Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Apríl skór er 3ja ára í dag af því tilefni er -20% afsláttur af skóm og fatnaði -15% afsláttur af skarti Verið velkomin til okkar á Garðatorg 6 eða á www.aprilskor.is Hér eru birt þrjú ósamstæð bot úr bókinni. Ofbeldið Fennt hefur yfir bolvísku ræt- urnar. Hann er ekki tengdur pláss- inu lengur. Hann var ekki ham- ingjusamur í Bolungarvík og blómstraði ekki þar. Hann horfir þó allt öðrum augum á fortíðina nú rétt sextugur en áður og er ánægður með smábæj- arræturnar. Mér finnst það hafa dýpkað mig. Samkenndin er mikil í bænum þótt sleitulaust sé talað um náung- ann þegar eitt- hvað bjátar á. Hann af þessari vellauðugu E.G. ætt finnur fyrir tor- tryggni, stundum öfund. Ég var í þessu ríka liði. Nú er ég í öðru liði. Hann hugsar til baka. Maður sem býr um tíma í Bolungarvík lúskrar á honum fyrir að vera sonur pabba síns þegar hann er um tvítugt. Þeir eru í partýi eftir ball. Þú þarna fíflið þitt. Þessi ætt þín er fáránleg og pabbi þinn er ömurlegur. Svo dynja höggin á honum. Hann tilkynnir of- beldið sem hann verður fyrir og fúk- yrðin sem sögð voru um ættina. Ég kæri. Ekkert kemur út úr því í litla samfélaginu. Seinna er hann svo barinn fyrir að vera hommi. Veit ekki hverjir eru að verki. Hann er á leiðinni heim af Spotlight á Hverfisgötu þegar tveir menn koma aftan að honum og berja. Eftir situr hann á grárri gangstéttarbrúninni. Einhverjir stumra yfir honum. Löggan kemur og hann er keyrður heim. Vaknar með mikla verki og fer sjálfur á bráðamóttökuna um morguninn. Það verður örugglega að laga nefið síðar, segir læknirinn sem tekur á móti honum. Hann þuklar á nefinu á sér. Finnur að það er blóðstorkið, skakkt. Hann þrýstir því til. Hrika- lega vont. Treður bómull upp í nas- irnar og er sáttur við útkomuna. Liggur nefbrotinn heima á sófanum á sunnudegi eftir skemmtanahald í miðborginni. Ég kæri ekki árásina. Hann kærir ekki heldur þegar hann kútveltist niður stigann á skemmtistaðnum 22. Einhver hrind- ir honum. Hann veit ekki hver er að verki en þekkir mannvonskuna. Hommahatrið. Fordómana. Leiðir samfélagsins til að viðhalda fastmót- uðum gildum sínum. Líkamsárás- irnar gera hann órólegan en hann stendur þær af sér. Líka hróp og köll sem gerð eru að honum og vin- um hans úr bílum á ferð á níunda og tíunda áratugnum. Helvítis, ógeðs- legu hommatittir. Það ætti að drepa ykkur. Svona framkoma hefur áhrif á marga. Þeir verða taugaveiklaðir, tortryggnir og óöruggir. Ég get aðeins stýrt sjálfum mér. Mínum gjörðum. Mínum hugsunum. Ég held áfram leið minni. Feluleikurinn Ég verð að segja þér svolítið, seg- ir hann í símann við Fríðu vinkonu sína sem stendur við skífusímann í litlu stúdentaíbúðinni sinni við Egg- ertsgötu. Hún hefur ekki heyrt í honum svo mánuðum skiptir en vit- að af honum í London. Hann vill ekki segja meira í símann heldur kemur og heimsækir hana á stúd- entagarðana. Hann er rosalega taugaveiklaður þegar hann bankar upp á. Er vel tilhafður með ljósu strípurnar og eyrnalokk. Hann hef- ur ekki hitt hana frá því að hún varð móðir. Litli drengurinn hennar