Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 HÓLAR barnabolir Kr. 2.970.- KAROL stuttermabolur Kr. 3.990.- LOGAN stuttermabolur Kr. 2.990.- KAROL barnabolir Kr. 2.970.- 2 FYRIR1 AF ÖLLUM BOLUM Þegar ég renndi þessariplötu í fyrsta sinn vorusjálfsefasemdir um hæfnimína til að dæma slíka plötu fyrirferðarmestar í huga mín- um. Það er ekkert að marka mig, ef mig skyldi kalla, þegar kemur að tilfinningaríkri popptónlist dagsins í dag. Ég hlusta á þunga og til- raunakennda tónlist og leik mér að því, en poppið á ég erfiðara með. Ég ákvað því að renna plötunni bara aftur og aftur og vona að með tímanum myndi platan sjálf segja mér hvað ég gæti skrifað um hana. Bríet hefur verið opinská með að textar plötunnar séu um ástarsorg og flækjustig sem skapast sökum hennar. Ég á erfitt með slíkt á þessum tímapunkti í lífi mínu og verð að minna mig á að þarna er um 21 árs stelpu að ræða. Ég ákvað að hlusta ekki nema einu sinni í heyrnartólum heldur splæsa í diskótek í stofunni og þá fór margt að gerast. Til að byrja með má nefna að hljóðvinnsla plötunnar er til fyrir- myndar og diskósmellirnir „Fimm“, „Hann er ekki þú“ og „Nær þér“ ná mér í dansstuð. Ég fer að óska þess að öll platan væri full af dans- poppi því þá væri mun léttara að fjalla um hana. Þessi plata er nefnilega langt frá því að vera eitt- hvert léttmeti, þótt um popptónlist sé að ræða. Laglínur og rödd Bríetar eru grípandi og þar er ein- hver tónn sem vinnur á. Ég skil vel að platan höfði til ungra karla og kvenna sem eru að vinna með til- finningar sínar alla daga og bæði góðir textar á íslensku og fínn hljómur hjálpa þar tvímælalaust til. Bríet kýs að fara þá leið að skrúfa upp persónulega upplifun stúlku sem er í nýju sambandi en samt enn í ástarsorg út af fyrrver- andi og það þarf auðvitað ríkulegan skammt af hugrekki til að standa að baki slíkri útgáfu. Samt er eitt- hvert ójafnvægi í gangi að mínu mati og ég vona innilega að þar sé ekki bara kynslóðabil milli mín og hennar að verki en mér finnst ég bara ekki ná að tengja við plötuna. Maður er svo rækilega minntur á að þarna er óhamingja og vansæld í gangi að maður nær ekki að gleyma sér. Fyrir mér er tónlist eins og tæki til að gleyma stað og stund og ég er ekki enn komin þangað með plötuna, þrátt fyrir yfir tuttugu hlustanir. Hún er fín til að hlusta á í baði og einnig til að hafa í stofunni þar sem maður hoppar upp úr sófanum og dansar við lögin þrjú, en er það nóg? Tím- inn einn getur skorið úr um það hvort þessi plata verði álitin meist- araverk 21 árs stúlku og hennar fyrsta breiðskífa á löngum og far- sælum tónlistarferli. Ég vona það innilega því Bríet á mikið inni. Í bili læt ég mér nægja að segja að „Nær þér“ nær mér alltaf og ég dansa til að gleyma. „Nær þér“ nær mér Morgunblaðið/Hari Opinská „Tíminn einn getur skorið úr um það hvort þessi plata verði álitin meistaraverk 21 árs stúlku og hennar fyrsta breiðskífa á löngum og farsæl- um tónlistarferli. Ég vona það innilega,“ segir rýnir um fyrstu plötu Bríetar. Popp Bríet – Kveðja, Bríetbbbmn Fyrsta breiðskífa Bríetar Ísis Elfar, sam- in og unnin af Bríeti og Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Aðrir flytjendur á plötunni eru Gabríel Örn Ólafsson í „Djúp sár gróa hægt“ og „Rauðar rósir fölna“ og Rubin Pollock í „Eltum sólina (Inter- mission)“. Útgáfudagur er 10. október 2020. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Þetta rit fjallar um kristallaog hagnýtingu þeirra í vís-indum, einkum silfur-bergs. „Sérstaða silfur- bergsins er sú að á um 250 ára tímabili [frá því um 1668 að telja] var aðeins einn staður í heiminum, Helgustaðanáman við Reyðarfjörð, þar sem finna mátti kristalla af slíkri gerð, stærð og tærleika að nýta mætti þá til vísindarann- sókna“ (12). Margir af þekkt- ustu vísinda- mönnum heims- ins notuðu þetta silfurberg við athuganir sínar og leystu með þeim ýmsar gátur um eðli ljóss, uppbyggingu efnisheims, víxlverkun ljóss og efnis, raf- og seguláhrif