Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 12

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 12
10 minning um togstreitu ólíkra trúarsiða eða ólíkra þjóða, heldur um baráttu einstakra stétta eða mannahópa innan hins frumariska þjóðfélags. 1 henni á að vera fólgin eins konar spegilmynd af þjóðfélagsbyggingu Frumaría. Þessa skoðun rökstyður Dumézil með því að bera saman goð- sagnir frá ýmsum arískum þjóðum. Hann telur, að Óðinn, Týr og Þór samsvari hinum fornu höfuðguðum Indverja: Varuna, Mitra og Indra. En auk þessara þriggja höfuð- guða er í fornbókmenntum Indverja minnzt á tvíbura- bræður í hópi goðanna, sem ýmist eru nefndir Nasatya eða Asvínar og voru um fram allt vinir mannanna og veittu þeim hvers konar farsæld: heilsu og frjósemi. öll þessi goð eru nefnd í áletrun einni, sem fundizt hefur í hinni fornu höfuðborg Hettíta, Boghazköi í Litlu-Asíu, og er frá því um 1380 f. Kr. Áletrun þessi er friðarsamn- ingur milli Hettíta og konungsins í Mítaníríkinu, sem þar vinnur eið við „Mitra og Uruvna, Indara og Nashatianna- guðina“.1 Það er því litlum vafa bundið, að þessir fimm guðir hafa verið dýrkaðir af Aríum, áður en þeir settust að á Indlandi. Dumézil hyggur, að tvíburarnir Nasatya samsvari Frey og Nirði hjá norrænum þjóðum, þó að þær hafi gert þá að feðgum í stað tvíbura. Þessir tvíburar eru víða nefndir í Rigveda, elzta helgi- riti Indverja. Hvergi er þar þó minnzt á baráttu milli þeirra og hinna æðri guða. En Dumézil hefur bent á frá- sögn um slíka baráttu í indversku hetjuljóðunum Maha- barata og íranskri goðsögn. Aðalefni indversku sögunnar er á þessa leið: Upphaf- lega voru tvíburarnir Nasatya utan við goðahóp Indverja, og Indra neitaði þeim um þátttöku í fórnum Soma-drykkj- arins, því að hann vildi ekki telja þá með guðum. En þátt- taka í fómunum var viðurkenning þess, að þeir væru teknir í goðahópinn. Hófst nú hin grimmilegasta barátta milli Indra og tvíburanna, og Indra slöngvaði eldingunni 1 Sjá Petersen, bls. 437.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.