Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 17
15
tíkur. Þau gerast í íslenzku umhverfi og fjalla tim ást og
aftur ást, grimm örlög og átök upp á líf og dauða í hrika-
legri náttúru íslenzkra f jalla og auðna með íslenzka þjóðtrú
og sveitasiði að baksviði. Stíllinn er ljóðrænn, oft þrunginn
skáldlegum líkingum.
Um raunverulegar viðtökur þeirra meðal almennings í
Danmörku er erfitt að dæma. Eingöngu er unnt að taka mið
af ritdómum frá þessum tíma, sem eru nær undantekningar-
laust mjög vinsamlegir, en þurfa vitanlega ekki að sýna rétta
mynd af skoðun óbreyttra lesenda.
Þessum verkum virðist hafa verið tekið sem átthagaskáld-
skap (Heimatdichtung), og er mjög sennilegt, að það hafi
átt drjúgan þátt í vinsældum þeirra. Þama var eitthvað
nýtt og framandi á ferðinni. Auk ofsafenginna tilfinninga
voru það einkum þjóðlífs- og náttúrulýsingamar, sem hrifn-
ingu vöktu.
Vandfundinn er sá danskur rit- eða leikdómur frá ámn-
um 1912-1918 um þessi verk, þar sem ekki er lagt mest upp
úr hinu framstæða í þeim — frumstæðir menn, fmmstætt líf,
fmmstæðar tilfinningar, að ekki sé minnzt á gjósandi eld-
fjöll íslands, glóandi hraun og ískalda jökla. Og síðast en
ekki sízt eru það hetjumar - og þá einkum kvenhetjurnar -
í fomsögunum, sem persónulýsingar allar grundvallist á.
Hér er dæmigert sýnishom:
De islandske Skribenter behover ikke at specialisere
sig, 0en klæder og foder dem alle, de behover blot at
skildre den, dens Skonhed og Primitivitet, der er her
et underligt Forhold mellem Geografi og Litteratur.
Naar en Mand er fodt paa Island og skriver Boger i
Danmark, faar hans Stil Stænk af Oldtidssprog, han
formaar kun at skildre det primitive og enkle og falder
paa saa mange Punkter som vel muligt udenfor den
Tid, han lever i. Det er akkurat, som om der ikke læstes
Boger paa Island eller som om Isolationen var saa stor
for den enkelte, at han saa godt som aldrig kom i Be-