Studia Islandica - 01.06.1970, Page 51
49
til mín. Þú gerðist kaldari í
viðmóti með hverjum deg-
inum.
Hadda Padda: Og það kom
ekki einu sinni upp um
mig? (16—17).
Sömu hugmynd notar Kamhan síðar í skáldsögunni Ragn-
ari Finnssyni:
Hann átti orðið bágt með að vera ástúðlegur og blátt
áfram við Vilborgu, en var aftur á móti kurteis um of.
Þegar hún kom inn í stofu, þar sem hann var staddur,
varð harm undir eins hörkulegtn og ískaldur á svip
(88).
Atriðið með Heklu og ánamaðkinn minnir á grasakonu-
senuna í Höddu Pöddu. 1 einmanaleik sínum og örvæntingu
talar Hadda Padda við blóm (68) og biður þeim griða (71
-72). Hekla talar aftur á móti við ánamaðk og bítur hann í
sundur (60-61). Munurinn á skaplyndi þeirra kemur þar
í ljós.
Persónulýsingar eru allar lítt sannfærandi. Með Heklu ætl-
ar höfundur að sýna andstæðu Höddu Pöddu, sem lætur ekki
tilfinningar sínar í ljós, „mens Lidenskabeme braser frit som
Storme gennem Heklas Sind.” 1 Nafnið eitt gefur skapið til
kynna. Hrólfur er undarlega samsettur. Eins og Ingólfur í
Höddu Pöddu er hann áhrifagjam og ístöðulaus; hann á
óhægt með að átta sig á einföldum hlutum, þarf helzt að fá
þá útskýrða, en samt eru honum lagðar hinar háfleygustu
setningar í munn.
Viðbrögð og tilsvör persóna eru oft svo ýkt og ofsafengin,
að einna helzt líkist paródíu, skopstælingu á hástemmdinn
tilþrifamiklum leikritum. Og í því tilliti væri Konungsglím-
an alls ekki afleit:
1 Sjá viðtal við Kamban í Berlingske Tidende 20. 8. 1920.
4