í dag. Einhver mun ögra styrkleika þínum. Hvaða bardaga sem þú heyrð endist þú lengst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur eignast marga nýja vini undanfarið og ert að velta fyrir þér hvernig þú getir sinnt þeim. Notaðu ímyndunar- aflið til að leita nýrra lausna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú ert fastur einhverra hluta vegna er dagurinn í dag sá rétti til þess að losa sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta ætti að verða góður dagur. Ein- hvern tímann í dag leyfir þú ástvinum að finnast þeir merkilegasta fólk í heimi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu vandlátur á það sem þú kaupir því betra er að fjárfesta í einum dýrum hlut en fá marga fyrir lítið. Sýndu þroska og leggðu þitt til lausnar málunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að tala þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. Ruglingur gærdagsins er liðinn hjá, í dag muntu af- kasta miklu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður hugsanlega valinn til að gegna tilteknu hlutverki með mjög áberandi hætti í dag. Flýttu þér samt hægt og gefðu öðrum möguleikum gaum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það kæmi sér betur fyrir þig að leyfa öðrum að ráða ferðinni og halda þig til hlés um tíma. Það léttir alla vega af þér mestu spennunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur ekki neitað að axla þinn hluta ábyrgðarinnar þegar þú hefur stofnað til samstarfs með öðrum. Hóg- værð er dyggð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að íhuga hvar þú vilt verða eftir fimm og tíu ár. En stundum hefur maður líka unnið til þess sem gott er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rómantík er eins og skilningsríkt samkomulag. Njóttu líðandi stundar betur og ekki reyna að halda í neitt. enn. Síðan spilaði hann með Ragnari Bjarnasyni í fjögur ár, með Ríó Tríó, Sumargleðinni, Lúðrasveit Siglu- fjarðar, Karlakórnum Vísi og Karla- kór Fjallabyggðar. Rabbi er gallharður Tottenham- aðdáandi og fylgist vel með bolt- anum. Síðan er hann mikill fjöl- skyldumaður, en hjónin fluttu til Siglufjarðar 2018. „Ég er núna að gefa út disk, Að kvöldi dags, en hann er ekki til sölu, heldur bara fyrir systkini mín og kunningja. Hólm- fríður Ósk, dóttir mín, syngur eitt lag og svo syngjum við eitt lag saman, en hún er alveg hörkusöngkona, eins og mamma hennar líka.“ Fjölskylda Eiginkona Rafns er Guðrún Hrefna Bragadóttir, f. 11.11. 1951, spiluðum mikið í Húnaveri og við strákarnir vorum alltaf að grínast og vorum mjög góðir saman. Einhvern tíma vorum við að spila í Húnaveri. Tóti Gautur var elstur í sveitinni og það kemur gamall maður upp að hon- um á sviðinu og biður um að spila Dalakofann. Þá teygir Elli sig í átt að karli og segir: „Það er ekki hægt, það er búið að rífa hann.“ Þá segir sá gamli við Tóta: „Þú ert bara með ein- tóma geldinga með þér,“ og strunsar burtu í fýlu.“ Eftir að flytja þrjú ár til Akureyr- ar árið 1985 fór fjölskyldan suður til Reykjavíkur og þar hélt Rabbi áfram í bransanum en vann líka í 30 ár sem vélvirki í Straumsvík. Hljómsveit- irnar voru margar og þá helst Dans- sveitin og Hafrót, en Rabbi fór í þá síðarnefndu 1994 og spilar með þeim R afn Erlendsson fæddist 27. nóvember 1950 á Akureyri og ólst upp á Siglufirði á síðustu ár- um síldarævintýrisins. „Ég man eftir mér sem gutti með mömmu Guðrúnu á Ísfirðingaplan- inu, þar sem ég stóð uppi á saltkassa og var að raða í tunnu. Seinna sem unglingur fór ég að vinna á planinu og þá voru böll sex kvöld í viku á síld- arárunum, þegar ég var unglingur og mikið líf og fjör í bænum.“ Rafn var í Grunnskóla Siglufjarðar og fór síðan í Iðnskóla Siglufjarðar þar sem hann lærði vélvirkjun og varð síðar meistari í faginu. Hann lærði snemma á trommur og hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri. „Það var mikil tónlist og músík í báðum ættum, og ég var í mörgum hljómsveitum og spilaði á böllum flestar helgar.