Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku un þjóðgarðsins hafi verið meiri í sumar en oft áður. Skyndibiti eða sælkeramáltíð Jón þjóðgarðsvörður segir reynslu sumarsins kalla á breytingar á þjón- ustu og áherslum í þjóðgarðinum. „Erlendir ferðamenn eru yfirleitt að flýta sér á næsta áfangastað og samkvæmt mælingum stoppa þeir oft ekki nema í 3-4 klukkustundir,“ segir Jón. „Í sumar komu Íslending- ar hingað, fundu sér gistingu og dvöldu margir í 3-4 daga. Erlendir gestir haga sér oft eins og þeir séu á skyndibitastað, þeim liggur á og keyra hratt í gegn. Svo ég haldi áfram með samlíkingar þá breyttist þjóðgarðurinn í sumar í sælkeraveitingastað þar sem fólk vildi dvelja og njóta. Við áttuðum okkur á því að við vorum farin að elt- ast við hraðann, sem er röng hugsun. Við ættum að gera breytingar hjá okkur og einblína á þjónustu við Ís- lendinga sem aðrir gestir munu þá líka njóta. Við erum á krossgötum núna og erum meðal annars að end- urskoða verndaráætlun til tíu ára. Þar reikna ég fastlega með að verði að finna gestastefnu með þessum áherslum.“ Óvissan enn mikil Jón segir að mestu umsvifin hafi verið yfir hásumarið eins og venju- lega, en daufara hafi verið í haust. Talsvert hafi þó komið af eldri kyn- slóða gestum. Stóra myndin hafi verið sú und- anfarin ár að erlendir ferðamenn hafa borið uppi umferð gesta um Snæfellsnes. Þeir hafi verið um 90%, en Íslendingar innan við 10%. Í sum- ar hafi þetta hlutfall alveg snúist við, samkvæmt mati. Fjöldi gesta er byggður á talningum bifreiða, bæði á vegum þjóðgarðsins og Vegagerðar- innar, en einnig mati út frá heim- sóknum í gestastofuna á Malarrifi. Árið byrjaði vel í þjóðgarðinum og talsverður fjöldi útlendinga var á ferðinni. Jón segir að vissulega hafi það verið högg fyrir reksturinn hversu fáir útlendingar voru á ferð- inni eftir að faraldurinn skall á. Taka verði tillit til þessarar stöðu og fara varlega í áætlanir næsta árs þar sem óvissa sé mikil. Fækkun milli ára sé þó ekki nema 60% sem sé mun minna en samdrátt- ur erlendra farþega um Keflavíkur- flugvöll. Yfir sumarmánuðina, júní til ágúst, var fækkunin um 50% og komu þá nær eingöngu Íslendingar í þjóðgarðinn. Jón áætlar að þeir hafi verið um 90 þúsund. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli er unnið að margvíslegum framkvæmd- um. Stærsta einstaka verkefnið er bygging gestastofu á Hellissandi og er áformað að taka hana í notkun í júní 2022. Gestastofan á Malarrifi var opnuð 2017 og þar hefur aðkoma verið lagfærð í ár og unnið við fram- kvæmdir á lóð. Nýlega var lokið við endurgerð á gönguleið frá Hellnum að Arnar- stapa og segir Jón að vandað hafi verið til verka svo endurgerðin félli vel að landinu. Fyrirhugað er að gera hringleið fyrir fólk sem gengur á milli Djupa- lónssands og Dritvíkur og fleiri hringleiðir í þjóðgarðinum séu á teikniborðinu. Nokkuð sem ætti að falla Íslendingum vel í geð. LAKI SNÆFELLSNES JÖKULSÁRLÓN SKAFTAFELL ÞINGVELLIR ÁSBYRGI DETTIFOSS Fjöldi ferðamanna 2010-2020Fjöldi ferðamanna 2015-2020 Fjöldi ferðamanna 2011-2020 Fjöldi ferðamanna 2018-2020 Fjöldi ferðamanna 2016-2020Fjöldi ferðamanna 2012-2020 Fjöldi ferðamanna 2013-2020 Vor, sumar og haustSumar og haust Sumar og haust Janúar-október Janúar-október Ágúst Vor, sumar og haust '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20'15 '16 '17 '18 '19 '20 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '18 '19 '20 '16 '17 '18 '19 '20'12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019 Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019 Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019 Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019 j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n dj f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d Fjöldi ferðamanna jan.-des. 2019 j f m a m j j á s o n d Meiri notkun á þjóðgarðinum  Kærkomnar heimsóknir Íslendinga í þjóðgarðinn Snæfellsjökul  Röng stefna að eltast við hraðann  Breyttar áherslur undirbúnar  Varlega farið í áætlanir  Byggt á Hellissandi og hringleiðum fjölgað BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þegar liðlega mánuður er eftir af því fordæmalausu ári 2020 segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í þjóð- garðinum Snæfellsjökli, að árið hafi verið skemmti- legt og merki- lega annríkt í þjóðgarðinum. Nokkur fækkun ferðamanna er honum ekki efst í huga heldur kærkomnar heimsóknir Ís- lendinga, sem ekki bara þjóta í gegnum þjóðgarðinn heldur leyfa sér einnig að njóta. Margfaldur dvalartími hafi leitt til þess að notk- Snæfellsnes Margir heimsækja Djúpalónssand árlega og í ár voru Íslendingar þar í miklum meirihluta. Áskoranir hafa verið í rekstri þjóðgarðanna á þessu ári eftir að faraldurinn skall á. Breyt- ingar á milli ára má lesa út úr kortinu hér að ofan, en einnig í samtölum við forsvarsmenn þjóðgarðanna á Snæfellsnesi og Þingvöllum og Vatnajökuls- þjóðgarðs á þessari síðu og blaðsíðu 36. Þjóðgarðar MIKLAR BREYTINGAR Jón Björnsson 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.