Studia Islandica - 01.06.1970, Side 54
52
„eins og hún er töluð af þjóðinni, þar sem hún er töluð
bezt.“ 1
Hér verða tekin nokkur dæmi af handahófi, en af nógu
er að taka:
Það hefði fyr verið risið upp með opinberum mótmæl-
um gegn of mikilli vægðarsemi réttvísinnar hvenær
sem hlut ætti að máh maður af hærri stéttmn, sem
brotlegur hefði orðið við lögin (35); Svo þegar þú stæð-
ir uppi sigri hrósandi á glímuvellinum, fagnað af
áhorfendum og þakkað af konungi, þá væri ekki svo
örðugt að gefa konungi í skyn, hvaða virðingarmark
mundi vera kærast fræknasta glímumanni landsins,
sem svo stæði á fyrir, að faðir hans hefði ráðið manni
bana í afbrýðissemi og sæti nú í fangelsi (36-37); En
yður er hara ljóst, hvers konar frambúð þér eigið að
sæta (93); Já, nefn þú því bara því nafni (101);
Löngu fyrir þann dag hefi ég ef til vill fundið hann í
aðsigi og ekki getað lifað (110); Þér verðið þó að sýna
einhverja litla tætlu af sjálfshefð (118); O nei, því ætli
þú viljir það ? (135); Gegnum helstríð annars fyrir
gæfu sinni í höggi við helstríð hins móti gæfu sinni
(160).
Sum tilsvörin eru varla nægilega skýr eða heppilega orðuð:
Dagurinn kemur upp um mig, en ég þreytist á að
liggja andvaka (90); Hekla, því læturðu standa á þér,
með fótmál þín á móti mér og með titrandi armana?
(146).
Ef höfundur hefur virldlega talið þennan stíl vera ís-
lenzkt talmál, þá hefði honum verið nær að berjast gegn svo
óvönduðu máli, í stað þess að ýta undir það með því að hef ja
það í æðra veldi og leitast við að koma mállýtum í listrænan
búning. Verður því að telja, með hliðsjón af seinni verkmn,
að Guðmundur Kamban hafi ekki haft það vald á íslenzku
máli, sem óneitanlega er æskilegt hjá íslenzkum rithöfundi.
1 Sjá bls. 36 hér að framan.