Studia Islandica - 01.06.1970, Page 23
21
Forseti Bókmenntafélagsins, Jón Þorkelsson, býður Gunn-
ari Gunnarssyni rúm í Skírni árið 1923 fyrir „hæfilega langa
grein til rökstuddra og sæmilegra svara'4.1 Gunnar þykist í
þessum orðmn forseta sjá viðurkenningu á þvi, „að honiun
og fulltrúaráðinu þyki níðið Einars vera „rökstutt“ og „sæmi-
legt“.“ Afþakkar hann boðið, og lýkur þessari viðureign á
því, að Gunnar segir sig úr Hinu íslenzka bókmenntafélagi.2
Hér hefur verið stiklað mjög á stóru í með- og mótlæti
fyrstu ára íslenzku rithöfundanna í Kaupmannahöfn, eins
og því sér stað í blöðum og tímaritum frá þessum árurn. En
eftir er að finna þessum bókmenntum stað í veröldinni.
Hvar þær eigi heima.
1 hugleiðingum sínum um íslenzkar samtíðarbókmenntir
í Iðunni 1930 telur Einar Ólafur Sveinsson sér „óskylt“ að
tala um aðra rithöfunda en þá, sem íslenzku rita. Hann segir
vafningalaust: „íslenzkur skáldskapur er það eitt, sem ritað
er á íslenzku máli.“ 3 4 Hann tilgreinir ekki, hvaða höfunda
hann undanskilur, einna helzt virðist það vera Gunnar
Gunnarsson, því að Kamban fær inni síðar í ritgerðinni,
enda flest verk hans til á íslenzku frá höfundarins hendi.
Eftir þessum ummælum að dæma er Fjallkirkjan ekki ís-
lenzkar bólonenntir að áliti Einars Ólafs Sveinssonar. En
hvað er hún þá?
Löngu seinna segir annar mikilsmetinn bókmenntafræð-
ingur: „Fjallkirkjan er tvímælalaust eitt af öndvegisverkum
íslenzkra bókmennta allra tíma.“ 4 Flestir þeir Islendingar,
sem lesið hafa Fjallkirkjuna, hljóta að taka undir þessi orð.
Bókmenntir, hugsaðar og skrifaðar af íslenzkmn mönnum,
1 Morgunblaðið 20. 2. 1923.
2 Morgunblaðið 29. 3. 1923. Þess má geta, að á aðalfundi Hins ís-
lenzka bókmenntafélags árið 1937 var Gunnar Gunnarsson ásamt Guð-
mundi Kamban og fleirum kjörinn heiðursfélagi þess. Sjá skýrslur og:
reikninga Bókmenntafélagsins í Skírni 1937, II.
3 Iðunn 1930, 170.
4 Steingrímur J. Þorsteinsson 1939, 17.