Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ✝ Þröstur Ingi-marsson fædd- ist í Reykjavík 18. apríl 1963. Hann lést á líknarstofu Heilbrigðis- stofnunar Suð- urnesja 19. nóv- ember 2020. Hann var næstyngsta barn hjónanna Ingimars Einars Ólafssonar, f. 1936, d. 2016, og Ingibjargar Ólafs- dóttur, f. 1937, d. 2002. Alsystk- ini Þrastar eru Ólafur Haf- steinn, f. 1961, Ingibjörg Hrönn, f. 1962, og Rúnar Hrafn, f. 1965. Hálfsystkini Þrastar sammæðra eru Margrét Helga Ólafsdóttir, f. 1955, Ásta Guðmundsdóttir, f. 1957, og Þorvaldur Árni Þor- valdsson, f. 1975. Hálfsystkini ið 1983 og útskrifaðist síðar sem kerfisfræðingur frá Tölvu- háskólanum árið 1988. Hann starfaði sem slíkur meðal ann- ars hjá OZ og Orkuveitu Reykja- víkur. Eins sinnti hann kennslu, meðal annars hjá Stjórnunar- félagi Íslands og Rafiðnaðar- skóla Íslands. Síðustu árin starf- aði hann sem félagsliði á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítal- ans. Hugaríþróttir og síðar pílu- kast áttu hug Þrastar allan og í þeim greinum raðaði hann sér í fremstu röð. Ungur keppti hann fyrir Íslands hönd í skák með góðum árangri. Þá var hann um árabil í landsliðum Íslands í bridge og pílukasti. Útför Þrastar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 27. nóv- ember 2020, klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni einnig streymt. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y6c4qwzm Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https:/www.mbl.is/andlat Þrastar samfeðra eru Margrét, f. 1958, og Ólafur Helgi, f. 1959. Stjúpfaðir Þrastar er Þorvaldur Þor- valdsson, f. 1945. Þröstur kvæntist Ingibjörgu Gríms- dóttur og eignuðust þau dótturina Ingi- björgu Sunnu, f. 29.5. 1986. Þau skildu. Börn Ingibjargar Sunnu eru Ingibjörg Andrea Jóns- dóttir, f. 4.2. 2006, og Karl Birg- ir Jónsson, f. 10.9. 2012. Eftirlif- andi eiginkona Þrastar er Elínborg Steinunnardóttir, f. 1973. Sonur hennar er Agnar Dofri Stefánsson, f. 1995. Þröstur varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi ár- Elsku besti Þröstur minn, ég trúi ekki að þú sért farinn því án þín get ég ekki lifað. Þú ert svo góður maður hefur reynst syni mínum sem faðir í 17 ár og reynst okkur svo vel í veikindum hans. Að fá ekki að heyra þig hlæja, gefa fimmu og taka dans- spor verður sárt. Heimurinn verður aldrei eins án þín elskan mín. Ég gleymi ekki hvað þú varðst óánægður með að fá ekki að fylgjast betur með mér og heimsækja mig á deildirnar í veikindum mínum. Harpa vin- kona okkar var daglegur gestur í kaffi og þér þótti voða vænt um hana og gott að fá hana í heim- sókn, sérstaklega þegar ég var á spítalanum og þú einn heima eft- ir 17 ár. Svo þegar þú veikist komstu inn á sömu deild og ég. Þar fengum við að eyða síðustu vik- unum þínum saman. Þú sagðir alltaf að það væri ekkert að þér. Það var svo gott að vera í kring- um þig og á spítalanum var svo gott að geta alltaf borðað hádeg- is- og kvöldmat. Núna get ég ekki borðað, af því þú ert ekki með mér. Ég gat heimsótt þig hvenær sem var, sem var svo gott. Við ætluðum að vinna þetta fjandans ár 2020, 2-0, ég færi að labba og þú að sigrast á krabba- meininu. Við ætluðum ekki að láta þetta ár vinna okkur og fyr- ir þig ætla ég að standa við minn part, elskan, þú tapaðir baráttu þinni 17. nóvember. Það var gott að búa með þér, við gerðum mikið grín hvort að öðru og höfðum við það virkilega gott með dýrunum okkar fjór- um. Þetta verður erfiðast fyrir Golíat greyið, hann er svo mikill pabbakall en þeir fá að koma í kistulagninguna að kveðja þig sem betur fer og vonandi skilja þeir að pabbi þeirra sé farinn. Það voru margar ferðirnar sem þú fórst