Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND Heimsfaraldur hefur umstund stöðvað straumhollywoodfæribandsinssem nærir jafnan bíó- keðjurnar. Djassvélin malar ei meir, smá hökt er komið á hrynsveitina. Óvíða hefur hlutfall bandarískra kvikmynda verið jafn hátt af heildar- fjölda kvikmyndasýninga og í ís- lenskum bíóhúsum. Því er gaman að sjá Sambíóin líta til annarra fram- leiðslusvæða í leit að efni sem passar inn í áherslur þeirra. Meginstraums- myndir eru nefnilega framleiddar út um allan heim og eru síður en svo tæknilegir eftirbátar afurða draum- verksmiðjunnar vestra. Þessi ástr- alska stórmynd hefur fengið tölu- verða útbreiðslu og ætti tvímæla- laust að eiga sér áhorfendahóp hér á landi. Hættulega nálægt: Orrustan um Long Tan er stríðsmynd með hefð- bundnu sniði sem segir sögu ástr- alsks-nýsjálensks herflokks í Víet- namstríðinu. Sá ófriður hefur verið afar vinsælt sögusvið í kvikmynda- sögunni og slær næstum seinni heimsstyrjöldinni við í þeim efnum. Kvikmyndir á borð við Apocalypse Now og Platoon eru löngu orðnar sí- gildar og eru ekki endilega stríðs- ádeilur í eðli sínu. Styrjöld er viðvar- andi ástand í gegnum mannkyns- söguna, og þó að sumum kunni að finnast það ótrúlegt getur sá veru- leiki verið spennandi að taka þátt í og/eða fylgjast með. Það hlýtur að vera helsta ástæða fyrir vinsældum þessarar kvikmyndagreinar. Að því sögðu kemur á óvart að sjá verk sem á blygðunarlausan máta gerir sér ekki grein fyrir eða er sama um hug- myndafræðilegt baksvið og merk- ingu þeirra sögulegu atburða sem það fjallar um. Hermennirnir tala ekki með amerískum hreim og myndin er ögn ferskari fyrir vikið. Það breytir því þó ekki að söguhetj- urnar eru hluti af innrásarher í stríði, sem kostaði meira en milljón innfæddra lífið og var háð í valda- baráttu og tortímingarþrá heims- velda þess tíma. Hættulega nálægt skeytir ekki um þetta og færir áhorfendum þess í stað ímynd af ástralskri karlmennsku og hetju- skap. Kvikmyndin hverfist um orr- ustuna um Long Tan sem átti sér stað hinn 18. ágúst árið 1966 í Phuoc Tuy-héraði í Suður-Víetnam milli ástralsk-nýsjálenskrar herdeildar og Víetkong-liða. Báðar fylkingar lýstu yfir sigri að henni lokinni. Frá- sagnartíminn spannar tæplega tvo sólarhringa – og hefst frásögnin kvöldið áður en bardaginn fer af stað og lýkur morguninn eftir. Ítarleg línuleg framvinda einskorðast nán- ast alfarið við sjónarhorn Ástrala. Einungis nokkur myndskeið gefa víetnömsku mótherjunum gaum, oft- ast rétt áður en þeir verða fyrir skoti (ein sena færir áhorfandann þó inn í stjórnklefa bandarískrar herþotu er hún lætur sprengjuregn falla yfir frumskóginn og hverfur síðan aftur á braut mikilvægari verkefna). Fjöl- mennt lið ástralskra leikara deilir skjátímanum og leitast er við að gefa breiða mynd af þeim mikla fjölda persóna, frá fótgönguliðanum til hershöfðingjans, sem skipa virðingarröð herdeildarinnar. Aðalpersónan er majórinn Harry Smith, leikinn af Travis Fimmel (þekktastur sem Ragnar loðbrók í Víkinga-þáttaröðinni vinsælu), sem stýrir Delta-sveitinni. Undirmenn hans eru mestmegnis óstýrilátir drengir, sem taka starfinu af temmi- legri alvöru og vilja helst spila póker og kyngja hálfpottum eins og ástr- ölskum ungmennum er lagið. Maj- órinn unir fíflalátum illa og bregður sér í loðbrókarham er hann tekur óbreyttan trúðinn Paul Large kverkataki til þess að kenna honum lexíu. Þessi sena virkar afar ótrú- verðug í mynd sem gengur undir yfirskini einhvers konar sögulegs sannleika. Samband