Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Leitar þú aukinnar lífsorku og jafnvægis í lífi þínu, leik og starfi? Taktu þér þá sæti orkumálaráð- herra. Hlutverk þitt sem slíkur er að bera fulla ábyrgð á orkubúskapnum þín- um; að vernda og efla lífsorku þína til skemmri tíma og langframa. Þú hefur allt val og vald til að verða æðsti yfirmaður orkumála í þínu lífi. Ó, jú. Víst! Ef ekki þú, hver þá? Byrjaðu á að spyrja þig: Hvað gefur mér orku? Hvað rænir mig orku? Hvernig líður mér á skal- anum 1-10, andlega, líkamlega og félagslega? Vitirðu svarið hefur þú aukin lífsgæði í hendi þér. Lífsorka er lífsgæði. Lífsorka þín ræður úrslitum um streitustig þitt sem og hvernig þér líður og vegnar í lífinu. Með skyn- samlegri orkustjórnun er til- tölulega einfalt og ódýrt að stýra streitunni ef við tileinkum okkur ýmis gagnleg streituráð. En for- senda þess að þau virki er að við virkjum „S-in 4“: Sjálfsþekkingu, sjónsköpun, skipulag og sjálfsaga. Sjálfsþekking Árangursrík streitustjórnun hefst á innri stefnumótunarvinnu þar sem þú kortleggur fyrst orku- stig A í dag og svo orkustig B sem þú sækist eftir. Sem orku- málaráðherra ber þér að þekkja þína helstu orkuþjófa/streituvalda og orkugjafa/streituvarnir. Streitu- valdar hækka streituhormónið kortisól en orkugjafarnir vinna gegn neikvæðum áhrifum þess og stuðla að vellíðan. Vellíðan er verð- mæti, hún er forsenda velgengni og sáttar á hvaða sviði lífsins sem er. Meðal helstu orkuþjófa fólks eru streita, svefnleysi, ójafnvægi, lágt sjálfsmat, álag, áföll, kvíði, erfið samskipti, niðurrif, pirringur, nei- kvæðni, hörmungarhyggja, sam- viskubit, frestunarárátta, full- komnunarárátta, ábyrgðarkennd, óraunhæfur samanburður, af- brýðisemi, meðvirkni, einmana- leiki, veikindi, samfélagsmiðlar, fjárhagur og skortur á tíma, skiln- ingi og hlustun. Helstu orkugjafar eru „H-in 4“: Hugarfar, hvíld, hreyf- ing og hamingjustund- ir. Gættu hugsana þinna. Þegar þú hugs- ar ertu um leið að hlusta, vandaðu því viðhorf þitt og vertu bjartsýnn orku- málaráðherra sem trú- ir á eigin getu. Nýttu orkuna í það sem þú raunverulega getur haft áhrif á og slepptu takinu á því sem þú stjórnar ekki. Tryggðu næga hvíld með góðum næt- ursvefni, daghvíld og síðast en ekki síst heilahvíld þar sem þú kúplar þig út úr dagsins amstri og gerir eitthvað sem þér finnst gefandi. Hófleg hreyfing er allra meina bót en athugaðu að þegar álag er mikið er ekki rétti tíminn til þess að stunda líkamsrækt með hámarks- ákefð því að það viðheldur háu streitustigi. Andaðu frekar að þér stórfengleika líðandi stundar í náttúrunni. Skapaðu nægt rými fyrir hamingjustundir með sjálfs- umhyggju, tjáningu tilfinninga þinna, þakklæti, stuðningi og tengslum við annað fólk þar sem virðing, traust og vinsemd er í for- grunni. Þitt líf – þín leið Sem orkumálaráðherra metur þú daglega stöðuna á orkubúskapnum. Listaðu upp tvo dálka og skráðu orkugjafa þína plúsmegin og orku- þjófana mínusmegin. Skoðaðu svo hvaða orkugjöfum þú getur gefið meira vægi og hvaða mínusum þú getur fækkað. Kappkostaðu að tak- marka þær aðstæður, samskipti og verkefni sem draga úr þér orku. Skapaðu frekar umhverfi þar sem þú getur stækkað þig og blómstr- að. Sjónsköpun – óskastaða um jafnvægi Í upphafi skyldi endinn skoða. Gerðu