í Sandvíkina með þá ég kom með ef veðrið var gott. Við áttum sameiginlegt áhugamál píluna, þar áttir þú marga góða vini sem hafa misst góðan vin. Þú varst vinsæll í píl- unni og hefur það samfélag misst mikið. Þegar ég slasaðist voru það vinir þínir úr pílunni sem voru til staðar fyrir þig. Einu sinni fórum við á pílumót á Akureyri og þú fékst áminningu fyrir hávaða og Siggi góður vin- ur þinn kvartaði af hverju skemmtilegasti maður mótsins gat verið áminntur. Ástin mín, ég elska þig enda- laust og mun sakna þín alla ævi. Ég stend við mitt loforð og hugsa um Sunnu og krakkana. Þín Elínborg (Ella). Elsku pabbi. Sorgin er allt- umlykjandi og við söknum þín sárt, ég og börnin. Efst í huga er þó þakklæti. Þú markaðir líf okkar á afgerandi hátt með góð- mennsku þinni, æðruleysi, húm- or og jafnaðargeði. Þú mættir áskorunum með stóískri ró og barst af í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Allar stundir voru góðar stundir með þér. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Ingibjörg Sunna Þrastardóttir og börn. Minn yndislegi bróðir Þröstur (eða Sössi eins og við fjölskyldan kölluðum hann) hefur kvatt þennan heim eftir stutta baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það var honum mikið áfall að veikjast, en hann tókst á við hlutskipti sitt af einstöku æðru- leysi, staðráðinn í að yfirstíga sérhverja hindrun sem á vegi hans varð. Það var erfitt að vera kippt svo skyndilega út af vinnumark- aði og þátttöku í píluæfingum og mótum með félögum sínum sem voru hans líf og yndi. Hann hélt góðu sambandi við vinnufélaga og píluvini allt fram að hinsta degi og var það honum mikils virði. Alltaf var stutt í hláturinn og grínið og sagðist hann stundum ekki fara á vakt þennan daginn en kannski síðar. Hann bar mikið traust og þakk- læti til allra sem önnuðust hann í veikindum sínum, en síðustu vikurnar lá hann á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja (HSS) þar sem hann lést í faðmi fjölskyld- unnar. Ég minnist Þrastar með þakklæti og hlýju og höfum við systkinin ætíð haldið góðu sam- bandi og glaðst yfir þeim tíma sem við áttum saman í annríki dagsins. Við ólumst upp í for- eldrahúsum og hafði Þröstur gaman af því að láta okkur systkinin leysa hinar ýmsu stærðfræðiþrautir og kenndi okkur að tefla og spila vist og kana og síðar bridge og oft var glatt á hjalla. Það gat verið áskorun að spila með Þresti, enda kappsamur og staðráðinn í að vinna. Á æskuárunum var hann alltaf skemmtilegur og uppátækjasamur og átti það til að bæta nokkrum jólagjöfum undir tréð merktum sér frá jóla- sveininum ef honum fannst vera þunnt smurt þau jólin. Á háskólaárum okkar bjugg- um við Þröstur saman í mið- bænum, ekki langt frá æsku- heimili okkar á Þórsgötu. Ég minnist þess tíma með þakklæti og mun sakna nærveru hans, hlýju og hans einstöku sýn á lífið og tilveruna, rökvísinnar, hlát- ursins, stríðnislegs glottsins og húmorsins sem aldrei var langt undan. Þröstur átti eina dóttur, Ingibjörgu Sunnu, sem sér nú að baki ástkærum föður sínum. Hvíl í friði kæri bróðir. Hrönn systir. Mig langar til að minnast Þrastar bróður míns í nokkrum orðum og þegar ég lít yfir farinn veg þá koma æskuminningarnar hvað sterkast í gegn. Það var alltaf líf og fjör á æskuheimili okkar við Þórsgötu. Við vorum mörg í heimili og stutt á milli okkar systkinanna í aldri. Frá því að ég man eftir mér sem krakki og fram að ung- lingsárum lékum við Þröstur okkur saman flestum stundum utan skóla. Til að það væri gam- an þurftum við alltaf að vera að keppa; einhver varð að vinna, annars var ekkert varið í leikinn. Allt frá því að rúlla kúlum í tin- dáta eða skjóta þá með teygju í