Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 14
12
Eftir fjögurra ára dvöl Gunnars Gunnarssonar í Dan-
mörku var fyrsta bók hans á dönsku gefin út, ljóðabókin
Digte, en hún vakti enga sérstaka athygli. 1 Kaupmanna-
höfn hafði tekizt vinátta með þeim Jóhanni, og unnu þeir
saman að íslenzkri þýðingu Fjalla-Eyvindar. Vináttu þeirra
minnist Gurrnar áratugum seinna í ritgerð framan við Rit
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Frumsýning Fjalla-Eyvindar var í Reykjavík á annan dag
jóla 1911.1 Var það mikill viðburður í íslenzkri leikritunar-
og leiklistarsögu. Um þessa sýningu kemst Sveinn Einarsson
svo að orði, að hún sé „eins konar fullveldisyfirlýsing ís-
lenzkrar leikmenningar11.2 Á næsta ári var Fjalla-Eyvand-
ur sýndur í Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn við fá-
dæma hrifningu og lof. Jóhann var hafinn upp til skýjanna,
og frægð hans barst viða um lönd, jafnvel suður til Frakk-
lands, þar sem hann var nefndur íslenzkur Ibsen.3 Með sigri
Jóhanns kom fjörkippur í íslenzka leikritun. Heima á Islandi
tóku rótgrónir og gamalreyndir skáldsagnahöfundar, eins og
Jón Trausti og Einar H. Kvaran, til við að skrifa leikrit, -
að visu með misjöfnum árangri, og í Kaupmannahöfn samdi
ungur íslenzkur námsmaður, Guðmundur Kamban, sitt
fyrsta leikrit á íslenzku og dönsku.4
Sama ár og Fjalla-Evvindur var sýndur í Kaupmanna-
höfn, 1912, varð Gunnar Gunnarsson kunnur um Norður-
lönd fyrir skáldsöguna Ormar Orlygsson, fyrsta hluta af
Sögu Borgarættarinnar. Verk Gunnars og Jóhanns voru
fljótt þýdd á fjölda tungumála og urðu til þess að vekja at-
hygh erlendra þjóða á því, að til voru á íslandi aðrar bók-
menntir en fombókmenntimar margrómuðu og Islendingar
1 Leikfélagið 50 ára, 254.
2 Skimir 1963, 148.
3 Toldberg, 41-44, 58.
4 Persónuleg kynni Kambans og Jóhanns virðast ekki hafa verið
náin, og heldur hafa þau farið minnkandi með árunum. S)á minningar-
grein Kambans um Jóhann í Illustreret Tidende 21. 9. 1919, þar sem
þetta kemur glögglega fram.