Studia Islandica - 01.06.1970, Side 44
42
lýsingin á honum svarar varla til þeirrar umsagnar. Hann
reynist ótrúlega áhrifagjarn og ístöðulítill og langt frá því
að vera þeim eiginleikum gæddur, sem samleikurinn við
Höddu Pöddu krefst. Hún er hins vegar alls staðar sjálfri
sér samkvæm, skapmikil og tilfinningarík, en jafnframt svo
stolt og dul, að enginn fær greint örvæntingu hennar. En
ofurást hennar á slikum manni sem Ingólfi er litt skiljanleg.
öðru máli gegnir um Kristrúnu, hún veit ekkert, hvað hún
vill, er hvikul, eigingjörn og miskunnarlaus. Ást hennar á
Ingólfi ristir grunnt, grundvallast á litlu öðru en öfundsýki
og sjálfsblekkingu og fær að því leyti vel staðizt.
Ingólfur er brotalöm verksins. Persóna hans eða öllu held-
ur persónuleysi veldur því, að örlög Höddu Pöddu verða ekki
eins áhrifamikil og þau gefa tilefni til.
Stíll leikritsins er ákaflega ljóðrænn og næstum ofhlaðinn
rómantískum myndum og líkingum, eins og:
alt sitt fas gerði hún að möskvum, til að veiða í atlot þín
(49); Vægðarlaust rándýr er ást hennar (56); Blóðið
sem rennur í æðum hennar er svikari (56); Ég hefi
aldrei séð gilið eins tómt. Það teygir upp kalda gráð-
uga klettafingur (104); Gleðin kemur til manns eins
og fagur draumur, sem maður þorir ekki að ráða (23);
Eftir að þú varst farin í vor, fann ég mínúturnar seytla
niðm- yfir mig eins og kalda dropa (28); Hvað þú hefir
löng augnahár! Hvert skifti sem þú deplar augunum,
er eins og ósýnilegt blómlauf hríslist niður yfir mig
(21); Aldrei hefi ég séð svo fagrar neglur. Þær eru á
litinn eins og svell í sólskini (22).
Spakmæli koma fyrir, í. a.m.:
Mannshjartað er eins og fjöllin: þau bergmála ekki, ef
við göngum of nærri þeim (21). Sá, sem einu sinni
hefir lifað sæll, deyr tvisvar (9).
Er slíkur stíll í samræmi við talað mál? Ræðir fólk saman
í háfleygum myndum, likingum og spakmælum? Það verð-
ur að teljast hæpið, jafnvel þótt um ástir sé að ræða. Stíll
Höddu Pöddu er því ekki að öllu leyti í samræmi við þá tal-