að spila fótbolta á Skólavörðu- holtinu og handbolta á vellinum hjá Vörðuskóla fram í myrkur. Flesta daga vorum við saman og Þröstur passaði upp á mig þar sem hann var tveimur árum eldri. Hann var yfirburðamaður á heimilinu í skák og mátaði mig gjarnan með bakið í taflið, ég held ég hafi aldrei svo mikið sem náð jafntefli við hann. Á jólum og öðrum hátíðisdögum var mik- ið spilað á okkar æskuheimili. Alveg sama hvort það var bridge, vist eða kani þá stóð hann yfirleitt uppi sem sigurveg- ari í lok kvölds og stundum flugu spilin frá mér yfir borðið eftir sárt tap. Þröstur naut þess að vinna þessa leiki, stundum var það mitt eina svar að reyna að lumbra aðeins á honum og við flugumst á þar til annar gafst upp. Þar hafði ég kannski oftar betur af því að ég gat orðið svo brjálaður eftir að hafa tapað. Ég var 11 ára og Þröstur 13 ára þegar við fluttum í Víði- grundina í Kópavoginum. Þar áttum við nokkur góð ár saman í boltaleikjum í dalnum og flesta daga var farið í handbolta (sokkabolta) á svefnherbergis- ganginum. Myndir og aðrir munir sem mamma hafði komið fyrir á ganginum viku smátt og smátt og var forðað frá skemmdum. Þröstur lifði alltaf í núinu og fyrir það sem hann hafði áhuga á; hvort heldur sem það var skák, bridge eða píla þá átti það hug hans allan og árangurinn var eftirtektarverður. Þegar hann afboðaði sig í fjölskyldu- boðin í gegnum tíðina var það vegna þess að hann þurfti að keppa í bridge eða pílu á sama tíma og fór ekkert á milli mála hvað hafði forgang hjá honum. Um tíma bjó hann hjá okkur Birnu í kjallaranum á Urðar- stígnum og þá var gaman að kíkja í kjallarann og kasta pílu eða spjalla. Þröstur fór sínar eigin leiðir, var glaðlyndur, forðaðist átök og erjur en gat samt verið þrjósk- ur. Það var alltaf gaman að vera með Þresti, mikill húmoristi og alltaf stutt í hans hlýja innilega tárahlátur og alltaf voru létt og skemmtileg umræðuefni. Á milli okkar var alltaf hlýtt og gott samband þó svo sam- gangur hafi ekki alltaf verið mikill í seinni tíð. Ég geymi minningar um góð- an dreng og kæran bróður. Rúnar. Nú hefur hann Þröstur bróðir minn kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Þröstur var fjórði í aldursröð okkar sex systkin- anna sem ólumst upp saman á Þórsgötu í Reykjavík og síðar í Víðigrundinni í Kópavogi. Það er stutt á milli okkar systkinanna í aldri og þráðurinn okkar á milli var þéttur í upp- vextinum. Það var oft mikið fjör, íþróttir, spil og leikir. Eins og gengur oft einhver metingur. Flestu var stillt upp sem keppni. Til að jafnvægis væri gætt og eining héldist í systkinahópnum passaði mamma upp á að líkt væri gert við alla. Það gerðist þó á jólum að Þröstur fékk stund- um fleiri jólagjafir en við hin, gjafirnar komu frá jólasveinin- um og einu sinni man ég að hann fékk líka gjöf frá aðdáanda. Þessar gjafir orsökuðu öfund okkar hinna, við vorum stund að átta okkur á að jólasveinninn og aðdáandinn hans Þrastar voru einn og sami maðurinn, hann sjálfur. Við bræðurnir spiluðum oft og tefldum, yfirleitt vann Þröstur, jafnvel þótt hann sneri baki í taflborðið og tefldi við tvo eða fleiri í einu. Þröstur var skarpgreindur, kurteis og ljúfur. Hann var hæg- látur og hljóðlátur, lét ekki mik- ið fyrir sér fara. Þröstur var af- reksmaður og náði miklum árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur í leik sem starfi. Ís- landsmeistaratitlarnir hans Þrastar eru ófáir, þeir komu fyr- ir skák, bridge og pílukast. Það skipti Þröst öllu að vinna hverja keppni, verðlaunagripirnir skiptu minna máli og stór stafli verðlaunagripa Þrastar er í kjallaranum hjá mér og hefur verið í mörg ár. Einn besti vinur Þrastar, liðs- félagi