Studia Islandica - 01.06.1970, Side 39
37
Hvort sem Guðmundur Kamban er höfundur þessara orða
eða ekki, leikur lítill vafi á því, að hann hefur ætlað sér þetta
hlutverk á sviði íslenzkrar leikmenningar. En til þess voru
enn engin skilyrði. Leikritun og leiklist eru hvort háð öðru,
og staðreynd er, að góðar leikbókmenntir verða aðeins til í
tengslum við örvandi leikhúslíf. Hugmynd um þjóðarleik-
hús á Islandi hafði þegar komið fram, og var Indriði Einars-
son aðalhvatamaður þess máls, eins og kunnugt er. En sú
hugmynd átti enn langt í land með að verða að veruleika. Að
svo komnu máli var hér lítið starfsvið fyrir leikritahöfunda.
I Kaupmannahöfn sat Jóhann Sigurjónsson og samdi leik-
rit. Þau höfðu að vísu ekki enn verið tekin þar til sýningar,
en Dr. Rung hafði verið gefinn út í Danmörku 1905 og Bónd-
inn á Hrauni á íslandi 1908 og leikinn hér sama ár. Guð-
mundur Kamban var ákaflega hrifinn af því leikriti, skrif-
aði um það ritdóm í Isafold 5. desember 1908, þar sem segir,
að þetta leikrit sé „í raun réttri fyxsta dramað,“ sem sé „ís-
lenzkum bókmentum til verulegs sóma.“ Það er því eðlilegt,
að Guðmundur fylgi dæmi Jóhanns. Síðsumars 1910, að
loknu stúdentsprófi, siglir Guðmundur Jónsson Kamban ut-
an til náms í bókmenntum, fagurfræði og framsagnarlist og
slæst í hóp íslenzlcu rithöfundanna í Kaupmannahöfn.1
1 Sjá frétt í Isafold 27. 8. 1910; Lesbók Morgunblaðsins 26. 5. 1968.