Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 44
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í tillögum sem starfshópur heil- brigðisráðherra um „aðgerðaáætlun um beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu“ hefur sent frá sér eru lagðar fram viðamiklar tillögur um breytingar á skatta- og gjalda- kerfi ríkissjóðs. Athygli vekur að í tillögunum, sem eiga að draga úr sykurneyslu, er sérstaklega tilgreint að aðgerðirnar eigi ekki að ná til hreinna ávaxta- og grænmetissafa og heldur ekki mjólkurdrykkja, sem þó innihalda oft mikið magn sykurs. Þá leggur hópurinn til að aðgerð- irnar nái til neysluvöru sem geti haft neikvæð áhrif á tannheilsu fólks, jafnvel þótt sykurmagn í þeim vörum sé ekki mikið. Ástæðan fyrir afstöðu nefndarinnar er sú að vör- urnar sem undaskildar eru innihalda í mörgum tilvikum næringarefni sem ekki er að finna í öðrum sætum drykkjum. Einn nefndarmanna lagðist gegn tillögum um breytingar á virðisauka- skattskerfinu, þ.e. fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í séráliti hans kom fram að ekki væri rétt að gera breytingar á vsk-kerfinu þar sem það gæti leitt til aukins óhag- ræðis auk aukins flækjustigs og ójafnræðis í kerfinu „en markvisst hefur verið unnið að því að einfalda virðisaukaskattskerfið síðustu ár með breikkun skattstofna og fækkun undanþága með aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hlutdeild drykkjanna 35% Tillögur starfshópsins, sem í grunninn byggjast á yfirlýsingu stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar um að skoða beri efnahags- lega hvata til eflingar lýðheilsu, byggjast á því að neysla á sykur- ríkum matvælum hér á landi sé meiri en annars staðar á Norðurlöndunum og einnig að algengi offitu sé meira hér á landi. Það ástand eigi sterk or- sakatengsl við sykruð matvæli, sér í lagi sykraða drykki eins og það er orðað í niðurstöðum hópsins. Byggt á réttum gögnum? Frumniðurstöður úr landskönnun á mataræði landsmanna fyrir árin 2019-2020 og aldurshópinn 18-50 ára sýna að framlag sykraðra gos- og svaladrykkja, íþrótta- og orku- drykkja til sykurneyslu (viðbættur sykur) sé 35%. Þá sé framlag sæl- gætis til sykurneyslu 19% og fram- lag kex, kaka og sætabrauðs 16%. Í erindi sem Félag atvinnurek- enda hefur sent heilbrigðisráðherra í kjölfar þess að tillögur starfshópsins voru opinberaðar 11. nóvember síð- astliðinn er vafi sagður uppi um hvort töluleg gögn sem liggi til grundvallar tillögunum standist skoðun. Segir í erindi FA að tölur Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu feli ekki í sér sundurliðun á sykruð- um og ósætum drykkjum, þ.m.t. kol- sýrðu vatni. „Þessi gögn eru ekki sambærileg við þau gögn um neyslu sykraðs goss sem önnur ríki nota,“ segir í erindinu og einnig bent á að þau séu að hluta til 7-8 ára gömul. Hins vegar bendir FA á að markaðs- greining fyrirtækisins Nielsen, gögn úr kassakerfum mikils meirihluta verslana á Íslandi um sölu sykraðra drykkja, sýni að innan við fimmtung- ur sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum, ef miðað er við útgefn- ar tölur landlæknisembættisins um sykurneyslu á mann. Segir FA mikilvægt að ákvarðanir sem teknar yrðu í þessu efni yrðu byggðar á réttum gögnum. Samtök- in hafi ítrekað boðið heilbrigðisráðu- neytinu aðstoð við að útvega réttar upplýsingar um neysluna en erindi þar um hafi ekki verið svarað. Neyslan minnkað af öðrum ástæðum síðasta áratuginn Þá spyrja samtökin einnig hví ekki sé litið til þróunar neysluvenja á undanförnum áratugum þegar ákvarðanir um neyslustýringu eru ákvarðaðar. Þannig hafi hlutfall sykraðra gosdrykkja lækkað úr 59% í 38% á árunum 2011-2020 og hlutfall kolsýrðra vatnsdrykkja tvöfaldast, farið úr 15% í 28%. Þarna sé um hraða og áþreifanlega þróun að ræða sem eigi rætur að rekja til breyttra áherslna gosdrykkjaframleiðenda og breyttar kröfur neytenda sem komn- ar eru til vegna aukinnar meðvitund- ar um mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu. FA tekur undir minnihlutaálit full- trúa fjármála- og efnahagsráðherra og segir að ef tillögurnar næðu fram að ganga myndi það hafa í för með sér mikið óhagræði og kostnað fyrir atvinnulífið sem einmitt hefði verið unnið að því að draga úr með einföld- un skattkerfisins á síðustu árum. Lækki álögur á hollustu Tillögur starfshópsins ganga þó ekki aðeins út á að auka álögur á sykraðar neysluvörur heldur hvetur hann einnig til þess að draga úr álög- um á ávexti og grænmeti. Það verði gert með því að færa þessa vöru- flokka í 0% þrep vsk-kerfisins auk hollustustyrkja grænmetis- og ávaxtastunda í leik- og grunnskólum. Tekur FA undir tillögur um að lækka álögur á innflutt grænmeti og að því markmiði yrði best náð með því að fella niður tolla á innflutt grænmeti sem geti stuðlað að „tvö- eða þreföldun á verði þess“. Vörugjöld gegn sykurneyslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gosmarkaður Hlutfall sykraðra gosdrykkja á markaðnum hér á landi hefur lækkað úr 59% í 38% á áratug.  Starfshópur vill ekki skattleggja hreina ávaxta- og grænmetissafa og heldur ekki mjólkurdrykki  FA gagnrýnir samráðsleysi og segir stuðst við rangar tölur  Harmar tillögur sem flæki skattkerfið BREYTINGARNAR » Sykraðar vörur að mjólk- urvörum undanskildum beri 24% vsk í stað 11%. » Vörugjöld verði tekin upp að nýju og lögð á sætindi. » Ávextir og grænmeti beri 0% vsk í stað 11%. » Hollustustyrkir fyrir græn- metis- og ávaxtastundir í leik- og grunnskólum. 44 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.