í pílunni, er líka afreks- maður í golfi. Þröstur nefndi það við mig í sumar að gaman væri að prófa golfið, ég áttaði mig fljótt á að hann langaði að skáka vini sínum á golfvellinum. Hann var ótrúlegur keppnismaður. Þröstur var útskrifaður tölv- unarfræðingur, hann vann heil- mikið við fagið við forritun og kennslu. Hann vann við forritun hjá OZ, þá mest með starfsstöð í Svíþjóð. Við Þröstur unnum tals- vert saman í tölvugeiranum, inn- leiddum meðal annars tölvunotk- un við úrvinnslu gagna á hestamannamótum, smíðum stóðhestavef Eiðfaxa og Þröstur vann við forritun fyrstu útgáfu WorldFengs sem er uppruna- ættbók íslenska hestsins. Hann kenndi hjá Stjórnunarfélagi Ís- lands, við Tölvuskóla Halldórs Kristjánssonar og við Tölvuskóla Rafiðnaðarsambandsins. Í seinni tíð starfaði Þröstur svo á Lands- spítalanum sem gæslumaður á réttar- og öryggisgeðdeild. Þröstur var ekki upptekinn af lífsgæðakapphlaupinu, hann lifði fyrir daginn í dag og athygli hans og orka fór í það sem hann fann sig í þá stundina. Við systk- inin heyrðum minna frá Þresti í seinni tíð, hann var sjálfum sér nógur og varði tímanum með Ellu sinni sem hann giftist sum- arið 2019, eftir margra ára sam- búð. Tíðindin af giftingu þeirra Þrastar og Ellu bárust okkur systkinum Þrastar á facebook að giftingu lokinni, Þröstur gerði ekki mikið úr hlutunum. Elsku bróðir, takk fyrir allt sem þú gafst af þér, hvíldu í friði. Minningin um einstakan mann lifir. Þinn bróðir, Ólafur H. Einarsson. Í dag kveðjum við Þröst eða eins og við vinirnir oft kölluðum hann, „Bíbí“, með hlýju og sökn- uði. Í okkar hópi ríkir nú mikil sorg en í senn mikil lotning fyrir minningu um fallna hetju. Þú kynntir mér pílukast fyrir all- nokkrum árum. Ég á margar góðar minningar með þér sem nú streyma nú fram þegar ég sest hér niður til að skrifa til þín hinstu kveðju. Þú varst alltaf svo stoltur af mér þegar ég vann þig í leik; þrátt fyrir að þú tapaðir varstu svo stoltur af mér þar sem ég var afleggjari frá þér í pílunni. Man ég þegar pílan var húsnæðislaus eitt árið, þá tókst þú málin í þínar hendur og leigð- ir stórt húsnæði og settir upp aðstöðu fyrir bæði áhugamálin þín, píluna og bridge. Það var gaman að standsetja þetta hún- sæði með þér ásamt öðrum vin- um og fjölskyldu. Þú varst einstakur, Þröstur, einstakt eintak af manni að mínu mati. Þú gafst seint þinn hlut og talaðir oft ekki til vinsælda. En það var oft sem á því var þörf. Þú hafðir þínar skoðanir og varst ófeiminn við að opinbera þær. Skapaðir margar góðar og hressilegar umræður innann hópsins. Fannst mér oft gaman að takast á við þig í orði eins og í leik. Þú ferðaðist víða um heiminn, þú áttir vini um alla veröld. Þú varst oft í tveimur landsliðum á sama tíma; pílu og í bridge. Stundum var erfitt fyrir þig að púsla saman í hvaða landsliðs- ferð þú ætlaðir. Þú varst mikill gleðipinni og var gaman að ferðast með þér innanlands sem utan. Það var alltaf jafn gaman að sjá þig vinna mikla spennu- leiki í pílunni, þegar þú tókst þinn gleðidans. Hvernig þú spriklaðir um og fékkst flesta sem sáu þig til að springa úr hlátri því það verður að viður- kennast að þú hafðir ekki mikla danshæfileika og voru þessi spor þín algjörlega einstök. Það var alltaf jafn gaman að sjá þig taka þessi frábæru spor. Nú í vor greindist þú skyndi- lega með heilaæxli. Þú tókst því með einstöku æðruleysi og barð- ist hetjulega við sjúkdóminn. Drekinn þinn kom eins og þruma aftan að öllum, því að þín heittelskaða kona lenti í hörmu- legu slysi í janúar, héldum við að það hefði verið nóg á ykkur lagt. Þú varst búinn að vera hennar stoð og stytta og þegar hún var að komast aftur á kreik greinist þú með þinn sjúkdóm. Þetta var allt saman eitthvað svo óraun- verulegt og er enn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, með trega í hjarta kveð ég þig elsku vinur. