Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 77

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 77
FORKEPPNI HM Kristján Jónsson kris@mbl.is Sjö stig í röð frá Herði Axel Vil- hjámssyni í þriðja leikhluta sneru leiknum gegn Lúxemborg í for- keppni HM í körfuknattleik í Brat- islava í Slóvakíu í gær. Ísland var sjö stigum undir 47:40 þegar Hörður tók rispuna en Ísland sigraði þegar upp var staðið 90:76. Hörður Axel er nú „gamli mað- urinn“ í liðinu eftir kynslóðaskiptin á undanförnum árum og frumkvæði hans í þriðja leikhluta kom sér afar vel. Hann seti niður þriggja stiga skot og annað í næstu sókn á eftir. Þá var auk þess brotið á honum og hann skoraði úr vítinu. „Þetta var mjög flottur leikur og við fundum góðan takt í seinni hálfleik sem sneri leiknum svolítið okkur í hag. Við fundum betri lausnir bæði í vörn og sókn. Hvernig við ættum að sækja á þá og hvernig við ættum að verjast,“ sagði Hörður að leiknum loknum í gær en hann skoraði 9 stig. Spennan eykst Spennan í riðlinum jókst verulega í gær en í síðari leik dagsins vann Slóvakía lið Kósóvó og eru þessi þrjú lið þá jöfn og Lúxemborg einum sigri á eftir. Tvö lið komast áfram úr riðl- inum og á næsta stig forkeppninnar en lokakeppni HM er ekki á dagskrá fyrr en árið 2023. Þjóðirnar leika nú í Bratislava vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur haft og þar mun Ísland mæta Kósóvó á morgun. Lúxemborg var yfir 38:34 að lokn- um fyrri hálfleik í gær. Hittnin var slæm og á sama tíma náðu andstæð- ingarnir að setja niður þriggja stiga skot úr erfiðum skotfærum. Leikmönnum gekk illa að finna miðherjann Tryggva Snæ Hlinason nærri körfunni í fyrri hálfleik og sóknunum lauk gjarnan með þriggja stiga skotum. Tryggvi skoraði ekki í opnum leik í fyrri hálfleik en þetta gerbreyttist í þriðja leikhluta. Þá tróð Tryggvi boltanum hvað eftir annað í körfuna hjá Lúxemborg og þegar upp var staðið hafði hann skorað 17 stig í leiknum, tók 11 frá- köst og varði tvö skot. Tryggvi var einnig mikilvægur í því að verja körf- una en á köflum var hann með fjóra lágvaxna menn með sér inni á vell- inum. Þess ber þó að geta að fram- herjinn Tómas Þórður Hilmarsson barðist vel þegar hann var inni á vell- inum. Margir lögðu í púkkið Sveiflan sem varð í þriðja leikhluta var athyglisverð. Lúxemborg var sjö stigum yfir og með boltann þegar vendipunkturinn varð í leiknum. Áð- ur en þriðja leikhluta var lokið hafði Ísland náð tíu stiga forskoti. Ís- lensku landsliðsmennirnir fylgdu því ágætlega eftir í síðasta leikhlutanum og munurinn varð mestur nítján stig. Margir lögðu í púkkið að þessu sinni í sókninni. Sigtryggur Arnar byrjaði vel og hélt lífi í sókninni í fyrri hálfleik. Landsliðið er farið að nýta þennan óvenjulega og skemmti- lega leikmann en það hefði að mínu mati mátt gerast fyrr eða eftir magnaða frammistöðu hans í bik- arúrslitaleiknum gegn KR í janúar árið 2018. Gott að eiga vopn sem þetta því hann sést ekki fyrir í leik sínum. Fleiri en Sigtryggur Arnar eru með snerpuna í lagi. Ægir Þór Stein- arsson og Elvar Már Friðriksson nýttu hana vel í gær. Þessir lágvöxnu leikmenn náðu að koma miklu róti á vörn andstæðinganna þegar þeir hristu af sér varnarmenn. Stór- skyttan Kári Jónsson tók við sér í þriðja leikhluta og Jón Axel Guð- mundsson skoraði sex stig á stuttum tíma þegar Ísland sleit sig frá Lúx- emborg í síðasta leikhlutanum. Sterkara lið en Lúxemborg hefði vafalítið nýtt sér betur gang mála í fyrri hálfleik. En taka verður með í reikninginn að íslenska liðið er án Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálssonar, Kristófers Acox og Pavels Ermolinskij. Hörður Axel sneri leiknum  Skoraði sjö stig í röð í tveimur sóknum gegn Lúxemborg  Fjórtán stiga sigur í Bratislava  Snerpan í góðu lagi hjá bakvörðum íslenska liðsins Ljósmynd/FIBA Einbeittur Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson með boltann í leiknum í gær en hann er aldursforsetinn í leikmannahópnum í þessu verkefni. ÍÞRÓTTIR 77 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Fram og KR ætla bæði að áfrýja úr- skurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ til áfrýjunardómstóls KSÍ en bæði félög kærðu ákvörðun stjórn- ar KSÍ um að hætta keppni á Ís- landsmótinu 2020. KR var í fimmta sæti úrvalsdeildar karla þegar keppni var hætt og missti þar af leiðandi af Evrópusæti. Framarar voru í þriðja sæti 1. deildarinnar með jafn mörg stig og Leiknir í Reykjavík en Leiknismenn fóru upp í efstu deild á markatölu. Áfrýj- unardómstóll KSÍ mun því taka mál félaganna fyrir á næstunni. Una ekki úrskurði aganefndarinnar Morgunblaðið/Eggert Áfrýja Vesturbæingar eru ósáttir við ákvörðun stjórnar KSÍ. