Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Mikil fækkun erlendra ferðamanna einkennir árið 2020 hjá Vatnajökuls- þjóðgarði. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi verið duglegir að ferðast innan- lands hafa þeir ekki náð að brúa bil- ið sem útlendingar skildu eftir sig. Ásbyrgi er eina undantekningin, en þar tífaldaðist fjöldi Íslendinga miðað við und- anfarin ár og var aðsóknin yfir há- sumarið sam- bærileg við sum- arið 2019. Magnús Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að þró- unin í Ásbyrgi hafi verið mjög gleði- leg. Aðspurður um skýringar á þess- ari góðu aðsókn þar segir Magnús að sólríkt og gott veður á Norður- landi síðasta sumar hafi aukið að- sókn mikið og svo sé svæðið einstök náttúruperla. Minni fækkun en vænta mátti Hann segir einnig að sums staðar hafi gestum fækkað minna en búast hafi mátt við, sérstaklega á áfanga- stöðum á hálendi Íslands. Þökk sé ferðavilja Íslendinga. Áfram var mikil umferð við Jök- ulsárlón en þar fækkaði ferðamönn- um nokkuð á milli ára þótt áfram hafi verið mikið álag á svæðinu yfir sumarið. Talsverð fækkun varð á gestakomum í Skaftafell, en eigi að síður komu dagar í sumar þar sem takmarka þurfti aðgang að tjald- svæðum, en vegna kórónuveikinnar voru fjöldatakmarkanir á tjald- svæðum. Magnús segir að á vormánuðum 2020 hafi verið fyrirsjáanlegt fall sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs vegna fækkunar gesta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sér- tekjur ársins 2019 voru ríflega 300 milljónir en nú í lok nóvember 2020 stefnir í að þær verði um 100 millj- ónir þegar árið verður gert upp. Brugðist hafi verið við þessari alvar- legu stöðu af umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu strax á vormán- uðum með aukaframlagi til að standa straum af ráðningu sumar- starfsmanna sem leitt hafi til þeirrar ánægjulegu niðurstöðu að mögulegt hafi verið að halda uppi eðlilegri þjónustu á starfsstöðvum þjóðgarðs- ins sumarið 2020. Magnús segir að almennt sé reiknað með að sumarið 2021 verði svipað og síðasta sumar. Óvissu- þættirnir séu þó margir og fréttir um bóluefni gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. Kraftur í framkvæmdum Þrátt fyrir nokkru færri gesti í þjóðgarðinum þessi misserin er mik- ill kraftur í framkvæmdum við inn- viði í Vatnajökulsþjóðgarði og hefur verið áætlað að framkvæmt verði fyrir á annan milljarð króna í þjóð- garðinum á árinu 2020 og 2021, en svæði hans nær yfir um 15% af yf- irborði Íslands. Magnús nefnir að þjóðgarðurinn fékk í fyrra úthlutað 130 milljónum úr landsáætlun um uppbyggingu innviða til að betrumbæta fráveitu- mannvirki í Skaftafelli. Undirbún- ingur framkvæmda hefur staðið yfir síðan um mitt ár 2019 en útboði vegna hreinsimannvirkja og fram- kvæmda er nú lokið og fram- kvæmdir hefast á næstu vikum. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúruperla Ásbyrgi skar sig úr og þar fjölgaði íslenskum ferðamönnum meira en víðast hvar annars staðar. Myndin er tekin á sumardegi 2017. Íslendingar tífalt fleiri í Ásbyrgi  Eðlileg þjónusta í Vatnajökulsþjóðgarði Magnús Guðmundsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Árið hefur verið erfitt í þjóðgarð- inum á Þingvöllum vegna kórónu- veirufaraldursins. Erlendir ferða- menn hafa varla sést, sértekjur hafa hrunið og grípa hefur þurft til mik- illa uppsagna og breytinga í rekstri. Ljósu punktarnir hafa tengst uppbygg- ingu til framtíðar og góðri aðsókn Íslendinga yfir hásumarið og fram eftir hausti, ekki síst tengt hrygningu urr- iðans í Öxará og fegurð haustlitanna. Mikið var lagt í undirbúning árs- ins á Þingvöllum og í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins var öllum Ís- lendingum boðið á sýninguna Hjarta Íslands í gestastofunni á Hakinu. Faraldur, tímabundin lokun og fjöldatakmarkanir drógu úr heim- sóknum og segir Einar Á.E. Sæ- mundsen þjóðgarðsvörður að af- mælið hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá landsmönnum. Hann segir að skoða megi að láta afmælisboðið standa áfram og fagna þannig 91 árs afmæli þjóðgarðsins, en það verði skoðað betur síðar. Skiluðu sér strax til Þingvalla Síðustu tvö ár komu um 1,3 millj- ónir ferðamanna í þjóðgarðinn hvort ár, að langstærstum hluta erlendir ferðamenn eða yfir 90%. Í ár er