Studia Islandica - 01.06.1970, Page 29
27
nefnda. Eins og kunnugt er, snerust Alþingiskosningamar
þetta ár að mestu um það mál, framtíðarstöðu Islands gagn-
vart Danmörku, og voru menn kosnir á þing eftir því, hvort
þeir vom með eða á móti uppkastinu. Bjöm Jónsson, ritstjóri
Isafoldar, var í framboði og á ferðalögum um landið mestan
hluta sumars, svo að Guðmundur, sem einnig var eindreg-
inn sjálfstæðismaður, tók að mestu að sér blaðið. Skrifaði
hann í það skeleggar baráttugreinar, sem vafalaust hafa átt
sinn þátt í því, að sigur vannst.
Cr dularheimum
Á fyrstu náms- og blaðamennskuárum sínum í Reykjavík
fékk Guðmundru- mikinn áhuga á sálarrannsóknum og anda-
trú (spíritisma), sennilega fyrir áhrif frá þeim Birni Jóns-
syni og Einari Hjörleifssyni (Kvaran), sem voru helztu for-
vígismenn Tilraunafélagsins. Tók Guðmundur virkan þátt
í starfsemi þess og reyndist góður miðill. Skrifaði hann ósjálf-
rátt greinar, sögur, kvæði og spakmæli, eignuð látnum rit-
höfundum, jafnt íslenzkum sem erlendum, og var hann um
tíma einn vinsælasti miðill félagsins ásamt Indriða Indriða-
syni, sem landsfrægur varð fyrir miðilsgáfu sína. Ekki var
félagsskapurinn við framliðna af lakara taginu, því að gott
samstarf og samband höfðu þeir Indriði við Fjölnismenn,
sem reyndust miklir spíritistar! Hafði Guðmundur aðallega
samband við Jónas Hallgrímsson, en Indriði við Konráð
Gíslason.1
Eins og að líkum lætur, voru ekki allir jafnsannfærðir í
trúnni á samband við annan heim. Var ákaft deilt um þessi
mál, og stóðu um þau óvenju harðskeyttar og persónulegar
blaðadeilur, sem risu einna hæst veturinn 1905-1906.
Svo kynlega bregður við, að skoðim manna á spíritisma
virðist mikið til hafa fylgt stjómmálaskoðun þeirra. Og í
1 Sjá stórskemmtilega grein um miðilsstarfsemi Guðmundar lóns-
sonar eftir Einar Hjörleifsson í Fjallkonunni 23. 3. 1906.