Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 35
33
leifsson, að þeir fengju að vera viðstaddir dularfull fyrir-
brigði í sambandi við Guðmund Jónsson.1 En áður en til þess
kæmi, veiktist Guðmundur mjög hastarlega.2 Var sóttur til
hans andalæknir, sem bannaði, að nokkur jarðneskur læknir
væri látinn koma þar nærri. Batnaði Guðmundi skjótt, en
miðilsgáfuna hafði hann misst. Segir Isafold frá því 16. júní
1906, að miðilsgáfa missist oft í veikindum, og er þar tek-
ið fram, að þessu um veikindi Guðmundar og afleiðingu
þeirra sé ekki logið upp til þess að komast hjá rannsókninni.
Er í því sambandi vitnað til greinarinnar í Fjallkonunni 23.
marz 1906, þar sem segir, að Guðmundur Jónsson sé heilsu-
tæpur, „og vinir hans hinumegin hafa sagt, að vanséð sé,
hvort hann sé fær um að þessum tilraunum sé haldið áfram
með hann til muna.“
Framhald varð því ekki á „ÍJr dularheimum 1“ og miðils-
starfsemi Guðmundar Jónssonar úr sögunni.3
I deiglunni
Auk ósjálfráðu kvæðanna og ævintýranna var lítið prent-
að af skáldskap Guðmundar frá Reykjavíkurárunum. I
Fjallkonunni 20. október 1906 má lesa heldur smekklaust
kvæði, ort við dánarfregn skáldsins Jóhanns Gunnars Sig-
urðssonar. Er Jóhanni þar líkt við rautt folald, sem dó, áður
en því auðnaðist að verða hvítt. Kvæðið nefnist Svanur og
er undirritað G. J., sem mun örugglega vera Guðmundur
Jónsson.
Tvær greinar eftir Guðmund Jónsson frá þessum árum
eru athyglisverðar, þar sem þær benda fram á við. Önnur er
1 Sbr. Lögréttu 30. 5. og 15. 6. 1906.
2 Segir Gísli bróðir hans frá veikindunum og atburðum og fyrirbær-
um í sambandi við þau í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins 26. 5. 1968.
3 Seinna var svo ort um þetta:
Guðmundur Kamban
skrifar allan skrambann
ósjálfrátt um andann,
sem er fyrir handan.
3