Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ar komið var fram á sjómannadag var ég búinn að skrifa 34 sögur,“ seg- ir Ólafur. Viðfangsefni sagnanna var fólk sem Ólafur hafði kynnst í gegnum tíðina, mest frá ferðum hans um heiminn en svo segir hann að ýmsir Íslendingar hafi farið að banka upp á. „Það var ekki ætlunin í upphafi að skrifa um Íslendinga en þeir fóru að kalla úr hliðarsölum og fengu pláss á sviðinu.“ Sérkennilegar uppákomur Ólafur segir að upphaflega hafi skrifin verið honum sjálfum til dægrastyttingar en eftir að ýmsir í fjölskyldu hans og vinir lásu sög- urnar hafi kviknað sú hugmynd að lesa þær inn á hlaðvarp. Sú varð raunin og í byrjun september komu þær út hjá Storytel, Apple Podcast og Spotify. „Mér skilst að það hafi margar þúsundir manna skemmt sér við að hlusta á sögurnar. Það var nú aldrei nein sérstök kynning á þessu. Ég setti reyndar í loftið þrjú tíst en eins og fráfarandi forseti í Banda- ríkjunum hefur sannað er Twitter áhrifaríkur miðill,“ segir Ólafur. Bók Ólafs er létt og skemmtileg aflestrar og greinilegt að hann hefur skemmt sér við upprifjunina. „Já, eins og dætur mínar segja – það góða við þennan faraldur er að þú hættir að flakka og fórst að gera eitthvað skemmtilegt. Sögurnar voru fyrst og fremst skrifaðar sjálfum mér til skemmtunar. Ég skrifaði þær í ein- lægni og hreinskilni en líka frá sjón- arhorni kímninnar og með auga á hinu kostulega. Í bókinni rek ég ýms- ar sérkennilegar uppákomur, bæði með frægðarfólki veraldar og ýmsum öðrum, og leiði lesandann á bak við tjöldin þar sem hlutirnir geta verið óvæntir og fyndnir. En eins og gerist stundum þegar maður sest niður á hverjum morgni í skógarrjóðrinu, þá læðast með ýmsar lexíur og lærdóm- ar sem maður dregur á löngum ferli,“ segir Ólafur og bætir við að einhver hafi líkt lestrinum við að sitja „masterclass“ í alþjóðastjórnmálum. Margar sögurnar hafa aldrei verið sagðar opinberlega, einkum frá al- þjóðlegu starfi áður en Ólafur varð forseti, og bókin er ríkulega mynd- skreytt. „Í bókinni eru margir tugir mynda sem hafa aldrei sést áður og eru bæði mjög persónulegar og óvæntar.“ Ærin vinna að skrifa ævisögu Ólafur kveðst aðspurður ekki vera með það á dagskránni að skrifa hefð- bundna ævisögu þótt efniviðurinn sé nægur. „Ég kom nú 250 kössum með gögnum á Þjóðskjalasafnið. Í þeim varningi voru margir tugir af minnis- bókum og dagbókum. Það yrði nú ærin vinna að fara að skrifa formlega ævisögu og ég er ekki viss um að mér myndi finnast það skemmtilegt. Kannski er tími formlegrar ævi- sögu liðinn, ég hef alla vega ekki ver- ið með neinar áætlanir með það. Þessi bók er að koma út af því farald- urinn setti allt í fjötra, ef það hefði ekki gerst hefði ég verið á flakki,“ segir Ólafur sem viðurkennir þó að þessi nýja lífsreynsla, að skrifa sög- ur, hafi verið ánægjuleg og hann hafi skrifað með bros á vör. „Ég hef svo haldið áfram seinni part sumars og í haust og skrifað öðruvísi sögur. Þær eru ekki um frægðarfólk í útlöndum. Hvort ég gef þær út verður að koma í ljós. Ég sagði við dætur mínar að sögurnar væru fyrir þær, þær eru alla vega ekki fyrir Kára!“ Skrifar skemmtisögur í sveitinni  Ólafur Ragnar Grímsson notaði Covid-tímann í vor til að rifja upp kynni sín af þekktu fólki í gegn- um tíðina  Skemmtisögur hans nú komnar út á bók  Skrifar með bros á vör og er alls ekki hættur Morgunblaðið/Árni Sæberg Á heimaslóðum Ólafur Ragnar með hundinum Samson nálægt heimili hans og Dorritar Moussaieff í Mosfellsbæ. VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þótt ég hafi skrifað margt um æv- ina, ræður og fleira slíkt, hef ég ekki sest niður áður og skrifað texta mér til skemmtunar,“ segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands, sem blandar sér óvænt í jóla- bókaflóðið í ár með bókinni Sögum handa Kára. Í bókinni er að finna frásagnir Ólafs af ferðum hans um heiminn á fjörutíu ára ferli í