Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 77
FORKEPPNI HM Kristján Jónsson kris@mbl.is Sjö stig í röð frá Herði Axel Vil- hjámssyni í þriðja leikhluta sneru leiknum gegn Lúxemborg í for- keppni HM í körfuknattleik í Brat- islava í Slóvakíu í gær. Ísland var sjö stigum undir 47:40 þegar Hörður tók rispuna en Ísland sigraði þegar upp var staðið 90:76. Hörður Axel er nú „gamli mað- urinn“ í liðinu eftir kynslóðaskiptin á undanförnum árum og frumkvæði hans í þriðja leikhluta kom sér afar vel. Hann seti niður þriggja stiga skot og annað í næstu sókn á eftir. Þá var auk þess brotið á honum og hann skoraði úr vítinu. „Þetta var mjög flottur leikur og við fundum góðan takt í seinni hálfleik sem sneri leiknum svolítið okkur í hag. Við fundum betri lausnir bæði í vörn og sókn. Hvernig við ættum að sækja á þá og hvernig við ættum að verjast,“ sagði Hörður að leiknum loknum í gær en hann skoraði 9 stig. Spennan eykst Spennan í riðlinum jókst verulega í gær en í síðari leik dagsins vann Slóvakía lið Kósóvó og eru þessi þrjú lið þá jöfn og Lúxemborg einum sigri á eftir. Tvö lið komast áfram úr riðl- inum og á næsta stig forkeppninnar en lokakeppni HM er ekki á dagskrá fyrr en árið 2023. Þjóðirnar leika nú í Bratislava vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur haft og þar mun Ísland mæta Kósóvó á morgun. Lúxemborg var yfir 38:34 að lokn- um fyrri hálfleik í gær. Hittnin var slæm og á sama tíma náðu andstæð- ingarnir að setja niður þriggja stiga skot úr erfiðum skotfærum. Leikmönnum gekk illa að finna miðherjann Tryggva Snæ Hlinason nærri körfunni í fyrri hálfleik og sóknunum lauk gjarnan með þriggja stiga skotum. Tryggvi skoraði ekki í opnum leik í fyrri hálfleik en þetta gerbreyttist í þriðja leikhluta. Þá tróð Tryggvi boltanum hvað eftir annað í körfuna hjá Lúxemborg og þegar upp var staðið hafði hann skorað 17 stig í leiknum, tók 11 frá- köst og varði tvö skot. Tryggvi var einnig mikilvægur í því að verja körf- una en á köflum var hann með fjóra lágvaxna menn með sér inni á vell- inum. Þess ber þó að geta að fram- herjinn Tómas Þórður Hilmarsson barðist vel þegar hann var inni á vell- inum. Margir lögðu í púkkið Sveiflan sem varð í þriðja leikhluta var athyglisverð. Lúxemborg var sjö stigum yfir og með boltann þegar vendipunkturinn varð í leiknum. Áð- ur en þriðja leikhluta var lokið hafði Ísland náð tíu stiga forskoti. Ís- lensku landsliðsmennirnir fylgdu því ágætlega eftir í síðasta leikhlutanum og munurinn varð mestur nítján stig. Margir lögðu í púkkið að þessu sinni í sókninni. Sigtryggur Arnar byrjaði vel og hélt lífi í sókninni í fyrri hálfleik. Landsliðið er farið að nýta þennan óvenjulega og skemmti- lega leikmann en það hefði að mínu mati mátt gerast fyrr eða eftir magnaða frammistöðu hans í bik- arúrslitaleiknum gegn KR í janúar árið 2018. Gott að eiga vopn sem þetta því hann sést ekki fyrir í leik sínum. Fleiri en Sigtryggur Arnar eru með snerpuna í lagi. Ægir Þór Stein- arsson og Elvar Már Friðriksson nýttu hana vel í gær. Þessir lágvöxnu leikmenn náðu að koma miklu róti á vörn andstæðinganna þegar þeir hristu af sér varnarmenn. Stór- skyttan Kári Jónsson tók við sér í þriðja leikhluta og Jón Axel Guð- mundsson skoraði sex stig á stuttum tíma þegar Ísland sleit sig frá Lúx- emborg í síðasta leikhlutanum. Sterkara lið en Lúxemborg hefði vafalítið nýtt sér betur gang mála í fyrri hálfleik. En taka verður með í reikninginn að íslenska liðið er án Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálssonar, Kristófers Acox og Pavels Ermolinskij. Hörður Axel sneri leiknum  Skoraði sjö stig í röð í tveimur sóknum gegn Lúxemborg  Fjórtán stiga sigur í Bratislava  Snerpan í góðu lagi hjá bakvörðum íslenska liðsins Ljósmynd/FIBA Einbeittur Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson með boltann í leiknum í gær en hann er aldursforsetinn í leikmannahópnum í þessu verkefni. ÍÞRÓTTIR 77 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Fram og KR ætla bæði að áfrýja úr- skurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ til áfrýjunardómstóls KSÍ en bæði félög kærðu ákvörðun stjórn- ar KSÍ um að hætta keppni á Ís- landsmótinu 2020. KR var í fimmta sæti úrvalsdeildar karla þegar keppni var hætt og missti þar af leiðandi af Evrópusæti. Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar með jafn mörg stig og Leiknir í Reykjavík en Leiknismenn fóru upp í efstu deild á markatölu. Áfrýj- unardómstóll KSÍ mun því taka mál félaganna fyrir á næstunni. Una ekki úrskurði aganefndarinnar Morgunblaðið/Eggert Áfrýja Vesturbæingar eru ósáttir við ákvörðun stjórnar KSÍ. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er eftirsóttur af liðum í úrvalsdeild karla, Pepsi Max- deildinni, samkvæmt heimildum mbl.is. Hendrickx verður 27 ára í desember en samkvæmt heimildum mbl.is hafa Breiðablik, FH og KR öll sett sig í samband við leikmann- inn með það fyrir augum að semja við hann fyrir næsta ár. „Það eru meiri líkur en minni á að ég spili á Íslandi næsta sumar,“ sagði bak- vörðurinn í samtali við mbl.is. Hann á að baki 78 leiki í efstu deild með Breiðabliki og FH. Belginn eftir- sóttur á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Jonathan Hendrickx lék með Breiðabliki frá 2018 til 2019. Bratislava, Forkeppni HM karla, fimmtudaginn 26. nóvember 2020. Gangur leiksins: 23:24, 34:38, 66:59, 90:76. Stig Íslands: Tryggvi Snær Hlinason 17, Jón Axel Guðmundsson 14, Elvar Már Friðriksson 13, Ægir Þór Stein- arsson 13, Sigtryggur Arnar Björns- son 12, Hörður Axel Vilhálmsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 2. Fráköst: 27 í vörn - 16 í sókn. Ísland – Lúxemborg 90:76 Stig Lúxemborgar: Clancy Rugg 26, Philippe Gutenkauf 15, Oliver Vujakovc 14, Alex Laurent 9, Ivan Delgado 4, Ben Kovac 3, Kevin Moura 3, Thomas Grun 2. Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn. Villur: Ísland 21, Lúxemborg 22. Dómarar: Christoph Rohacky, Sim- on Unsworth og Sergiy Chaykov- skyy. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Thiago Silva, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, verður áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Miðvörðurinn, sem er 36 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea á frjálsri sölu í sumar eftir átta ár í herbúðum PSG í Frakklandi. Silva skrifaði undir eins árs samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu en forráðamenn enska félagsins eru mjög ánægðir með störf hans og vilja nú framlengja samning hans eitt ár. Silva hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeild- inni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark.  Leikur Slóvakíu og Íslands í und- ankeppni EM kvenna í knattspyrnu var stöðvaður um tíma í gær. Ástæð- an var sú að rafmagnið fór af fljóð- ljósunum á NTC-vellinum í Seneca í Slóvakíu. Staðan var 1:0 fyrir Slóvak- íu þegar hlé var gert á leiknum á 48. mínútu. Umsjónarmenn vallarins náðu að lagfæra fljóðljósin að nokkr- um mínútum liðnum og gat leikurinn því haldið áfram.  Kristján Örn Kristjánsson og samherjar í franska handknattleiks- liðinu Aix héldu áfram á sigurbraut á miðvikudagskvöld þegar þeir lögðu St. Raphaël á útivelli, 29:26, í frönsku 1. deildinni. Aix hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á tímabilinu, og aðeins stjörnulið París SG er með færri töpuð stig. PSG hefur hins veg- ar leikið átta leiki og er því með 16 stig en mörgum leikjum Aix að und- anförnu hefur verið frestað og það hefur aðeins lokið fimm leikjum. Kristján Örn lét áfram talsvert að sér kveða í liði Aix og skoraði fjögur mörk.  Íslendingaliðið í Katar, Al Arabi, nær sér ekki á strik í deildakeppninni þótt liðið hafi gengið nokkuð vask- lega fram í bikarkeppnunum. Í gær tapaði liðið 3:0 á útivelli fyrir Qatar SC sem er í 6. sæti en Al Arabi er í 10. sæti af tólf liðum. Al Arabi hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni og er með 5 stig. Landsliðs- fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni. Heimir Hall- grímsson þjálfar liðið og Freyr Alex- andersson er honum til aðstoðar.  Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu gegn Atalanta á Anfield á miðvikudagskvöld. Leiknum lauk með 2:0-sigri Atalanta. Liverpool hef- ur verið svo gott sem ósigrandi á An- field í stjóratíð Jürgen Klopp sem tók við liðinu í október 2015 af Brendan Rodgers. Tapið gegn Atalanta var það stærsta á heimavelli Liverpool síðan Klopp tók við. Þá átti Liverpool ekki skot á markið og er það í fyrsta sinn sem það gerist síð- an tölfræðifyr- irtækið Opta hóf mælingar tíma- bilið 2003-04. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.