majórsins Smiths og óbreytts Large myndar í framhaldinu tilfinningalega miðju frásagnarinnar. Eftir erfiða ákvörð- un majórsins inni á vígvellinum, sem gæti kostað meðbræður þeirra lífið, ræðst óbreyttur Large að yfir- manninum og ásakar hann um skort á mennsku. Síðar komast kump- ánarnir að því að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt og tengjast tilfinninga- böndum yfir ljósmyndum af unn- ustum sínum og hjali um heimahag- ana. Sú einfalda og nostalgíska mynd sem dregin er upp af karl- mennsku og vináttu karlmanna er afar fábrotin og klisjukennd. Til- raunir til þess að vekja samlíðan féllu fyrir ofan garð og neðan hjá rýni. Myndin hefur á sér yfirbragð þess að stríð sé stuð og góður vett- vangur fyrir drengi að verða að mönnum, en virðist alveg ómeðvituð um áfallastreituröskunina og aðra fylgikvilla sem óneitanlega fylgja í kaupbæti. Helsti styrkur myndarinnar er tæknilegur en klipping milli fjögurra mismunandi sviða orrustunnar er vel heppnuð og gefur skýra mynd af atburðarás og tíma. Tölvubrellum er haldið í lágmarki en fanga á stöku stað athyglina. Áberandi nær- myndarmyndskeið sem fylgir fallbyssuskoti frá gini vopnsins að áfangastað sínum er í senn dæmi um stílíska hugmyndaauðgi og ofbeldis- dýrkun verksins. Þótt frásagnarlega dýpt skorti fá aðdáendur stríðs- mynda og hasars eflaust þó nokkuð fyrir sinn snúð. Endatitlar mynd- arinnar básúna sigri hrósandi töl- fræðilegar upplýsingar (sem eru sögulega umdeildar) um mannfall orrustunnar og sýna fram á skýra pólitíska afstöðu verksins. Hefðbundin „Þótt frásagnarlega dýpt skorti fá aðdáendur stríðsmynda og hasars eflaust þó nokkuð fyrir sinn snúð,“ segir rýnir um Hættulega nálægt: Orrustan um Long Tan, mynd sem sýnir ástralska karlmennsku. Sambíóin Hættulega nálægt / Danger Close bbnnn Leikstjórn: Kriv Stenders. Handrit: Stu- art Beattie, James Nicholas, Karel Seg- ers, Paul Sullivan, Jack Brislee. Kvik- myndataka: Ben Nott. Aðalleikarar: Travis Fimmel, Luke Bracey, Daniel Webber, Alexander England. Ástralía, Bretland, 2019. 119 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Hvítir strákar fara í stríð Djasspíanóleikaranum og tónskáld- inu Önnu Grétu Sigurðardóttur hefur verið boðið að vera ein sjö tónlistarmanna sem koma fram við afhendingu Nóbelsverðlaunanna 10. desember næstkomandi. Þau verða afhent í gyllta salnum í Stats- huset í Stokkhólmi. Anna Gréta starfar í Svíþjóð og við afhend- inguna koma fram nokrir af þekkt- ustu tónlistarmönnum landsins, einnig þar á meðal hin hálfíslenska söng- og leikkona Edda Magnason. Anna Gréta er á síðustu árum orðin einn af eftirsóttustu djass- píanóleikurum Svíþjóðar og hefur unnið til margra verðlauna þar í landi og á Íslandi. Hún hlaut til að mynda hin virtu Monica Zetter- lund-verðlaun árið 2019 og var val- in bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2015. Leikur við afhend- ingu Nóbelsins Djasspíanisti Anna Gréta Sigurðardóttir. Hin árlega Þor- láksmessu- tónleikaröð Bubba Morthens hefur verið færð til loka janúar vegna sóttvarna- aðgerða en rúm- lega 2.000 miðar hafa þegar verið seldir á tón- leikana í Hörpu, Bæjarbíói, Bíóhöll- inni og Hofi. Verða þeir haldnir dagana 19. janúar til 6. febrúar. Bubbi ætlar engu að síður að halda sína hefðbundnu tónleika á Þorláksmessukvöld. Enginn fær að kaupa miða í salinn en allir verða velkomnir í gegnum myndlykla símafyrirtækjanna, svokallað pay- per-view. Tónleikaröð Bubba færð fram í janúar Bubbi Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.