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör og verð ævinlega þakklát fyrir allar dýrmætu góðu minningarnar sem þú hef- ur gefið mér í gegnum árin. Ella mín, Sunna, Andrea, Kalli, Agnar og aðrir ástvinir, sendi ég ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi allar góðir vættir í heiminum gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Góðar minningar um einstak- an mann munu lifa í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði Bíbí. Petrea Kr. Friðriksdóttir. Þvílíkt reiðarslag var að heyra það að þú værir dáinn, maður á besta aldri og áttir allt lífið framundan. Þú sem hafðir allt að bera og varst svo hörku- duglegur. Ég hafði fengið fregn- ir að þú hefðir veikst en ég fann það á mér að þú myndir rífa þig upp úr þessu því að viljastyrk- urinn var eitthvað sem þú svo sannarlega hafðir. Ég man að við höfðum hist áður þar sem við áttum nú sam- eiginlega vini en ekki gat ég sagt að ég hafi byrjað að kynnast þér fyrr en við fórum að vinna sam- an á Öryggisgeðdeildinni og þar byrjuðu kynnin. Þú varst öðling- smaður og alltaf vildir þú allt fyrir alla gera. Þú varst fluttur í Hafnir og ég í Ásbrú, ekki vant- aði almennilegheitin þar sem þú bauðst til þess að sækja mig og við gátum verið samferða í vinn- una. Það var rosalega gott að leita til þín þar sem þú áttir svo auðvelt með að gefa þér tíma til að rétta manni hjálparhönd, eins og t.d. í sambandi við tölvumál þar sem ég var gjörsamlega blautur á bak við eyrun en þú ávallt til staðar. Ég get nefnt dæmi þar sem ég og kærastan mín vörum föst á Reykjanes- brautinni og ég á leiðinni í vinn- una, þá sprakk hjá mér dekk og ég var gjörsamlega strandaglóp- ur í þessum nístingskulda í marsmánuði. Þá hringdi ég í Þröst og ekki varstu lengi að koma mér til hjálpar og keyrðir mig í vinnuna. Ég gæti skrifað endalaust um þig en það væri efni í heila bók. Ég er mjög ánægður að hafa fengið að kynn- ast þér og mun ég aldrei gleyma þér. Þú munt ávallt vera í mínu hjarta. Kæra Ella og Sunna, ég sendi ykkur mínar innilegu samúðar- kveðjur og mun ég biðja góðan Guð að styrkja ykkur á þessum sorgartíma. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Guðmundur Árni Sigurðsson. Lítill fugl á laufgum teigi losar blund á mosasæng, heilsar glaður heiðum degi, hristir silfurdögg af væng. Flýgur upp í himinheiðið, hefir geislastraum í fang, siglir morgunsvala leiðið, sest á háan klettadrang. Þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel. Skín úr augum skáldsins gleði, skelfur rödd við ljóðin ný, þó að allir þrestir kveði þetta sama dírri-dí. Litli fuglinn ljóða vildi listabrag um vor og ást. Undarlegt að enginn skyldi að því snilldarverki dást. (Örn Arnarson) Sú harmafregn barst um helgina að elsku Þröstur, pabbi hennar Sunnu okkar, væri dá- inn. Þessi ljúfi og góði maður sem greindist með heilaæxli í sumar er nú allur. Sunna hugs- aði vel um pabba sinn þennan stutta tíma sem hann átti eftir í jarðvist sinni og Þröstur sýndi æðruleysi og styrk í veikindum sínum. Þröstur var vinmargur, hrókur alls fagnaðar enda skemmtilegur og fyndinn með góða nærveru, ótrúlega góður í skák og bridge og vel liðinn í vinnu. Nú er skarð fyrir skildi, mikill er missir fjölskyldu og ættingja og sár söknuður. Minn- ing Þrastar mun lifa með okkur um ókomna tíð. Fjölskyldu Þrastar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Grímsdóttir og fjölskyldan Kleppsvegi 106. Þröstur Ingimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.