þér skýrt í hugarlund hver óskastaða þín (B) um jafnvægi er og af hverju þú vilt komast þangað. Þegar tilgangurinn er skýr er auð- veldara að ná tilskildu markmiði um farsæla orkustjórnun. Lokaðu augunum og notaðu sjónsköpun til að sjá þig skýrt fyrir þér í hinu nýja óskahlutverki, eins og það sé raunveruleikinn. Hvernig lítur líf þitt út þegar þú ert í jafnvægi? Stækkaðu þá mynd. En hvernig kemstu frá A til B? Skipulag Með skipulagi getur þú raungert draumsýn þína um betri líðan. For- senda farsælla breytinga er að þú breytir venjum þínum og við- horfum. Sérhvern dag hefurðu tækifæri til að útbúa þína eigin ein- staklingsbundnu „streituvarn- aráætlun“. Þar skráir þú árangurs- ríkari leiðir til þess að bregðast við álagi framvegis. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum en þú þekkir þig best sjálfur. Gerðu stundaskrá fyrir vikuna þar sem streituvarnirnar/orkugjafarnir eru í forgangi. Sjálfsagi Sjálfsagi ræður úrslitum um hvort þú náir árangri við orku- stjórnunina en hér reynir jafn- framt mest á þig. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að fara snemma að sofa en áhugaverð mynd í sjón- varpinu freisti. Þá minnir þú þig á upphaflega tilganginn og breytir samkvæmt því. Lögmálið um lífsorku og lífsgæði Vissulega koma álagstarnir í lífi orkumálaráðherra og þú þarft að vinna yfirvinnu. Það er í góðu lagi svo framarlega sem um undantekn- ingu er að ræða og að þú náir að vinna upp álagstímabilið með auk- inni orkuhleðslu. Hin fullkomnasta orrustuflugvél á áætlun frá Íslandi til Afríku kæmist ekki nema til Færeyja á 3% tanki rétt eins og við mannfólkið kæmumst varla fram úr rúminu. Það er ástæða fyrir því að rúm og sængurföt eru fram- leidd. Kæri tilvonandi orkumálaráð- herra! Launin fyrir það að bera virð- ingu fyrir lífsorku þinni og sólunda henni ekki eru ómetanleg – aukin lífsgæði fyrir þig, þá sem þú elskar og elska þig. Orkumálaráðherra (þú) lengi lifi! Húrra! Orkumálaráðherrann þú Eftir Aldísi Örnu Tryggvadóttur » Forsenda farsælla breytinga er að þú breytir venjum þínum og viðhorfum. Aldís Arna Tryggvadóttir Höfundur er markþjálfi og umdæm- isstjóri Streituskólans á Vesturlandi. Ríkisstjórnin og Al- þingi þurfa að bregðast við nýjum og aðkallandi aðstæðum í málefnum eldri borgara. Hér er átt við tvennt: (i) Að líf- eyrir Tryggingastofn- unar þarf að fylgja launaþróun til að kaup- máttur aldraðra rýrni ekki og fátækt aukist ekki meðan kreppan gengur yfir. (ii) Að hækka þarf al- mennt frítekjumark lífeyris Trygg- ingastofnunar til að eldri borgarar, 65 ára og eldri (hægt er að flýta töku líf- eyris um 24 mánuði), eigi auðveldara með að fara af vinnumarkaði, en við það skapast svigrúm til atvinnu fyrir yngra fólk. Lífeyrir fylgi launaþróun Meginkrafa eldri borgara vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2021 er að líf- eyrir hækki um sömu krónutölu og lægstu laun, eða kr. 15.750. Með því héldist mismunur launatekna og líf- eyris sá sami milli áranna 2020 og 2021. Hins vegar ætti þá eftir að leiðrétta eldri kjaramismun, en um árabil hefur dregið í sundur með lífeyri og lægstu launum - og ekki er farið fram á að það verði leiðrétt með einu pennastriki meðan COVID-kreppan gengur yfir – heldur haldið í horfinu. Þetta þýðir að lífeyrir eldri