“ Fyrsta hljómsveitin sem Rafn var í var sveitin Skuggar og jöklar og síðan hljómsveitin MAX, sem hann stofnaði ásamt skóla- bræðrum sínum á Siglufirði. Síðan komu Los Bandidos, Stormar og svo Gautar, en sú sveit var mjög vinsæl og Rafn er enn þann dag í dag alltaf kallaður Rabbi í Gautum, en hann var í sveitinni frá 1969-1985 og bæði söng og spilaði á trommur, eftir að Jónmundur Hilmarsson trommari flutti suður. Rabbi kynntist eiginkonu sinni, Guðrúnu Hrefnu, þegar hann var að spila á balli með MAX árið 1969. „Við giftum okkur árið 1970 á prestsetrinu á Siglufirði í brjáluðu veðri á afmæl- isdaginn minn 27. nóvember 1970, svo í dag eigum við gullbrúð- kaupsafmæli,“ segir Rabbi eldhress. Það hefur alltaf verið mikið að gera hjá Rabba. Á Siglufirði vann hann í síldarverksmiðjunni og síðan á SR vélaverkstæði í 11 ár. „Maður er búinn að vinna eins og vitleysingur. Eftir vinnu var komið við í tónskól- anum og svo var spilað allar helgar og svo var ég með bílaleigu líka,“ seg- ir hann og hlær. „Svo á sumrin var farið beint eftir vinnu á föstudögum og keyrt um landið og spilað. Maður hafði sko engar áhyggjur af því hvort einhver kæmi, því það var alltaf troð- fullt. Það var mikið fjör á þessum tíma og alveg rosalega gaman. Við skrifstofustjóri. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Hallgrímsdóttir Ehrat, f. 15.1. 1931, d. 9.3. 1995, far- arstjóri og bóndi á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal og Bragi Árnason, f. 12.7. 1928, d. 3.12. 1997, bryti og sjómaður í Reykjavík. Þau voru gift en skildu. Börn Rafns og Guðrúnar eru 1) Sól- veig, f. 7.2. 1970, stuðningsfulltrúi í Hveragerði, gift Sigurði Birgissyni, vinnur á gróðrastöð. Börn Sólveigar eru Linda Ósk Vestmann, f. 13.2. 1993 (barnabarn Ares Rafn Birki- sson, f. 16.3. 2015), og Róbert Berg- mann Eiríksson, f. 19.10. 1998. 2) Guðrún Linda, f. 11.3. 1974, húsmóðir á Siglufirði, gift Magnúsi Tómassyni verktaka. Börn hennar eru Guðríður Harpa Elmarsdóttir, f. 5.1. 2002, og Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir, f. 4.2. 2010. 3) Hólmfríður Ósk Norð- Rafn Erlendsson vélvirki, trommuleikari og söngvari – 70 ára Gautar frá Siglufirði F.v.: Elías Þorvaldsson, Þórhallur Þorláksson (Tóti Gauti), Sverrir Elefsen, Guðmundur Óli (Gauti) Þorláksson og Rafn, eða Rabbi í Gautum. Sungið og spilað allar helgar Hafrót Hljómsveitin spilaði í 16 ár á Ránni í Keflavík og alltaf nóg að gera. Frá vinstri: Sigurður Hafsteinsson, Rafn og Pétur Sveinsson. Danssveitin Frá vinstri: Sigurður Hafsteinsson, Mark Brink, Eva Ásrún Albertsdóttir, Rabbi, Kristján Ósk- arsson og Ragnar Bjarnason á góðri stundu. MAX F.v.: Ólafur Ægisson, Rafn, Sverrir Elefsen og Kristján Hauksson. Gunnar Marel fæddist 27.11. 1945 í Vestmannaeyjum og hefur búið þar og starfað alla sína tíð að frátöldum nokkrum mánuðum í Vest- mannaeyjagosinu 1973 þar sem fjöl- skyldan bjó á Selfossi. Það lá snemma fyrir honum að gera sjómennskuna að ævistarfi því faðir hans var vélstjóri og útgerð- armaður og afi hans og langafi landsþekktir skipasmíðameistarar. Að lokinni grunnskólagöngu réð hann sig í sitt fyrsta pláss í Eyjaflot- anum, aðeins 15 ára. Gunnar Marel var háseti á strandferðaskipinu Herðubreið 1962-63. Hann hafði frá unga aldri mikla bíla- og mót- orhjóladellu og því lá beint við að hann fetaði í fótspor föður síns og hann fór í Vélskóla Íslands í Vest- mannaeyjum og tók þar annað stig vélstjóramenntunar 1968-69. Meg- inhluta starfsævinnar var hann því vélstjóri hjá nokkrum útgerðum en 1976 tók hann við útgerð föður síns, ásamt Stefáni Friðrikssyni, og sam- an gerðu þeir út Erling VE-295 í um áratug. Eftir að Gunnar Marel hætti í útgerð var hann vélstjóri á nokkr- um skipum í Vestmannaeyjaflot- anum þar sem einkennismerki hans var að halda vélarrúminu í topp- standi. Um sextugt hætti hann á sjó og síðustu starfsárin vann hann hjá Pétursey og Nethamri. Eins og gef- ur að skilja var lítill tími fyrir sjó- mann að sinna miklum félagsstörf- um en hann sat um tíma í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Gunnar er mikill áhugamaður um pólitík, fylgist vel með þjóðfélags- umræðunni og hefur alla tíð tilheyrt vinstri vængnum. Í íþróttapólitík- inni í Eyjum var hann Týrari en öll börn hans og niðjar eru harðir Þór- arar og sum þeirra hafa leikið fyrir ÍBV og fleiri lið í fótboltanum. Eiginkona Gunnars er Sigurbjörg Vatnsdal Sigurðardóttir og eiga þau börnin Þorstein, Drífu, Tryggva og Ingu Rós. Barnabörnin eru orðin sjö og barnabarnabörnin tvö. Á sjómannadaginn 2019 var Gunnar Marel heiðaður af Vélstjóra- félagi Vestmannaeyja fyrir ævistarf sitt sem vélstjóri. Gunnar Marel Tryggvason vélstjóri - 75 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.