Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 50
48
þegar Ingibjörg gengur til Hrólfs, er tekið beint úr kvæðinu
Hrólfi sterka eftir Runeberg.1 Meira að segja nöfnin eru
hin sömu:
Á Hofmannafleti stóð hann sterki Hrólfur,
Stóð og talaði’ upp úr þjrrpingunni:
„Sé hér nokkur við svo nýtur drengur,
Að nái mér að halda snöggvast kyrrum,
Þó ekki sé það, nema eina svipstrmd, ...
Ingibjörg kom fram úr kvennaskara,
Kvenna var hún fríðust hér á landi,
Fögur litum, sem hinn mæri morgun;
Mærin hóglát gekk að Hrólfi sterka,
Vafði mjúkan arm að hálsi honum,
Hjartað lét hún slá við bringu sveinsins,
Lagði rjóða kinn við rjóða’ og mælti:
„Rífðu þig nú lausan ef þú getur“.2
Ingibjörg í Konungsglímunni „leggur armana mjúklega
um háls hans“ og segir: „Slíttu þig nú lausan, ef þú get-
ur“ (57).
Sömu eða svipuð efnisatriði og í Höddu Pöddu eru hér
notuð aftur, t. a. m. hin gamalkunna hugmjmd um heita ást
og kalt viðmót:
HADDA I'ADDA:
Ingólfur: Varstu farin að
leggja á mig ástarhug þá?
Hadda Padda: Þú veizt það
ekki? ... Mér hefir þá tek-
ist að dylja það?
Ingólfur: Því duldirðu það,
Hadda? Og ég sem hélt alt
af að þér væri eitthvað kalt
KONXJN GSGLÍMAN:
Þorgils: Hún mintist í dag á
þann tíma, þegar hugur
hennar hvarf til min, og
minn hafi verið lokaður.
Hún vissi ekki, að það var
öruggasta tákn umástmína
(143).
1 Á þetta bendir Stefán Einarsson 1932, 12.
2 Sjá þýðingu Gríms Thomsens í Ljóðmælum, 18-19. Einnig í Þjóð-
ólfi 31. 12. 1874.