Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 12
10
minning um togstreitu ólíkra trúarsiða eða ólíkra þjóða,
heldur um baráttu einstakra stétta eða mannahópa innan
hins frumariska þjóðfélags. 1 henni á að vera fólgin eins
konar spegilmynd af þjóðfélagsbyggingu Frumaría. Þessa
skoðun rökstyður Dumézil með því að bera saman goð-
sagnir frá ýmsum arískum þjóðum. Hann telur, að Óðinn,
Týr og Þór samsvari hinum fornu höfuðguðum Indverja:
Varuna, Mitra og Indra. En auk þessara þriggja höfuð-
guða er í fornbókmenntum Indverja minnzt á tvíbura-
bræður í hópi goðanna, sem ýmist eru nefndir Nasatya
eða Asvínar og voru um fram allt vinir mannanna og
veittu þeim hvers konar farsæld: heilsu og frjósemi. öll
þessi goð eru nefnd í áletrun einni, sem fundizt hefur í
hinni fornu höfuðborg Hettíta, Boghazköi í Litlu-Asíu,
og er frá því um 1380 f. Kr. Áletrun þessi er friðarsamn-
ingur milli Hettíta og konungsins í Mítaníríkinu, sem þar
vinnur eið við „Mitra og Uruvna, Indara og Nashatianna-
guðina“.1 Það er því litlum vafa bundið, að þessir fimm
guðir hafa verið dýrkaðir af Aríum, áður en þeir settust
að á Indlandi. Dumézil hyggur, að tvíburarnir Nasatya
samsvari Frey og Nirði hjá norrænum þjóðum, þó að þær
hafi gert þá að feðgum í stað tvíbura.
Þessir tvíburar eru víða nefndir í Rigveda, elzta helgi-
riti Indverja. Hvergi er þar þó minnzt á baráttu milli
þeirra og hinna æðri guða. En Dumézil hefur bent á frá-
sögn um slíka baráttu í indversku hetjuljóðunum Maha-
barata og íranskri goðsögn.
Aðalefni indversku sögunnar er á þessa leið: Upphaf-
lega voru tvíburarnir Nasatya utan við goðahóp Indverja,
og Indra neitaði þeim um þátttöku í fórnum Soma-drykkj-
arins, því að hann vildi ekki telja þá með guðum. En þátt-
taka í fómunum var viðurkenning þess, að þeir væru
teknir í goðahópinn. Hófst nú hin grimmilegasta barátta
milli Indra og tvíburanna, og Indra slöngvaði eldingunni
1 Sjá Petersen, bls. 437.