Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 38
36
ársnóttin og Stúlkan frá Tungu eftir Indriða Einarsson,
Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson, og síðast en ekki
sízt var Bóndinn á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson frum-
sýndur á annan í jólum 1908.1
Líklegt má telja, að Guðmundur hafi sótt velflestar sýn-
ingar Leikfélagsins, einkanlega eftir að hann var orðinn
blaðamaðm- hjá ísafold, en blöðin birtu að jafnaði fréttir og
leikdóma um sýningarnar. Ekki er gott að vita, hver hefur
skrifað leikdómana í Isafold, því að þeir birtast þar flestir
undir dulnefnum. Um Þjóðníðing Ibsens skrifar „Listavin-
ur“, og koma nákvæmlega sömu skoðanir fram í þeim leik-
dómi og síðar í greininni Málfræði og stíl eftir Guðmund
Kamban. Má því telja sennilegt - og eins má draga þá álykt-
un af stílnum - að Guðmundm- sé einnig höfundur þessa
leikdóms. Finnur „Listavinur“ mjög að þýðingu leikritsins,2
sem hann telur óeðlilega og ekki í samræmi við talað mál.
Mikið má íslenzkan þroskast til þess að verða jafn-
fullkomið mál og höfuðtungur heims, ef hún á að
sporna við alþjóða-orðum, eins og flestum finst að hún
eigi að gera í lengstu lög. En eitt á hún fyrir sér að
verða, og það áður en langt inn líðm:. Islenzk tunga á
fyrir sér aS verSa heimsins fullkomnasta leikhúsmál.
Af hverju? Af því að vér eigum því að fagna rnn fram
aðrar þjóðir, aS hreinleiks og fegurSar hámarki tung-
unnar nœr sá maSur, sem ritar hana eins og hún er
töluS af þjó&inni, þar sem hún er töluS bezt.
Enn er ekki sá maður kominn fram, sem hefur tungu
vora upp í þenna veldisstól. En vér getum sjálfir ráðið
því, hvað langt verður þangað til. Þá fyrst kemur hann,
þegar hér er komið upp leikhús samboðið tungunni.
Vitanlega. Maður, sem til þess væri fær, hann á sér
ekkert starfsvið hér erm þá; hann mundi leita til ann-
arra þjóða með list sína.3
1 Sbr. Leikfélagið 50 ára, 24£L253.
2 Bjarni Jónsson frá Vogi þýddi leikritið, sbr. Leikfélagið 50 ára, 251.
3 Isafold 29. 4. 1908.