borgara í sambúð (sem um ¾ þeirra munu vera) yrði kr. 272.550/mán. á næsta ári eða kr. 231.676 eftir skatta. Hér er farið fram af sanngirni og raunsæi. Ljóst er að þúsundir eldri borgara hafa ekki annað en lífeyri sér til framfærslu og þyrfti að gera veru- lega betur ef útrýma ætti fátækt í þess- um hópi. Það verkefni verður ekki umflúið. Efnahagsleg staða eldri borg- ara veldur mikilli óánægju og reikna má með að allir stjórnmálaflokkar þurfi að axla ábyrgð sína á kjörum þeirra þegar til lengdar lætur. Hækkun frítekjumarks Almennt frítekjumark vegna lífeyris er nú 25 þús. kr. og sérstakt frí- tekjumark vegna atvinnutekna er 100 þús. kr. Eldri borgarar sem vinna úti hafa því 125 þús. kr. frítekjumark – en þeir sem hættir eru störfum hafa 25 þús. kr. frítekjumark. Þessar reglur voru settar fyrir nokkrum árum til að mæta kröfum úti- vinnandi eldri borgara og þörfum vinnumarkaðarins fyrir aukna starfs- krafta – en þá þurfti að flytja inn erlent starfsfólk í stórum stíl vegna þenslu. Nú er öldin önnur – útlit er fyrir að um 25 þús. manns verði atvinnulausir um næstu áramót, það er að mestu leyti ungt fólk. Flestir þeirra fara af tekjutryggðum atvinnuleysisbótum um áramót og verða eftir það á strípuðum bótum – þannig að þegar líða tekur á veturinn munu heimili tuga þúsunda íbúa; barna, unglinga og fullorðinna eiga erfitt með, eða verður gert ómögu- legt, að greiða af íbúðarlánum sínum. Enda þótt vonir standi til þess að at- vinnulífið taki hratt við sér má reikna með tiltölulega löngu atvinnuleysi fyrir marga, bæði vegna mikillar sjálf- virknivæðingar í Covid-faraldrinum, sú sjálfvirkni gengur ekki til baka – og það tekur tíma að ná aftur sama at- vinnustigi og var. Atvinnuleysi eftir fjármálakreppuna 2008-2009 óx fram til 2014. Við þessar aðstæður getur ríkið þurft að hvetja eldri borgara til að rýma til á vinnumarkaði – enda beri þeir ekki skarðan hlut frá borði. Það má gera með hækkun almenns frí- tekjumarks í 125 þús. kr. (þessi tekju- mörk eru frá upphafi árs 2017 og sam- svara 140 þús. kr. nú – og þyrfti að hækka þau með verðlagsþróun). Það myndi þýða að meira yrði eftir handa hverjum og einum eftir starfslok – og er þá átt við þann hóp sem á með- almikil og lítil réttindi í lífeyrissjóðum. Þessi breyting er það mikilvæg að hún getur skipt sköpum fyrir ákvarðanir margra um hvenær starfslok eru hag- kvæm. Breytingar í þessu efni þurfa að ná til allra 65 ára og eldri, í takt við það að nú er hægt að flýta töku lífeyris um 24 mánuði. Þessu fylgir að sönnu kostnaður fyr- ir ríkissjóð (auknar lífeyrisgreiðslur), en á móti kemur að atvinnuleysisbætur lækkuðu. Þannig gæti þessi breyting kostað lítið miðað við aðrar lausnir gegn atvinnuleysi. Tvær tillögur til stjórnmálamanna Eftir Ingibjörgu H. Sverrisdóttur og Hauk Arnþórsson Ingibjörg H. Sverrisdóttir » Lífeyrir TR þarf að fylgja launaþróun – og hækka þarf almennt frítekjumark lífeyris til að auðvelda eldri borg- urum að hverfa af vinnumarkaði. Ingibjörg er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis og Haukur er varamaður í stjórn. Haukur Arnþórsson Að loknu auka- landsþingi Miðflokks- ins, sem samkvæmt lögum félagsins var heimilt að boða til „ef brýna nauðsyn ber til“, er mér efst í huga spurning um hver sú nauðsyn hafi verið. Var