útlit fyrir að alls verði gestafjöldinn í þjóðgarðinum um 330 þúsund og nemur fækkunin því tæplega einni milljón ferðamanna. Erfitt er að áætla hlutfall Íslendinga en varlega má ætla að hlutfall þeirra hafi hækk- að í rúmlega 30%-40 prósent. Hlutfall erlendra ferðamanna af heildinni skýrist af mánuðunum fyr- ir faraldurinn en árið byrjaði á svip- aðan hátt og árin tvö á undan. Sama dag og landamærin opnuðust í sum- ar skiluðu ferðamenn sér til Þing- valla og því er fjöldinn í sumar að stórum hluta erlendir ferðamenn. Þrátt fyrir það hefur borið meira á Íslendingum í ár og segir Einar að margir hafi haft á orði að nú loksins geti þeir heimsótt Þingvelli og aðra vinsæla ferðamannastaði. Yfir vetrartímann hafa erlendir ferðamenn haldið uppi heimsóknum síðustu ár, en þeir hafa varla sést á Þingvöllum í ár. Eftir að þriðja bylgja faraldursins skall á í haust hefur einnig stórlega dregið úr heimsóknum Íslendinga. Sárafáir á ferðinni Einar segir að suma daga sjáist varla nokkur maður á ferð og á það jafnt við um Hakið, Almannagjá og Öxarárfoss. Sláandi eru tölur úr telj- urum sem sýna fjölda gangandi um Almannagjá og á leiðinni að Öx- arárfossi í Stekkjargjá um síðustu helgi og sömu helgi fyrir ári. Þessa helgi í fyrra fóru 7.463 um Al- mannagjá og 3.298 voru taldir við Öxarárfoss. Sömu þrjá daga í ár voru þessar tölur 246 í Almannagjá og 316 við Öxarárfoss, yfir 90% fækkun í báðum tilvikum. Einar segir að næsta ár geti orðið erfitt í þjóðgarðinum og rekstrar- forsendur hafi gerbreyst. Hann seg- ist þó gera sér vonir um að úr rætist og hægt verði að fjölga starfs- mönnum á ný er líður á veturinn. Staðan verði metin reglulega þar sem hlutfall sértekna í tekjugrunni rekstraráætlunar næsta árs er enn nokkuð hátt og veltur starfsemin því að nokku á þviíhvernig rætist úr ferðahömlum. Á framkvæmdasviðinu hefur tím- inn verið vel nýttur í ár og unnið að verkefnum sem bæta aðstöðu og upplifun fyrir gesti þegar ferðaþjón- ustan tekur við sér. Á næstu vikum hefst kynningarferli vegna deili- skipulagstillögu fyrir þingstaðinn og nærsvæði fyrir sveitarfélaginu og öðrum umsagnaraðilum. Unnið hefur verið að þeirri tillögu í nokkurn tíma en hún byggist á stefnumörkun Þingvallanefndar þar sem gert er ráð fyrir að stærri hluti bílastæða og uppbyggingar færist upp fyrir Almannagjá með uppbygg- ingu bílastæða fjær þingstaðnum forna og viðkvæmasta svæði þjóð- garðsins. Samkvæmt skipulaginu eru nýir göngustígar á teikniborðinu og gert er ráð fyrir að rafskutlur verði nýttar innan þjóðgarðsins. Hugsað til lengri framtíðar Einar segir að fyrir um áratug þegar ferðaþjónustan tók við sér á Íslandi hafi hið opinbera verið nokk- uð gagnrýnt fyrir að hafa ekki haft áætlanir eða innviði í lagi. Með þess- um aðgerðum og fleirum sem séu fyrirhugaðar sé hugsað til lengri framtíðar fyrir Þingvelli. Undanfarið hefur verið unnið að salernisbyggingum á þremur stöð- um í þinghelginni. Tíu salerni bætast við á nýjum bílastæðum við Hakið sem þjóna munu þeim gestum sem koma á fólksbílum. Fyrir neðan Al- mannagjá koma 15 salerni við end- ann á Almannagjá og við Valhallar- reitinn. Einar segir að um talsverðar framkvæmdir sé að ræða sem kallað hafi verið eftir lengi, en þessi að- staða verður komin í notkun næsta vor. Sunnan megin í þinghelginni er unnið að nýjum uppbyggðum timb- urstíg sem er hluti af átaksverk- efnum ríkisstjórnar vegna farald- ursins. Með gönguleiðinni verða til ný sjónarhorn á fjölbreyttar búða- rústir og fornleifar svæðisins en sér- stök gát er höfð við framkvæmdina sem er unnin í nánu samstarfi við Minjastofnun og minjavörð Suður- lands. Einar segir að með þessari framkvæmd verði aðgengi bætt fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastólum. Þá hefur Rarik að undanförnu unnið að því að bæta afhendingu raf- magns í Þingvallasveit með því að setja rafmagn í jörðu og stækka spenna á lykilstöðum. Samhliða hef- ur Bláskógabyggð unnið að tengingu bæja í Þingvallasveit við ljósleiðara. Ljósmynd/Landslag ehf. Þingvellir Suðurhluti þinghelginnar. Sjá má legu og undirstöður nýja búðastígsins vestan við Öxará. Fækkun um milljón gesti á Þingvöllum  Lítið varð úr afmælishaldi  Hugsað til framtíðar Einar Á.E. Sæmundsen Almannagjá Tómlegt um að litast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.