Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 53
51
Hrólfur (bendir á himinhvolfið): Sko, sko - kórónan!
Ne--------!
Svafar (lítur upp, en situr kyr): Já, það er fallegt, já,
já, það er yndislegt!
Hrólfur: Sjáðu hvernig þau byrja. Þau liggja róleg og
köld eins og langar marmarabríkur —
Svafar: Já, og svo færist líf í marmarann -
Hrólfur: Sko, sko!
Svafar: Dásamlegt!
Hrólfur: Það er eins og hringdans i lithverfum slæð-
um! Það er eins og þyrlandi búnaður þúsund dans-
meyja! Sko, sko, ne------! (Þeir horfa mn stund
hugfangnir til himins ...) (8).
Fegurð Almannagjár er lýst (42), og talað er um heitar
laugar og gróðrarskála með suðrænu blómskrúði (66). 1 is-
lenzku gerð leikritsins syngja álfamir við álfabrennuna á
gamlárskvöld kvæðið um Ölaf liljurós (22). 1 dönsku útgáf-
unni er sungið kvæði undir sama hætti um stúlku, sem þvær
lín sitt í heitri laug, og viðlagið er:
Alfen bader sig i Kilden sydende,
Alfen bader sig i Kilden sydende varm (21—22).
Stíll Konungsglímunnar er langt frá því að vera eins ljóð-
rænn og stíll Höddu Pöddu. Líkingar og myndir eru ekki
eins áberandi, þótt þær komi víða fyrir, og einnig eru spak-
mæli á undanhaldi. 1 Konungsglímunni koma fyrst fram að
nokkru marki þau stíleinkenni, sem eiga eftir að setja svip
sinn á seinni verk Guðmundar Kambans. Það mætti ef til
vill orða það svo, að hann vandi ekki stíl sinn. Hann vill
gera sér far um að skrifa talmál eða öllu heldur það, sem
hann telur vera talmál. En það gerir hann óneitanlega á
kostnað listarinnar. Niðurstaðan verður sú, að málleysur og
dönskuslettur vaða uppi; setningamar verða oft langar og
klúðurslegar og beinlínis órökréttar. Verður að teljast í meira
lagi vafasamt, að málið á Konungsglímunni sé sú íslenzka,