það til að hlusta á frábæra ræðu formannsins? Hann skil- greindi stefnu flokksins og helstu áherslur fyrir komandi kosningar, sem yrðu að ná til kjósenda, þann- ig að flokkurinn næði þeirri stöðu að komast í næstu ríkisstjórn, til þess að geta staðið vörð um sjálf- stæði landsins, varið atvinnuvegi og grunngildi og hlúð að þeim sem veikast standa. Eða var aukalandsþingið haldið til þess að tryggja stöðu Gunnars Braga Sveinssonar með því að breyta lögum flokksins og leggja niður varaformannsembættið, en viðhalda samt óbreyttri stöðu Gunnars sem formanns þing- flokksins með sömu áhrifum og áður? Sannarlega tel ég að það hafi verið brýnt að ákveða hver staða Gunnars Braga Sveinssonar ætti að vera. Það kom þó hvergi fram í beinni tillögu, hvað þá að það væri sagt. Í við- ræðum við flokks- menn um þetta hef ég heyrt til skiptis að staða hans hefði verið tryggð óbreytt eða að með þessu hafi flokk- urinn losnað við hann. Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna, sem ég tel að flokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveins- sonar við næstu alþingiskosn- ingar. Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokks- ins til sveitarstjórnar á Austur- landi á sinn hátt. Næstum án und- antekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Mið- flokkinn ef Gunnar Bragi Sveins- son býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna. Bændur hliðhollir Mið- flokknum hafa margir sagt það sama við mig, að viðbættri gagn- rýni á forystu Gunnars sem utan- ríkisráðherra, að láta samþykkja viðskiptabann á Rússland að beiðni ESB, sem hefur kostað ís- lenskan landbúnað og sjávarútveg marga milljarða á ári, samhliða því að Evrópubandalagslönd hafa nær engan skaða borið af ákvörð- uninni. Einnig að ekki hefði end- anlega verið lokið í hans ráðherra- tíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram. Brýn nauðsyn fyrir Miðflokkinn Eftir Halldór Gunnarsson »Ef flokkurinn á að ná þeirri stöðu sem for- maðurinn talaði fyrir verður flokkurinn að ná jafnt til karla og kvenna. Halldór Gunnarsson Höfundur er í flokksráði Miðflokksins. Það er manninum eðlislægt að telja sig til lands og þjóðar, því blóð er þykkara en vatn. Íslend- ingar hafa ekki verið sjálfstæð þjóð svo lengi, en samt er til fólk sem vill koma okkur undir erlend áhrif á ný, og enn aðrir vilja engin landamæri. Fyrir tæpum hundrað og tuttugu árum vorum við snuðuð um nóbelshafa þegar Níels Finsen fékk verðlaunin fyrir ljósalækningar. Það var 1903 og hann sagður dansk- færeyskur, þótt hann væri kominn af merkum ættum á Íslandi og langamma hans Valgerður frú tveggja biskupa og ættmóðir Finsenanna. Síðan þá hafa Færeyingar átt flesta nóbelshafa per capita, en við í tólfta sæti með Laxness. Við höfum alltaf verið stolt af íslensku afreksfólki, og skulum halda því áfram, en við eigum líka að hafa metnað fyrir hönd allrar þjóðarinnar hvað hún getur í allri sinni smæð og hvað þetta land er gjöfult, svo lengi sem þjóð- in hefur dug til að nýta landgæðin. Þessa dagana er öflugasta lýðræðisríkið klofið vegna aðstæðna og mis- réttis. Það er áminning fyrir heiminn. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þjóðernisfílingur Þjóðerni „Ísland er land þitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.