hleypur um og lætur í sér heyra og hann spyr hvort hún geti ekki sent krakk- ann út á gang að leika. Stressið leynir sér ekki og hún vísar litla drengnum leiðina út á ganginn sem er leiksalur barnanna í blokkinni. Hljóðin frá börnunum bergmála í stigaganginum. Hún er einstæð móðir í fábrotinni stúdentaíbúð og hann á ekki barnið, þvert á það sem einhverjir hafa kastað fram. Þau hafa ekki sést í ár þegar hún verður ólétt. Þau hafa þekkst síðan hann var sautján og hún þrettán. Hann var partýgaurinn í plássinu. Þau náðu strax svo vel saman og urðu nánari með aldrinum. Fóru saman á böllin fyrir vestan og heim eftir þau. Sam- an gátu þau farið út úr kassanum. Farið í huganum út úr plássinu þeg- ar þau leyfðu huganum að reika. Þau voru gott teymi. Hún tekur könnuna af kaffivél- inni, dregur fram tvo bolla og þau fá sér kaffi. Hann er að fara yfirum af stressi og bunar tíðindunum út úr sér. Fríða, ég er hommi og fór til Englands til að koma út úr skápn- um. Átti kærasta þar og er nýbúinn að fá að vita að ég er smitaður af HIV. Hún spyr hann út úr og smám saman verður heildarmyndin skýr- ari. Auðvitað. Það er eins og kvikni á perunni hjá henni. Ekki að hún hafi beinlínis vitað að hann væri samkynhneigður en hún er ekki hissa. Hann er stressaður en vill segja henni tíðindin áður en kjafta- sögurnar kvikna og ná til hennar á undan honum. Þótt hún sé ekki hissa á fregn- unum verður hún sár yfir því að hann hafi verið hræddur að segja henni þetta. Hann situr í óþarfa vörn. Sólbrúnn í hnipri á sófanum hennar og skelfur þar í þröngri stof- unni um leið og hann sýgur rettu. Hann á að vita að hún er ýmsu vön. Hefur farið til Ameríku og heimsótt samkynhneigðan frænda sinn þar. Hún er búin að horfa framan í andlit alnæmis. Árum seinna þegar hún fer yfir samtal þeirra þennan dag hugsar hún samt um hversu fjarlæg samkynhneigð var henni á þessum tíma. Aldrei var talað um homma og lesbíur. Enginn hafði sagt henni að Mummi frændi hennar væri sam- kynhneigður þegar hún heimsótti hann til New York árið 1983. Hann fór með hana á kaffihús og var taugaveiklaður þegar hann sagði henni að maðurinn sem hann byggi með væri ekki bara meðleigjandi heldur elskhugi hans. Það hafði ekki hvarflað að henni. Löngu eftir að hann dó, eða um tveimur áratugum seinna, viðurkenndi fjölskyldan fyrst að hann hafi dáið úr alnæmi. Fram að því var dánarmein hans krabbamein. Mummi frændi hennar kom heim til að deyja eftir að hafa starfað í áratug sem læknir í Banda- ríkjunum eftir nokkurra ára starf hér heima. […] Hún horfir yfir sófaborðið á æskuvin sinn úr Bolungarvík. Enda- lausar kærustur. Hún vissi að hann átti þær margar. Hún var ein þeirra. Svo kemur hann með stríp- urnar, lokkinn og tíðindin frá Eng- landi. Um leið og hann segir henni frá samkynhneigðinni raðast púslin rétt. Eyeliner, gloss. Hann situr innan um bleiku púðana í stofunni hennar. Hún horfir á hvernig hann hefur tekið nýja lífsstílinn alla leið. Lengi eftir samtal þeirra á Stúd- entagörðunum er hún bæði hrædd um hann og sorgmædd þegar hún hugsar til hans. Hún er alltaf að bíða eftir tíðindunum