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er eftirsóttur af liðum í úrvalsdeild karla, Pepsi Max- deildinni, samkvæmt heimildum mbl.is. Hendrickx verður 27 ára í desember en samkvæmt heimildum mbl.is hafa Breiðablik, FH og KR öll sett sig í samband við leikmann- inn með það fyrir augum að semja við hann fyrir næsta ár. „Það eru meiri líkur en minni á að ég spili á Íslandi næsta sumar,“ sagði bak- vörðurinn í samtali við mbl.is. Hann á að baki 78 leiki í efstu deild með Breiðabliki og FH. Belginn eftir- sóttur á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Jonathan Hendrickx lék með Breiðabliki frá 2018 til 2019. Bratislava, Forkeppni HM karla, fimmtudaginn 26. nóvember 2020. Gangur leiksins: 23:24, 34:38, 66:59, 90:76. Stig Íslands: Tryggvi Snær Hlinason 17, Jón Axel Guðmundsson 14, Elvar Már Friðriksson 13, Ægir Þór Stein- arsson 13, Sigtryggur Arnar Björns- son 12, Hörður Axel Vilhálmsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 2. Fráköst: 27 í vörn - 16 í sókn. Ísland – Lúxemborg 90:76 Stig Lúxemborgar: Clancy Rugg 26, Philippe Gutenkauf 15, Oliver Vujakovc 14, Alex Laurent 9, Ivan Delgado 4, Ben Kovac 3, Kevin Moura 3, Thomas Grun 2. Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn. Villur: Ísland 21, Lúxemborg 22. Dómarar: Christoph Rohacky, Sim- on Unsworth og Sergiy Chaykov- skyy. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Thiago Silva, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, verður áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Miðvörðurinn, sem er 36 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea á frjálsri sölu í sumar eftir átta ár í herbúðum PSG í Frakklandi. Silva skrifaði undir eins árs samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu en forráðamenn enska félagsins eru mjög ánægðir með störf hans og vilja nú framlengja samning hans eitt ár. Silva hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeild- inni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark.  Leikur Slóvakíu og Íslands í und- ankeppni EM kvenna í knattspyrnu var stöðvaður um tíma í gær. Ástæð- an var sú að rafmagnið fór af fljóð- ljósunum á NTC-vellinum í Seneca í Slóvakíu. Staðan var 1:0 fyrir Slóvak- íu þegar hlé var gert á leiknum á 48. mínútu. Umsjónarmenn vallarins náðu að lagfæra fljóðljósin að nokkr- um mínútum liðnum og gat leikurinn því haldið áfram.  Kristján Örn Kristjánsson og samherjar í franska handknattleiks- liðinu Aix héldu áfram á sigurbraut á miðvikudagskvöld þegar þeir lögðu St. Raphaël á útivelli, 29:26, í frönsku 1. deildinni. Aix hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á tímabilinu, og aðeins stjörnulið París SG er með færri töpuð stig. PSG hefur hins veg- ar leikið átta leiki og er því með 16 stig en mörgum leikjum Aix að und- anförnu hefur verið frestað og það hefur aðeins lokið fimm leikjum. Kristján Örn lét áfram talsvert að sér kveða í liði Aix og skoraði fjögur mörk.  Íslendingaliðið í Katar, Al Arabi, nær sér ekki á strik í deildakeppninni þótt liðið hafi gengið nokkuð vask- lega fram í bikarkeppnunum. Í gær tapaði liðið 3:0 á útivelli fyrir Qatar SC sem er í 6. sæti en Al Arabi er í 10. sæti af tólf liðum. Al Arabi hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni og er með 5 stig. Landsliðs- fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni. Heimir Hall- grímsson þjálfar liðið og Freyr Alex- andersson er honum til aðstoðar.  Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu gegn Atalanta á Anfield á miðvikudagskvöld. Leiknum lauk með 2:0-sigri Atalanta. Liverpool hef- ur verið svo gott sem ósigrandi á An- field í stjóratíð Jürgen Klopp sem tók við liðinu í október 2015 af Brendan Rodgers. Tapið gegn Atalanta var það stærsta á heimavelli Liverpool síðan Klopp tók við. Þá átti Liverpool ekki skot á markið og er það í fyrsta sinn sem það gerist síð- an tölfræðifyr- irtækið Opta hóf mælingar tíma- bilið 2003-04. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.