Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Ný og endurbætt landamæraeft- irlitsstöð á athafnasvæði Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík hefur verið tekin í notkun. Fyrr á þessu ári tilkynnti MAST að umsókn Samskipa um uppfærslu á leyfi til reksturs landamæraeftirlitsstöðvar hefði verið samþykkt af hálfu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA og Evr- ópusambandsins, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins. Landamæraeftirlitsstöðin ber kennimerkið IS REY 1b og er skráð sem slík bæði hjá MAST og Evrópusambandinu. Á landamæra- eftirlitsstöð Samskipa má afgreiða allar pakkaðar vörur úr dýraríkinu, hvort sem er til manneldis eða ekki, ásamt pökkuðum vörum til manneldis sem ekki eru úr dýrarík- inu. Fyrra leyfi Samskipa náði til færri vara og styður breytingin því við aukna og bætta þjónustu Sam- skipa við viðskiptavini. „Þessi breyting á sér nokkurn aðdraganda og mikil vinna sem lögð hefur verið í þessa umsókn, en afgreiðsla hennar hefur tekið nærri tíu ár. Með nýrri landamærastöð er kominn skýr rammi um allan inn- flutning sem kallar á aðkomu MAST og þjónusta Samskipa við viðskiptavini eykst,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Flutningar Hoffell á siglingu. Stöð í Kjalarvogi tekin í notkun. Ný landamærastöð Samskipa í notkun SVIÐSLJÓS Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það verður virkilega gaman og spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir Beate Stormo, járn- og eldsmiður og bóndi á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Ferðamálafélag Eyjafjarðar hef- ur fengið hana til að hanna og smíða risavaxna kú sem ætlunin er að verði kennileiti Eyjafjarðarsveitar. Hún á að minna gesti og gangandi á mikilvægi mjólkurframleiðslu í sveitarfélaginu og hversu stór hluti þeirrar mjólkur sem framleidd er á Íslandi á uppruna sinn í sveitar- félaginu. „Ég hef ekki áður unnið að verk- efni af þessari stærðargráðu, þannig að það má með sanni grípa til orða- tiltækis sem vinsælt er um þessar mundir og segja að ég fari „út fyrir þægindarammann“ með smíði á þessari risakusu,“ segir Beate, en kýrin verður þrír metrar á hæð og fimm á lengd. „Ég hef einkum verið í fínni vinnu með smáa hluti, te- skeiðar, ostahnífa og snaga svo dæmi séu tekin, þannig að þetta er töluvert umfangsmeira.“ Stefnt er að því að ljúka hönn- unarvinnu og tilheyrandi papp- írsvinnu á fyrstu dögum desember- mánaðar og þá verður hægt að sækja um styrki til áframhaldandi vinnu við verkefnið. Fyrr í sumar fékkst styrkur frá Sóknaráætlun Norðurlands vegna hönnunarvinn- unnar. Aðstaða úti á hlaði Beate hyggst nýta tímann yfir hörðustu vetrarmánuðina til að sanka að sér efniviði og koma sér upp aðstöðu heima á hlaði í Krist- nesi. „Ég ætla svo að byrja að setja verkið saman þegar fer að vora og aðeins að hlýna. Þetta er svo stórt verk að ég verð að vera úti við smíð- ina,“ segir hún. „Ég renni í raun blint í sjóinn með hversu mikinn tíma tekur að vinna þetta verkefni. Hef aldrei áður unnið við verk af þessari stærð en er að reyna að gera mér grein fyrir umfanginu í huganum.“ Beate fær aðstoð næsta sumar við að setja verkið saman, eldsmiðir bæði íslenskir og erlendir hafa boðið fram aðstoð. Einn kemur frá Sviss og þá dvelur stúlka frá Eistlandi, lærður eldsmiður, á Kristnesi í vet- ur. „Og svo kemur fólk úr greininni héðan frá Íslandi til mín í júní og ég heyri að menn eru spenntir að taka þátt í þessu með mér,“ segir hún. Sótt í sagnabrunn um kýr Beate segist hafa sótt í sagna- brunn um kýr við hönnun verksins, m.a. sögur úr norrænni goðafræði og fleiri þekktar fornsögur norræn- ar þar sem kýr koma við sögu. Þá nefnir hún að Davíð Stefánsson hafi ort lofkvæði um kýr sem hún nýti í verkið. Valgerður Bjarnadóttir sagnakona er henni innan handar í leit að heppilegum tilvitnunum sem verða letraðar á verkið, og verða þær 13 talsins. Beate segir ferðamálanefndina hafa gefið sér frjálsar hendur með verkefnið og þá sé heldur engin tímapressa, en sjálf hafi hún sett sér að ljúka verkefninu næsta sumar. Stefnt er að því að setja þetta nýja kennileiti Eyjafjarðarsveitar upp í byrjun ágúst í tengslum við árlega Handverkshátíð á Hrafnagili. Til skoðunar er að koma verkinu fyrir við Sólgarð, þar sem fyrir er m.a. Smámunasafn. Risavaxin kýr í Eyjafjarðarsveit  Hoppa rækilega út fyrir þægindarammann, segir Beate Stormo eldsmiður sem hannar og smíðar verkið  Setja á kúna upp í tengslum við handverkshátíðina á Hrafnagili næsta sumar Morgunblaðið/Margrét Þóra Kennileiti Beate Stormo með módelið að risakusunni. Stefnt er að því að þetta nýja kennileiti Eyjafjarðarsveitar verði tilbúið næsta sumar. Risakýr Kýrin verður engin smásmíði; þrír metrar á hæð og fimm á lengd. Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Allt til innpökkunar fyrir vefverslunina þína Arkir litaðar Strekkifilma Kraftpappír Pökkunarlímband Arkir hvítar Teyjur 50x75 cm arkir í mörgum litum Hvítar 40x60 cm arkir 10 kg. búnt 50 mm pökkunarlímband Kraftpappír í mörgum stærðum Strekkifilma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.