um að hann sé orðinn veikur. Hún óttast tímann. Mörg ár líða og alltaf hefur hún á bak við eyrað að fréttirnar komi um að hann sé orðinn veikur. Hún sé að missa vin sinn sem hafi fengið dauðadóm, orðið fyrir hommaplág- unni. Það lá ekkert annað fyrir hon- um en að veslast upp og deyja. Svo gerist það ekki. Hún er fegin fyrir hönd hans að hafa fylgt sannfær- ingu sinni og komið út úr skápnum. Hún vissi sem var að ekki er gott að fara í gegnum tilveruna á skjön við sjálfan sig. Hann er eins og hann er. Hann felur ekki kenndir sínar. Enn rúmum þrjátíu árum síðar setjast þau niður og rabba saman um lífið. Hún kveikir í sígarettu á svölum íbúðar hans og teygir höf- uðið inn um svaladyrnar. Áttu ösku- bakka? Júnísólin skín. Nei, svarar hann enda mörg ár síðan hann hætti að reykja. Jú, bíddu, segir hann, hleypur til, opnar eldhússkápinn í opnu bogadregnu eldhúsi sínu og réttir fram fornan grip. Öskubakk- inn er merktur. Nafn föður hans frá blómatímanum í Bolungarvík er rit- að bláum stöfum í botn litla, fer- kantaða, hvíta postulínsbakkans. Jón Friðgeir Einarsson. Fríða tekur við gripnum og drep- ur í rettunni í öskubakkanum miðjum á svölunum á íbúðinni á Bræðraborgarstíg. Tíðarandinn Hann hendir sér í sjóinn. Lætur sig gossa í kaldan sjóinn. Kuldinn nær honum þar sem hann treður marvaðann allsnakinn og vefur sig um grannan stæltan líkamann. Hann skelfur. Seinna þegar hann lætur hugann reika til baka hugsar hann: Lét ég mig sökkva? Hann man það ekki en veit þó að hann ætlaði að kála sér í ölæði. Hann er drukkinn. Stekkur ekki heldur leggst í sjóinn. Hafði verið á djamm- inu í miðbænum með Bjössa og strákunum. Neyslan er mikil á þess- um tíma. Áfengi og dóp í kring. Leyndarhyggjan um alnæmið algjör og hann að deyja. Er ekki bara best að klára þetta strax? Gamlir löggukallar í fullum skrúða koma að þar sem sjórinn umlykur hann og olíubrákin liggur við bryggjukantinn. Það er hábjart- ur dagur. Annar lögreglumannanna klifrar niður dekkin. Hvað ertu að gera þarna drengur? Hann kallar föðurlega með pirring í röddinni þar sem hann hangir í keðjubundinni dekkjastæðunni og dregur unga stælta manninn nakinn upp úr sjón- um. Svartar leðurbuxur, þvæld skyrta og jakki með axlarpúðum standa þurr og vel frágengin við hliðina á bryggjupollanum. Leð- urstígvélunum hefur verið tyllt hjá fötunum. Það leit ekki út eins og hann hafi ætlað að drepa sig. Meira eins og hann hefði stungið sér til sunds. Hann hafði rétt eins og löggan klifr- að niður dekkin sem liggja utan í bryggjunni og dýft sér rólega ofan í kaldan sjóinn. Auðvitað ætlaði ég að láta bjarga mér, hugsar hann nú áratugum seinna. Ég var í drottn- ingarkasti. Hann gerir lítið úr til- finningum unga mannsins, sínum eigin. Tollhúsið er þarna hjá og tugir manna eru í húsinu, enda fer hann í sjóinn á skrifstofutíma. Strax er kominn mannskapur að fylgjast með. Hann nær ekkert að drekkja sér. Hefur heldur ekkert pælt í því að hann valdi sér fáránlegan stað til þess, rétt við löggustöðina. Það glamrar í tönnum hans. Honum er kalt. Stendur á bryggjunni renn- blautur og skelfur úr