Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 57

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 ÞAKKAR- GJÖRÐARVEISLA Matarkjallarans Kalkúnabringa • Stuffing sætkartöflumús með karamelluðu kornflakes rótargrænmeti • Cinnamonbun kaka Fyrir 3-5 manns Verð 12.990 kr. SUNNUDAGSSTEIK Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Heilt lambalæri á gamla mátann • Koníaksbætt sveppa-piparsósa, kartöflugratín, rauðkál og salat • Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr. Pantaðu í síðasta lagi laguardaginn 28. nóvember á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000. Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn. Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Það er María Gomez á Paz.is sem galdrar hér fram eftirréttatartalettur sem fæstum hefði dottið í hug að búa til – hvað þá að þær væru svona ótrúlega bragðgóðar eins og þær reyndust vera. María segist nota blöndu af sykri og vatni á tartaletturnar. Blandan sam- anstendur af jöfnum hlutföllum af sykri og soðnu vatni en sykurinn þarf að leysast upp að fullu. Lemon Tart-tartalettur 1 pakki Luxus Humlum-tartalettur 100 g nýkreistur sítrónusafi úr ferskum sítrónum (ekki nota úr belg) 2 egg 1 eggjarauða 100 g sykur börkur af einni sítrónu 50 g smjör Eggjahvítukrem (marens) 2 eggjahvítur 40 g sykur 1⁄4 tsk. cream of tartar eða vínsteinslyftiduft (er það sama) pínu salt Súkkulaði- og karamellutartalettur Súkkalaði-ganache 1 pakki hefðbundnar Humlum-tartalettur 170 g dökkt súkkulaði 120 g rjómi 25 g smjör ½ tsk. fínt borðsalt Karamellu-ganache 1 x 150 g poki fjólubláar walkers-karamellur (ekki súkkulaðihúðaðar) ½ dl rjómi 1 tsk. gróft salt Aðferð Lemon Tart-tartalettur Notið gler- eða plastskál til verksins (ekki úr stáli). Setjið í skál öll innihaldsefnin, nema smjör- ið, og hrærið saman með písk. Passið að raspa bara gula partinn af sítrónuberkinum, alls ekki hvíta lagið. Setjið skálina svo yfir vatnsbað (þ.e. setjið vatn í pott og skálina yfir án þess að botninn á henni snerti vatnið). Hitið vatnið yfir ögn hærra en meðalhita og hrærið í sítrónublöndunni allan tímann á með- an þar til hún þykknar í skálinni yfir pottinum á heitri hellunni. Ég svindlaði smá og byrjaði á að nota hand- þeytara til verksins í skálinni yfir pottinum. Þegar komin var mikil froða skipti ég yfir í písk og pískaði saman þar til blandan var orð- in þykk eins og vanillubúðingur á vínarbrauði. Þetta er gert yfir vatnsbaðinu allann tímann og getur tekið allt að 10 mínútur en passið að píska allan tímann. Verið þolinmóð en oft þeg- ar maður heldur að hún þykkni ekkert kemur það loks allt í einu. Takið svo blönduna þegar hún hefur þykkn- að og sigtið í aðra skál, setjið svo smjörið í og hrærið vel saman, varlega samt. Hitið ofninn á 180°C blástur og penslið tartaletturnar með sykurvatninu sem ég nefni efst. Hellið svo sítrónublöndunni jafnt í hverja tartalettu og setjið í ofninn í 10 mínútur. Gerið næst eggjahvítukremið en það er best að gera það rétt áður en á að bera þær fram. Þá eru eggjahvítur, cream of tartar og salt sett í hrærivél og þeytt þar til byrjar að þykkna ögn. Byrjið þá að setja sykurinn í smápörtum út í eins og 2 msk í einu og þeytið stöðugt á með- an þar til kremið er orðið alveg hvítt og stíft, ættuð að geta hvolft skálinni án þess að það haggist. Þegar tartaletturnar hafa kólnað er krem- inu sprautað ofan á og brennt með brennara. Súkkulaði- og karamellutartalettur Byrjið á að pensla tartaletturnar með syk- urvatninu hér að ofan. Setjið þær í 180°C heitan ofn í 8-10 mín. og hafið þær tómar. Brytjið súkkulaðið í bita og setjið smjör með í grunna víða skál. Hitið nú rjómann með salti í potti alveg upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni. Hrærið vel saman þar til silkimjúkt og glansandi. Bræðið næst karamellur og rjóma með salt- inu í potti þar til silkimjúkt og glansandi. Hálffyllið svo hverja tartalettu með súkku- laði-ganache og leyfið henni að standa í smá stund. Setjið karamellu-ganache yfir og fyllið tartalettuna alveg upp að brún. Mér finnst best að setja þessar tartalettur í hálftíma í frysti og þá eru þær til, má líka gera fyrir fram og geyma í kæli yfir nótt. Punktar Tartaletturnar fást í Bónus, Hagkaup, Melabúðinni og víðar. Dásamlegar og ofureinfaldar eftirréttartartalettur Flest tengjum við tartalettur við forrétti þegar hátíðarmatur er eldaður enda ófáar uppskriftirnar sem til eru að slíkum unaðs- bombum. En tartalettur eru fjölhæfar og smellpassa sem eftir- réttir líka eins og sjá má hér. Óþrjótandi möguleikar Hægt er að prófa sig áfram með alls kyns fyllingar. Ljósmyndir/María Gomez Spennandi hráefni María segir að tartaletturnar hafi komið sér virkilega á óvart.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.