o.fl. Sá sem þetta ritar hefur engar forsendur til þess að lýsa þessum rannsóknum en las bókina með augum áhugamanns um hugmynda- og vísindasögu. Lausnir og skýringar á skautun ljóss sem fundust með notkun silfurbergs gegna lykilhlutverki í rannsóknum og eftirliti „í matvælaiðnaði, í lyfja- fræði, læknisfræði og á fleiri svið- um“ (249). Nýjar uppfinningar á millistríðsárunum, t.d. nýjar skaut- unarsíur sem kallaðar voru Polar- oid, drógu mjög úr mikilvægi silf- urbergs (265). Sagan er sögð með hliðsjón af rannsóknum einstakra vísinda- manna, sá elsti fæddur 1625, sá yngsti á fyrsta áratug 20. aldar. Stiklað er á stærstu steinum í ævi- sögu þeirra, grein gerð fyrir mennt- un og athugunum. Allt voru þetta eldklárir karlar, sannkallaðir fjöl- fræðingar því að mörk milli ein- stakra vísindagreina voru óljós; Newton, Nicol, Malus, Faraday, Röntgen, Einstein, svo einhver nöfn séu rakin. Hér má líka nefna Eng- lendinginn Thomas Young sem var menntaður læknir, flutti fyrirlestra um eðlisfræði og rannsakaði ljós og liti og afrekaði auk þess að lesa fyrstur manna egyfska letrið á Rós- ettusteininum fræga (74). Pólitík og vísindi ríma stundum illa saman. Nasistar viðurkenndu t.d. ekki „gyðingaeðlisfræði“ og megum við e.t.v. þakka fyrir það; þeir hefðu hugsanlega komið sér upp kjarnorkuvopnum ella (253). Hliðstæða í samtímanum er sú skoð- un ýmissa stjórnmálamanna að loftslagsvísindi séu eins konar sápu- kúla. Hérlendis báru menn litla virð- ingu fyrir rannsóknum fiskifræð- inga um nokkurt skeið; hagsmuna- varslan bar skynsemina ofurliði. Inn í þessa vísindasögu er skotið köflum þar sem greint er frá atburð- um hér á landi, ekki síst þeim sem tengjast einokunarverslun, stöðu landsins í Evrópusögu og náma- vinnslu á Helgustöðum. Einn maður lést við gröftinn í námunni 1923 (246). Síðustu tilraunir til að vinna silfurberg úr námunni voru gerðar 1946-7 og 1952 og silfurbergssalli var malaður til steiningar húsa fram um 1950 (272). Út voru flutt mörg hundruð tonn af silfurbergi, einkum á 19. öld. Þetta er ljómandi læsileg bók, ekki síst vegna þess að höfundar hafa traustatök á íslensku máli og beita því fjörlega við flóknar útskýr- ingar. Það er í rauninni stór- merkilegt hvað fyrri tíðar menn lögðu ótrauðir á brattann með hug- myndir sínar einar að vopni en lítið af tækjum. Fram kemur í formála að Leó hafi lesið meira en 10 þúsund vísindaritgerðir og hundruð bóka um kristalla og ljósfræði, enda dag- ljóst að hér er hvergi kastað til höndum. Leó lést 13. mars 2020. Margar myndir prýða bókina, m.a. fágætar ljósmyndir frá árdögum ljósmyndunar á Íslandi. Silfurberg, ljósfagurt orð! Fræði og saga Silfurberg. Íslenski kristallinn sem breytti heiminum bbbbn Eftir Kristján Leósson og Leó Kristjánsson. Mál og menning 2020. Innb., 286 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Faðirinn Leó Kristjánsson jarð- eðlisfræðingur með silfurberg. Morgunblaðið/Eggert Sonurinn Kristján Leósson hampar einnig fallegu og björtu silfurbergi. Nocturne er yfirskrift ljósmyndasýningar Hröfnu Jónu Ágústsdóttur sem opn- uð hefur verið í Skoti Ljós- myndasafns Reykjavíkur. „Verkið fangar ævintýraver- öld næturinnar í hversdags- legu íslensku borgarlands- lagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans,“ segir í til- kynningu. Hrafna Jóna lauk diplóm- anámi í skapandi ljósmyndun í Ljós- myndaskólanum 2020. Hún leitast við að tjá dekkri hliðar eigin hugs- ana og skynjunar í gegnum ljós- myndun og aðra listmiðla. Um sýn- inguna segir hún: „Ég er náttfari og hef alltaf verið, ég er á heima- velli í rökkrinu, sköpunarkraftur minn nærist á myrkrinu og ég lifna við. Myrkrið dregur fram og ýkir upp það sem við sjáum ekki með eigin augum, öll skúmaskotin, alla skuggana.“ Sýningin, sem stendur út janúar 2021, er opin virka daga kl. 12-17 og laugardaga kl. 13-16. Nocturne í Skoti Ljósmyndasafnsins Nocturne Ljósmyndaverk eftir Hröfnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.