Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 20
VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég vildi búa til íslenskt gin en ég ekki ein- hverja túristavöru með víkingum og lundum. Ég vildi frekar vera með gæðavöru og ein- beitti mér því að því að tengja hana við sjóinn og strandlengjuna. Svo nota ég söl til að bragðbæta ginið,“ segir Birgir Már Sigurðs- son, stofnandi Þoran Distillery ehf. Birgir framleiðir hið alíslenska gin Marberg sem hefur heillað marga síðustu mánuði og misseri. Framleiðslan er gott dæmi um þá ný- sköpun sem hefur blómstrað hér á síðustu ár- um en ekki endilega farið hátt. Með trú á vör- unni og einurð hefur Birgi tekist að skapa henni nafn á veitingamarkaði og nú er hægt að fá Marberg í fjölmörgum vínbúðum. Þá er dreifing hafin á þessu íslenska hágæðagini úti í heimi. Marberg er af London Dry gin-gerð, sem þýðir að fara þarf eftir ströngum stöðlum við framleiðsluna. Ginið er framleitt í Hafnarfirði og er gert þannig að hlutlaus spíri sem unninn er úr lífrænu hveiti frá Champagne-héraði í Frakklandi er endureimaður í voldugu 500 lítra framleiðslutæki. Hann er svo kryddaður með átta kryddjurtum; einiberjum, sítrónu- berki, svörtum pipar, íslenskri hvannarrót, kóríanderfræjum, greipaldini, fjólurót og ís- lenskum sölvum og blandaður íslensku vatni úr Kaldárbotnum. Erfitt lagaumhverfi á Íslandi „Ég var með vissar hugmyndir um hvaða krydd ég vildi nota í ginið. Ég vildi ekkert exótískt, bara gott gin,“ segir Birgir um upp- haf framleiðslunnar sem kallaði á mikla rann- sóknarvinnu. „Ég gerði fyrst 100 útgáfur og fékk fólk til að smakka þær. Svo fækkaði ég þeim niður í 50 og fékk fagaðila til að smakka þær. Við það var fækkað niður í þrjár útgáfur og ég ákvað sjálfur þá endanlegu. Það krafðist þess að ég þurfti mikið að taka vinnuna með heim og smakka,“ segir Birgir. Þetta var árið 2018 sem „kryddprófíll“ Marbergs var tilbú- inn. Í janúar 2019 var varan svo fullbúin að hans sögn. Eftir það hefur hann unnið að því að breiða út fagnaðarerindið ef svo má segja og óhætt er að segja að vel hafi tekist til. Mar- berg hefur náð fótfestu á okkar litla markaði en Birgir horfir líka út fyrir landsteinana. „Ég er kominn með dreifingu í Bretlandi, er með stóran aðila þar. Marberg er líka komið í sölu í Svíþjóð og svo er ég kominn með pöntun frá Færeyjum.“ Hann segir reyndar aðspurður að mark- aðurinn á Íslandi sé ekki beint eftirsóknar- verður, í það minnsta ekki um þessar mundir. Sala í fríhöfninni hafi hrunið og há áfengis- gjöld séu ákveðinn þröskuldur. „En svo er þetta lagaumhverfi. Ég er með Ginakadem- íuna þar sem fólk kemur og fræðist um fram- leiðsluna og fær að smakka. Ég má hins vegar ekki selja gestum sem koma til mín flösku eft- ir heimsóknina. Af hverju erum við að remb- ast eins og rjúpa við staurinn með þetta kerfi?“ Draumurinn að framleiða viskí Birgir stofnaði Þoran Distillery árið 2013 og í upphafi var hann ekkert að pæla í gini. „Ástríðan liggur í viskíi,“ segir Birgir, sem er menntaður grafískur hönnuður frá Lista- háskólanum. Í einum áfanganum þar gerði hann viðskiptaáætlun um framleiðslu íslensks viskís og lokaverkefnið var svo íslenska viskíið Skógar. Eða umbúðir og útlit þess, sjálft viskíið var ekki á ábyrgð Birgis. „Eftir þetta sótti ég í kjölfarið alls konar námskeið og varð algjör svampur á upplýs- ingar um viskí,“ segir Birgir. Hann fór í Start- up Reykjavík með Þoran fyrir nokkrum árum og er enn að dunda sér í viskígerð meðfram ginframleiðslunni. „Það er enn þá 100% draumurinn að gera íslenskt viskí. Ég hef til dæmis verið að leika mér með íslenskt bygg við framleiðslu þess og þroska á eikar- tunnum.“ Hann kveðst raunar hafa mikinn áhuga á því að skilgreina hvað sé íslenskt viskí og hvað sé íslenskt gin, hvað slík vara þurfi að hafa til að bera til að geta talist íslensk. „Alveg eins og það hefur verið skilgreint með íslenskt lambakjöt og íslensku lopapeysuna. Það ligg- ur inni umsókn hjá Mast um hvað þurfi til að viskí geti kallast íslenskt og ég hef áhuga á að gera það sama með íslenskt gin.“ Framleiðir hágæða-gin í Hafnarfirði  Birgir Már Sigurðsson notar íslensk söl við framleiðslu Marbergs sem er hágæða-gin  Marberg er komið í sölu í Bretlandi og Svíþjóð  Vill skilgreiningu á því hvað einkennir íslenskt gin og viskí Nýsköpun Birgir Már Sigurðsson við vegleg framleiðslutæki Þoran Distillery í Hafnarfirði. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Bæjarlind 4, Sími: 510 7900, www.fastlind.is Byggingaraðili: Hönnun: LIND FASTEIGNASALA KYNNIR NÝJAR OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR VIÐ SKÓGARVEG 6-8 Í FOSSVOGSDALNUM Í REYKJAVÍK GLÆSILEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR Vandaðar innréttingar, myndavéladyrasími, gólfhiti. Sér þvottahús í flestum íbúðum. Öll hjónaherbergi með fataherbergi. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en flísar verða á votrýmum. Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og klætt með álklæðningu. Timbur-álgluggar. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. Stærð: 73,7-163,9 m2 Herbergi: 2-4 Verð frá: 47.900.000 kr. Afhending er áætluð í lok árs 2021 og vor 2022. LÁRA ÞYRI EGGERTSDÓTTIR Löggiltur fasteignasali B.A. í lögfræði 899 3335 lara@fastlind.is Nánari upplýsingar veitir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.