Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 9
INNGANGUR
Ritgerð þessi var samin veturinn 1968—69 til kandídats-
prófs í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, en er hér
birt nokkuð stytt og með lítils háttar breytingum.
í höfuðdráttum má skipta verkiun Guðmundar Kamhans
í fjóra þætti eftir efni og stefnu. Að frátöldtnn „ósjálfráð-
inn“ ritstörfum skólaáranna er þar fyrst að nefna róman-
tísku æskuverkin Höddu Pöddu og Konungsglímuna. Þá
koma ádeilur eins og Marmari, Ragnar Finnsson, Stjörnur
öræfanna og Sendiherrann frá Júpiter. En samtímis þeim
semur Kamban nokkur verk, sem fjalla um vandamál hjóna-
bandsins, t. a.m. Hin arabísku tjöldin og Meðan húsið svaf.
Tveir síðastnefndir þættir sameinast í leikritinu Oss morð-
ingjum. Loks eru sögulegu skáldsögurnar Skálholt og Vítt
sé ég land og fagurt. Utan við þessa flokkun og sérstæð með-
al skáldverka Kamhans er skáldsagan 30. Generation, sem
fjallar um Island samtímans og erlend menningaráhrif, en
það er efni, sem Kamban var alla tíð mjög hugleikið og
hann víkur að hvað eftir annað í blaðagreinum og viðtölum.
Þá eru ótalin síðustu verk hans, leikritið De tusind Mil og
gamanleikirnir Grandezza og Vöf, og að lokum ljóðaþýð-
ingarnar Hvide Falke.
Eins og nafn ritgerðarinnar ber með sér, eru hér einkum
tekin til athugunar þau verk Kambans, sem falla undir
æskuverk og ádeilur, þótt oft verði vitaskuld ekki hjá því
komizt að vikja jafnframt að öðrum verkum hans. Rétt þótti
að fylgja Guðmundi Kamban úr hlaði með stuttum inn-