kulda. Teppi er sveipað um hann. Lögreglumað- urinn sem hafði staðið hjá klappar honum létt á bakið. Aumingja pilt- urinn. Hann er settur í fangaklefa á litlu löggustöðinni við höfnina. Hann skelfur enn og hárið er rakt þegar hann klæðir sig í fötin utan við fangaklefann og gengur inn um dyrnar með þungu gráu hurðinni. Hann stendur á miðju gólfi klefans og horfir framan í fulltrúann sem halaði hann upp úr sjónum. Þú ferð ekki héðan út fyrr en þú ert orðinn rólegur og góður, segir einkenn- isklæddur lögreglumaðurinn um leið og hann lokar hurðinni á klef- anum. Þéttur skellur og ungi mað- urinn er einn með sjálfum sér í fangaklefa. Dynkurinn endurómar í höfði hans. Nokkrum klukkustund- um síðar röltir hann heim. Ég hefði alveg getað drepið mig þarna. Það hefði alveg getað gerst. Hefði ekki orðið sá fyrsti í fjölskyld- unni sem ákveður sjálfur dánardag- inn. Varla sá síðasti. Hefði heldur ekki komist í sögubækurnar sem sá fyrsti með þessa skæðu veiru innra með sér sem hefði ákveðið að stjórna því sjálfur hvenær og hvern- ig hann kveddi þetta líf. Hann hugs- ar til baka til þessara ógurlegu ára þar sem þröngsýni og hneyksl- unargirni tróðu samkenndina niður. Ástandið var langt frá því venjulegt og oft hugsaði hann að hann yrði að hverfa af þessari jörð. En hér er hann enn. Hann verður að horfast í augu við að kannski ætlaði hann að kála sér þarna. Hann hafði verið reiður, hafði upplifað höfnun. Hann hafði djammað í marga daga. Flúið þá sturluðu vitneskju að hann ætti ekki langt eftir ólifað, smitaður af HIV. Ég hef nælt mér í homma- sjúkdóminn, dauðadóminn. Kemur heim til Möggu systur sinnar eftir sjósundsævintýrið. Tár- in renna niður kinnarnar. Gengur inn á baðherbergi og skrúfar frá sturtunni. Stendur undir henni í langan tíma án nokkurra hugsana. Tómur. Vatnið streymir heitt í gegnum hárið, yfir andlit hans og niður líkamann. Á dívaninum sem hann sefur á liggur eiturgræni jogginggallinn sem ber áttunda ára- tuginn utan á sér. Notaði hann aldr- ei mikið, en svona heima. Hann hendir handklæðinu á dýnuna og klæðir sig í hann. Grenjar. Þegar líður á vikuna þarf hann að mæta til rannsóknarlögreglunnar. Fyrsta lögreglukona landsins tekur á móti honum. Hann er ekki nið- urlútur eða skömmustulegur heldur skín af honum vottur af yfirlæti, glott. Jafnvel hroki. Tilfinningarnar eru hluti af varnarhjúpnum sem hann hefur umlukið sig með. Hann gefur skýrslu á lögreglustöðinni í Kópavogi. Einhvers konar kæra er gefin út. [...] Glíma við þröngsýni og hneykslunargirni Bókarkafli | Einar Þór Jónsson vakti á sínum tíma þjóðarathygli þegar hann steig fram sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að hann ætti sér magnaða lífssögu að baki og háði á köflum sannkallaða baráttu fyrir lífi sínu. Í bókinni Berskjaldaður rekur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir þá sögu. Feluleikur Trixie, Fríða og Einar en bókin segir sögu hans. Fríðu kynntist Einar í Bolungarvík og þau hafa haldið vinskapnum í gegnum árin. Trixie var góður vinur Mumma læknis, föðurbróður Fríðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.