Studia Islandica - 01.06.1970, Page 48
46
Konungsglíman
Leikritið Konungsglímuna samdi Guðmundur Kamban
árið 1913,1 og var það gefið út á dönsku í Kaupmannahöfn
1915. Á íslenzku er það óútgefið, er þetta er samið, en er
til í handriti.2 Leikritið er í fjórum þáttum og fjallar eins og
Hadda Padda um örvæntingarfulla ást og margbrejtileik
ástarinnar.
Söguþráðurinn er snurðóttur, og gerist margt á skömmum
tíma. Spinnst leikritið út af þvi, að í Reykjavík er framið
morð og morðinginn dæmdur í nokkurra ára fangelsi. Son-
ur hans, Hrólfur, er einn af beztu glímuköppum landsins
ásamt Þorgilsi, vini sínum og fóstbróður. Hafa þeir heitið
því að taka aldrei þátt í glímukeppni hvor á móti öðrum.
Keppa þeir til skiptis og deila sigrunum bróðurlega milli
sín. 1 tilefni af komu konungs til íslands ákveður ráðherra
að undirlagi Heklu, dóttur sinnar, að náða morðingjann, föð-
ur Hrólfs, með því skilyrði, að Hrólfur sigri í glímunni, sem
halda á konunginum til heiðurs. Þorgils neitar að glíma, og
allir telja Hrólfi sigurinn vísan. En þegar Þorgils sér Ingi-
björgu, sem þeir báðir elska, ganga til Hrólfs og votta hon-
um ást sína, snýst honum hugur, og hann ákveður að glima
við Hrólf. Hrólfur fellur, og ráðherradóttirin Hekla, sem
elskar hann, setur nýtt skilyrði fyrir náðuninni; hún krefst
þess, að Hrólfur endurgjaldi ást hennar. Eftir mikið fargan
stokkast spilin að lokum. Ingibjörg uppgötvar, að hún elskar
í rauninni Þorgils, og Hrólfur, að hann elskar Heklu, en ekki
Ingibjörgu. Föður Hrólfs er sleppt úr fangelsinu, og allt fell-
ur í ljúfa löð.
Bygging leikritsins verður að teljast nokkuð brotakennd.
1 Sbr. grein Kambans í Berlingske Tidende 26. 9. 1915. Einnig titil-
blað handritsins.
2 Eiginhandarrit höfundar í umslagi merktu Jens Waage. Er því lík-
lega það handrit, sem leikið var eftir í Reykjavík 1917. Verður hér visað
til blaðsíðutals þessa handrits. Skáldverk Kambans eru væntanleg í heild-
arútgáfu á vegum Almenna bókafélagsins innan skamms (1969).