Studia Islandica - 01.06.1970, Page 48

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 48
46 Konungsglíman Leikritið Konungsglímuna samdi Guðmundur Kamban árið 1913,1 og var það gefið út á dönsku í Kaupmannahöfn 1915. Á íslenzku er það óútgefið, er þetta er samið, en er til í handriti.2 Leikritið er í fjórum þáttum og fjallar eins og Hadda Padda um örvæntingarfulla ást og margbrejtileik ástarinnar. Söguþráðurinn er snurðóttur, og gerist margt á skömmum tíma. Spinnst leikritið út af þvi, að í Reykjavík er framið morð og morðinginn dæmdur í nokkurra ára fangelsi. Son- ur hans, Hrólfur, er einn af beztu glímuköppum landsins ásamt Þorgilsi, vini sínum og fóstbróður. Hafa þeir heitið því að taka aldrei þátt í glímukeppni hvor á móti öðrum. Keppa þeir til skiptis og deila sigrunum bróðurlega milli sín. 1 tilefni af komu konungs til íslands ákveður ráðherra að undirlagi Heklu, dóttur sinnar, að náða morðingjann, föð- ur Hrólfs, með því skilyrði, að Hrólfur sigri í glímunni, sem halda á konunginum til heiðurs. Þorgils neitar að glíma, og allir telja Hrólfi sigurinn vísan. En þegar Þorgils sér Ingi- björgu, sem þeir báðir elska, ganga til Hrólfs og votta hon- um ást sína, snýst honum hugur, og hann ákveður að glima við Hrólf. Hrólfur fellur, og ráðherradóttirin Hekla, sem elskar hann, setur nýtt skilyrði fyrir náðuninni; hún krefst þess, að Hrólfur endurgjaldi ást hennar. Eftir mikið fargan stokkast spilin að lokum. Ingibjörg uppgötvar, að hún elskar í rauninni Þorgils, og Hrólfur, að hann elskar Heklu, en ekki Ingibjörgu. Föður Hrólfs er sleppt úr fangelsinu, og allt fell- ur í ljúfa löð. Bygging leikritsins verður að teljast nokkuð brotakennd. 1 Sbr. grein Kambans í Berlingske Tidende 26. 9. 1915. Einnig titil- blað handritsins. 2 Eiginhandarrit höfundar í umslagi merktu Jens Waage. Er því lík- lega það handrit, sem leikið var eftir í Reykjavík 1917. Verður hér visað til blaðsíðutals þessa handrits. Skáldverk Kambans eru væntanleg í heild- arútgáfu á vegum Almenna bókafélagsins innan skamms (1969).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.