Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 14

Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 14
12 Eftir fjögurra ára dvöl Gunnars Gunnarssonar í Dan- mörku var fyrsta bók hans á dönsku gefin út, ljóðabókin Digte, en hún vakti enga sérstaka athygli. 1 Kaupmanna- höfn hafði tekizt vinátta með þeim Jóhanni, og unnu þeir saman að íslenzkri þýðingu Fjalla-Eyvindar. Vináttu þeirra minnist Gurrnar áratugum seinna í ritgerð framan við Rit eftir Jóhann Sigurjónsson. Frumsýning Fjalla-Eyvindar var í Reykjavík á annan dag jóla 1911.1 Var það mikill viðburður í íslenzkri leikritunar- og leiklistarsögu. Um þessa sýningu kemst Sveinn Einarsson svo að orði, að hún sé „eins konar fullveldisyfirlýsing ís- lenzkrar leikmenningar11.2 Á næsta ári var Fjalla-Eyvand- ur sýndur í Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn við fá- dæma hrifningu og lof. Jóhann var hafinn upp til skýjanna, og frægð hans barst viða um lönd, jafnvel suður til Frakk- lands, þar sem hann var nefndur íslenzkur Ibsen.3 Með sigri Jóhanns kom fjörkippur í íslenzka leikritun. Heima á Islandi tóku rótgrónir og gamalreyndir skáldsagnahöfundar, eins og Jón Trausti og Einar H. Kvaran, til við að skrifa leikrit, - að visu með misjöfnum árangri, og í Kaupmannahöfn samdi ungur íslenzkur námsmaður, Guðmundur Kamban, sitt fyrsta leikrit á íslenzku og dönsku.4 Sama ár og Fjalla-Evvindur var sýndur í Kaupmanna- höfn, 1912, varð Gunnar Gunnarsson kunnur um Norður- lönd fyrir skáldsöguna Ormar Orlygsson, fyrsta hluta af Sögu Borgarættarinnar. Verk Gunnars og Jóhanns voru fljótt þýdd á fjölda tungumála og urðu til þess að vekja at- hygh erlendra þjóða á því, að til voru á íslandi aðrar bók- menntir en fombókmenntimar margrómuðu og Islendingar 1 Leikfélagið 50 ára, 254. 2 Skimir 1963, 148. 3 Toldberg, 41-44, 58. 4 Persónuleg kynni Kambans og Jóhanns virðast ekki hafa verið náin, og heldur hafa þau farið minnkandi með árunum. S)á minningar- grein Kambans um Jóhann í Illustreret Tidende 21. 9. 1919, þar sem þetta kemur glögglega fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.