Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 52
50
Hrólfur (æðir fram og aftur um gólfið): Hún er brjál-
uð - hún er djöfull - hún er - hún er - hún er - a
----h! (Rekur upp kyrkingslegt æðisóp. Varpar sér
niður á stól og blínir um stund fram undan sér) (97).
Er því vart hægt að lá frumsýningargestum í Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn, þótt þeir hafi hlegið á óvið-
eigandi stöðum.1
Þjóðlífslýsingar eru ekki ýkja nærri veruleikanum og
sumar alveg út í hött. Virðast þær gerðar fyrir útlendinga,
sem kynnu að hrífast af frumstæðu lífi á sögueynni. Enda
fór svo, að leikritið fékk yfirleitt fremur góða dóma í Dan-
mörku.2 Gagnrýni Holgers Wiehes, sem áður er getið, á því
fullan rétt á sér í þessu tilviki, þótt ekki hafi hann vikið að
þessu leikriti sérstaklega.3 T. a. m. kemur það undarlega fyr-
ir sjónir, að menn eru látnir leika sér að því á gamlárskvöld
að skjóta af skammbyssuni út í loftið (25-28). Slíkt væri ef
til vill ekki óhugsandi í villta vestrinu, en er ekki þjóðar-
siður á Islandi. Ekki trúir því heldur nokkur heilvita maður,
að Hekla, þótt ráðherradóttir sé, geti ráðskazt með það vald,
sem hún er látin gera í leikritinu.
Margt annað bendir til þess, að leikritið hafi verið samið
með það fyrir augum að heilla útlendinga. Auk fagurra leik-
mynda, sem sýna fsland í vetrar- og sumarskrúða, eru per-
sónumar sjálfar látnar hrífast af hinni stórfenglegu náttúm,
eins og til frekari áréttingar:
Svafar: Það er langt síðan ég hefi séð eins mikil norð-
urljós og í kvöld-----
1 Sjá leikdóm í Berlingske Tidende 2. 9. 1920. Einnig grein eftir Sig-
urð Nordal í Teatret, Oktober 1920.
2 Sjá ritdóma eftir Julius Clausen í Berlingske Tidende 29. 9. 1915 og
Louis Levy í októberhefti Tilskuerens 1920. 1 Tilskueren, November
1915, 442-445, skrifar reyndar Poul Levin fremur neikvæðan dóm, en
niðurstaða hans verður sú, að leikritið skilji þrátt fyrir allt eitthvað eftir:
„Det egentlige islandske".
3 Sbr. bls. 17 hér að framan, þar sem segir, að íslenzku rithöfund-
amir í Kaupmannahöfn hafi verið sakaðir um að gefa villandi lýsingar
af landi og þjóð.