Studia Islandica - 01.06.1963, Side 45

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 45
43 nafn hans. En um hann má fá nokkra vitneskju í engil- saxnesku rúnakvæði: Ing var í árdaga með Austur-Dönum sénn af seggjum, unz hann síðan eftir yfir vog hvarf. Vagn eftir rann.1 Þessi frásögn minnir greinilega á Skjöld, sem hvarf yfir hafið. Og vagninn, sem eftir rann, sýnir Ijóslega, að honum hefur verið fylgt úr hlaði með hátíðlegum skrúð- göngum. Augljóst er, að þjóðflokkar þeir, sem tignuðu gyðjuna Nerþus, hafa verið meðal Ingaevona, þar sem þeir bjuggu næstir hafinu. En slíkar skrúðgöngur virðast hafa verið kjarninn í árblótum þeirra. Ber því allt að sama brunni um, að menn hafa litið á Ing sem guðlegan forföður og tignað hann til árs og friðar. Það er því engin furða, þótt hann rynni saman við árguðinn Frey. En það sést berlega á orðum Snorra: „Freyr hét Yngvi öðru nafni,“ enn fremur á nafninu Ingunar-Freyr, sem kemur fyrir í Lokasennu. Þessi samruni Freys og Yngva virðist hafa gerzt fyrir daga Þjóðólfs, því að hann kennir konunga af Ynglingaætt með orðunum Freys afspring og Freys áttungur. I Ynglingatali leggur Þjóðólfur mesta alúð við að lýsa dauða konunganna og legstað. Verður að ætla, að sú ræktarsemi sé sprottin af þeirri helgi, sem var á sumum konungunum liðnum. En helgi þeirra var engu minni í lifanda lífi. Hinir fornu Ynglingar voru ekki einungis herkonungar, sem áttu að verja land sitt, heldur engu síður árkonungar, sem var skylt að halda uppi árgæzku í landinu. Þeir röktu ætt sína til árguðsins Freys, og sú 1 Þýðing Bjarna Aðalbjarnarsonar í formála Heimskringlu, Isl. fornrit XXVI, bls. XLVI.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.