Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Pólverjar vinna að því að draga úr notkun kola og gass og færa sig yfir í umhverfisvænni orkugjafa, eins og jarðhita, að sögn Michałs Kurtyka, ráðherra loftslags- og umhverfis- mála í Póllandi: Hann kveðst vera ánægður með samstarf Pólverja og Íslendinga í orkumálum, ekki síst varðandi nýtingu á jarðhita sem er víða að finna í Póllandi. Pólverjar stefna að því að minnka árlega losun koltvíoxíðs (CO2) um 600.000 tonn næstu ár. „Pólland er að færa sig í áttina að grænum og sjálfbærum lausnum í orku- málum,“ segir Kurtyka við Morgunblaðið. „Við höfum séð mikinn vöxt í notkun endurnýjanlegrar orku. Í júní síðastliðnum fögnuðum við því að við höfðum yfir að ráða tíu þús- und megavatta afli frá grænni orku. Við erum samt enn langt frá þeim árangri sem við getu mögulega náð. Alþjóðaorkustofnunin áætlar að á árunum 2019 til 2024 muni afkasta- geta endurnýjanlegra orkugjafa í Póllandi aukast um 65%. Þetta setur landið í fremstu röð ESB-ríkja varð- andi aukningu í notkun endurnýjan- legrar orku.“ Vænta mikils af samstarfi Kurtyka segir að Pólverjar leiti orkugjafa sem eru hagfelldir lofts- lagsmarkmiðum. Þess vegna vænta þeir mikils af samstarfi við Íslend- inga á sviði jarðhitanýtingar. Þótt jarðhitaauðlindir Póllands séu ef til vill ekki sambærilegar við jarðhitann á Íslandi að umfangi fel- ist engu að síður í þeim umtalsverðir möguleikar til orkunýtingar. Mikil- vægt sé að fá að njóta reynslu og þekkingar Íslendinga á þessu sviði. „Við tökum með þökkum þeim stuðningi sem við fáum frá Íslend- ingum í gegnum Uppbyggingarsjóð EES. Þeim fjármunum er m.a. beint til jarðhitaverkefna,“ segir Kurtyka. Hann segir að samstarf Orkustofn- unar og pólskrar stofnunar sem fer með orkumál hafi reynst mjög gott og árangursríkt. Nú stendur yfir önnur áætlun Uppbyggingarsjóðs EES (2014- 2021) en hún nær m.a. til orkumála. Efnt var til útboðs verkefna á sviði jarðhita og lítilla vatnsaflsvirkjana á vegum samkvæmt umhverfis-, orku- og loftlagsáætlun sjóðsins, sem var slegið saman í eina áætlun fyrir Pól- land. Áætlunin er sú allra stærsta sem varðar þennan málaflokk á veg- um sjóðsins. Verja á 140 milljónum evra til áætlunarinnar úr sjóðnum og auk þess mun Pólland leggja fram sömu fjárhæð í mynd lána og styrkja. Heildarfjármagnið verður því 280 milljónir evra eða um 45 milljarðar króna. Fjármagn kemur úr fleiri áttum og getur því heildar- umfang verkefnanna mögulega orðið allt að því 73 milljarðar króna. Upphaflegur skilafrestur er liðinn en loftslags- og umhverfisráðuneyti Póllands ákvað að framlengja hann fram á gamlársdag vegna tafa á und- irbúningsvinnu í heimsfaraldrinum. Miðað er við að þessum verkefnum ljúki í apríl 2024. Þau snúa m.a. að uppbyggingu hagkvæmrar nýtingar jarðhita á miklu dýpi. Reynist það hagkvæmt er hugmyndin að nota jarðhita til rafmagnsframleiðslu en þó fyrst og fremst til húshitunar. „Mesta orkunotkun pólskra heim- ila er vegna húshitunar,“ segir Kur- tyka. Víða í Póllandi eru fjarvarmaveit- ur sem fengið hafa hitaorku úr kol- um eða gasi. Dreifikerfi fyrir heitt vatn er því til. Það er stórt skref ef hægt er að skipta í endurnýjanlegan orkugjafa sem ekki losar gróður- húsagas. Búið er að kortleggja mörg jarðhitasvæði í Póllandi. Kurtyka segir að nú þegar séu ýmis tilrauna- verkefni í gangi. Þannig er stærsta jarðhitaveita til húshitunar í löndum ESB í bænum Zakopane og ná- grenni við rætur Tatra-fjalla syðst í Póllandi. Ráðherrann segir að það geti verið kalt þarna í fjöllunum og borgarbúar hafi gjarnan hitað upp með því að