Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 20
18
af íslenzku fé.1 f sama streng tekur Ámi Jakobsson í grein,
sem nefnist fslenzkur nútíðar-skáldskapur. Höfuðskáld fjár-
laganna. Er hún skrifuð í tilefni af skáldastyrk Jóns Trausta
og birtist í ísafold frá 15. april til 21. júni 1916. Er Ámi ákaf-
lega harðorður í garð Jóns Trausta og segist ekki lá þeim
ungu höfundum, sem yrki ekki fyrir þá kynslóð, sem lofi og
launi slík verk sem hans, þótt þeir af hinni sömu kynslóð séu
taldir sýna ræktarleysi við móðurmál sitt og íslenzkar bók-
menntir.2 Greininni lýkur á þessum orðrnn:
Fjárveitingarvaldið verður að styðja islenzkan skáld-
skap, meir en enn er gert, en það má ekki gerast jafn
öfugt og nú hefir átt sér stað í löggjöf vorri. Það verð-
ur að hlúa að efnismiklmn skáldum, þegar þau koma
fram með þjóð vorri, því ella flýja þau, — neyðast til
þess, en verði þetta svo framvegis eins og að undan-
fömu, með íslenzka útflutninginn annars vegar, en J.
Tr. hins vegar, þá er enginn efi á, að leið bókmenta
vorra liggur ofan brekkuna.3
Sex ámm síðar kom athyglisverð árás úr óvæntri átt. Ein-
ar Benediktsson, sem áður hafði eggjað unga menn lögeggj-
an með kvæði sínu Væringjum,4 skrifar býsna hlutdræga
grein í Skírni 1922, sem hann nefnir Landmörk íslenskrar
orðlistar. Að meginefni fjallar hún um tvær stefnur í ís-
lenzkum samtímabókmenntum. Ræðst Einar harkalega á
Gunnar Gunnarsson sem fulltrúa þeirra rithöfunda, „sem
telja sig Islendinga, en skrifa fyrir útlenda lesendmr“ og hafi
að atvinnu „andlausan og jafnvel hneyxlanlegan uppspuna,
lokleysur og ósmekkvísi11.5 Á móti honum tefhr hann full-
trúa íslenzkra alþýðubókmennta, Guðmundi Friðjónssyni
frá Sandi, sem „harðneskja og fegurð lands vors hefir tekið
1 Sjá ritdóm Haralds Níelssonar um Gest eineygða eftir Gunnar
Gunnarsson í Isafold 26. 4. 1916.
2 Isafold 7. 6. 1916.
3 Isafold 21. 6. 1916.
4 Sjá Skírni 1914, 113-115. Einnig i Vogum, 10-13.
5 Skírnir 1922, 124.