stjórnmálum og kynnum af fólki. Meðal þeirra sem koma við sögu eru Bill og Hillary Clinton, Vladimír Pútín, Jiang Zemin og Ted Turner auk fjölmargra þekktra Íslendinga. Tilurð bókarinnar er óvenjuleg og tengist kórónuveirunni sem breytt hefur lífi margra. Síðan Ólafur lét af embætti forseta Íslands fyrir rúmum fjórum árum hefur hann ferðast vítt og breitt um heiminn. Þegar veiran tók yfir voru ýmis áform og verkefni sett á ís. „Ég var í byrjun mars bæði á Ind- landi og í Berlín og þá voru nú ekki margir að tala um þessa veiru. Tveimur vikum síðar var búið að loka báðum þessum löndum. Skömmu eft- ir að ég kom heim veiktist Dorrit. Hún var hér í einangrun og ég sinnti henni eins og lög gerðu ráð fyrir. Í lok apríl sá ég að þetta ástand myndi halda áfram og því var spurning hvað ég myndi gera,“ segir Ólafur. Hann segir að þá hafi rifjast upp fyrir sér símtal frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, árið áður. Kári hafði leitað ráða vegna glímu við yfirvöld í Kína og kveðst Ólafur hafa sagt honum nokkrar sögur af samskiptum sínum við Kínverja. Kári hafði gaman af sögunum og hvatti Ólaf til að festa þær á blað. „Í einangruninni í apríl þegar maður horfði bara á trén og snjóinn og Kári var alltaf í sjónvarpinu þá rifjaðist þessi hvatning upp. Ég byrj- aði að setjast niður og skrifa og þeg- Heimsókn Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning með Dorrit og Ólafi á Bessastöðum árið 2000. Noregskonungur sýndi vinarþel eftir hrunið. Morgunblaðið/Arnaldur Í bók sinni Sögur fyrir Kára segir Ólafur Ragnar meðal annars af kynnum sínum og Haraldar Nor- egskonungs. Hann rekur heimsókn konungs og Sonju drottningar hing- að árið 2000 og bætir við að árin á eftir hafi hann og Dorrit hitt kon- ungshjónin við ýmis tækifæri. „Hrunið skóp þó hlé á ferðum. Glíman hér heima varð dagleg önn. Ísland reri lífróður. Leiðtogar Norð- urlanda voru okkur ekkert sérstak- lega hliðhollir; stóðu með Bretum og Hollendingum í deilum um Icesave; fylgdu hinni hörðu línu Evrópusam- bandsins; drógu lappirnar í stjórn IMF,“ skrifar Ólafur Ragnar. Hann hafi því ekki vitað hvernig Haraldur myndi taka sér á hátíða- höldum í Litháen árið 2009. „Har- aldur gekk fagnandi á móti mér, tók mig í fangið og sagði: „Það hafa ver- ið erfiðir tímar hjá þér, vinur.“ Hlýr og skilningsríkur; spurði grannt um glímu Íslendinga, hvernig fólkinu vegnaði; hefðu sjómenn haldið áfram að róa? Ég lýsti hugarfarinu og vandanum. „Það mun birta,“ sagði konungurinn. „Hugur minn er hjá ykkur.“ Í kjölfarið var þeim Dorrit boðið í heimsókn til konungs- hjónanna, táknrænt boð sem sýndi vinarþel að mati Ólafs. „Sannarlega reyndist hann okkur betur en aðrir sem réðu norrænum ríkjum. Þegar Íslendingar voru bún- ir að ná sér á strik og EFTA- dómstóllinn hafði kveðið upp sinn dóm – Ísland bar þar sigurorð af Bretum, Hollendingum og Evrópu- sambandinu – komu forsætisráð- herrar Norðurlanda saman í Stokk- hólmi. Það var vorið 2013. Jóhanna sat heima því hún hafði tapað kosn- ingunum. Sendiherra Íslands mætti. Í kvöldverðinum sagði forsætisráð- herra Noregs upp úr þurru: „Það er nú meiri skandallinn, þessi úrskurð- ur EFTA-dómstólsins í Icesave- deilunni!“ Kollegar hans nikkuðu. „Dómararnir hljóta að hafa verið galnir,“ bætti forsætisráðherra Dan- merkur við. Sendiherra Íslands rak í roga- stans. Hann reyndi þó að malda í mó- inn: „Þið teljið þá að almenningur hafi átt að borga skuldir bankanna?“ „Já, svaraðu nú, Jens,“ sagði kona hins norska og hló. Leiðtogar krata á Norðurlöndum kusu þá að þegja. Þegar ég heyrði frásögnina af þessum kvöldverði varð mér hugsað til framgöngu konungsins. Árétta því: Þegar Íslendingar ræða lær- dóma af hruninu skiptir miklu að gleyma ekki vináttu Haralds V Noregskonungs,“ segir í bók Ólafs Ragnars. Töldu Icesave-úr- skurð vera skandal  Vinarþel Haraldar Noregskonungs Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.