brenna kolum í gömlum kötlum, sem er ekki umhverfisvænt. Vilji er til að hætta kolabrennslunni og auka nýtingu jarðhita. Víðar í Póllandi er heitt vatn að finna og segir Kurtyka að vilji sé til að auka nýtingu þess eins mikið og mögulegt er. „Við viljum að borgir okkar verði „grænni“. Meira en 23 milljónir Pól- verja búa í borgum og við viljum að borgirnar verði betri til búsetu með því að stækka almenningsgarða, verja þær fyrir flóðahættu og útvega borgarbúum hreina orku,“ segir Kurtyka. Í því felst m.a. að opinber- ar byggingar og skólar verði hituð á umhverfisvænni máta en nú. Einnig þarf að draga úr losun gróðurhúsa- lofts frá samgöngum. „Um 60% mengunar í miðborg Varsjár koma ekki frá húshitun heldur frá samgöngum. Þess vegna erum við að breyta almennings- samgöngum þannig að engin losun verði t.d. frá strætisvögnum. Þetta er mjög metnaðarfull áætlun hér í Póllandi,“ segir Kurtyka. Hann kveðst vona að Pólverjum takist að kanna jarðhitaauðlindir sínar betur í góðri samvinnu Íslend- inga og Pólverja og að auka nýtingu þeirra með nýjustu tækni. Undir ráðuneyti hans heyra málefni jarð- vísinda í Póllandi og hann kveðst hafa áhuga á að gert verði átak í jarðhitarannsóknum í landinu. Þakklátir fyrir stuðning Íslands  Pólverjar vilja stórauka nýtingu jarðhita sem er víða að finna í landi þeirra  Uppbyggingarsjóð- ur EES kemur að stórum verkefnum  Vilja njóta sérþekkingar og reynslu Íslendinga af jarðhita Ökumaður bíls, sem ekið var um Mánárskriður, vestan Siglufjarðar, fær ekki tjón bætt á bílnum eftir að ekið var á grjót úr fjallinu. Trygg- ingafélagið taldi kaskótryggingu bíl- eigandans ekki réttlæta bótagreiðslu og undir þetta tekur úrskurðarnefnd í vátryggingamálum í nýlegu áliti sínu. Bíllinn var þarna á ferð að kvöldi til í lok nóvember 2019 og lýsti öku- maðurinn því svo að grjótið hafi komið úr hruni úr fjallinu og lent á veginum rétt við bílinn. Benti öku- maðurinn á að fleiri bílar hafi skemmst á sama tíma og annað tryggingafélag viðurkennt bóta- skyldu vegna sambærilegs tjóns. Taldi ökumaðurinn að ekki hafi verið aðrir kostir en að lenda á grjótinu sem kom niður fjallið, þar sem snarbratt sé niður í sjó við veg- brún og ekki hægt að sveigja undan. Tryggingafélagið taldi trygginguna ekki ná til þess ef laust grjót hrekkur upp undir ökutæki í akstri, eða ef ökutæki „tekur niðri í ójöfnum, s.s. jarðföstu eða lausu grjóti“. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Mánárskriður Grjóthrun úr skriðunum er þekkt og hefur valdið tjóni á mörgum ökutækjum. Tjónið fæst hins vegar ekki alltaf bætt. Ók á grjót og fær tjónið ekki bætt  Annað tryggingafélag bætti svipað tjón Michał Kurtyka, ráðherra lofts- lags- og umhverfismála í Pól- landi, lauk námi frá École Poly- technique í París, fékk styrk við National Institute of Standards and Technologies í Bandaríkj- unum og vann þar undir leið- sögn William D. Phillips, Nób- elsverðlaunahafa í eðlisfræði. Hann lagði stund á hagfræði hjá Jean Tirole, Nóbelsverðlauna- hafa í hagfræði. Kurtyka nam við háskólann í Louvain-la- Neuve, lauk meistaragráðu frá SGH-hagfræðiskólanum í Varsjá og varði doktorsritgerð við Há- skólann í Varsjá. Hann tók við ráðherradómi í orkumálaráðu- neyti Póllands 2016 og núver- andi ráðherraembætti 2018. Hagfræði og loftslagsmál MICHAŁ KURTYKA Ljósmynd/Orkustofnun Pólland Samstarfsmenn frá Íslandi, Póllandi, Noregi og EFTA-skrifstofunni skoða hitaveituna í Zakopane. Michał Kurtyka       VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. desember 2020. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.