Studia Islandica - 01.06.1970, Side 57
IV ÁDEILUR
Frá rómantík til raunsæis
Dvöl Guðmundar Kambans í nýja heiminum varð
skemmri en vænta mátti; eftir tvö ár hvarf hann aftur til
Danmerkur.1 Að undanskilinni upplestra- og fyrirlestraferð
um fslandsbyggðir Kanada sumarið 1916,2 bjó hann allan
tímann í New York og við mjög lítil efni.3 Tilgangur Amer-
íkuferðarinnar hefur vafalaust í upphafi verið sá að nema
ný og víðari lönd, gerast rithöfundur á enska tungu.4
Gera má ráð fyrir, að Kamban hafi gert sér vonir um að
fá leikrit sín tvö sett á svið í Ameríku, en það brást. Höddu
Pöddu tókst honum þó að fá gefna út í enskri þýðingu 1917,
og skrifaði Georg Brandes formála að útgáfunni.
Þrátt fyrir ósigra og vonbrigði, var ferðin ekki farin fyrir
gýg, því að segja má, að í Bandaríkjunum hafi Kamban
fyrst komizt til þroska sem rithöfundur. Á þessum árum
var þar margt að gerast í bókmenntaheimimun. Raunsæis-
1 Sbr. grein eftir Kamban í Morgunblaðinu 2. 3. 1927.
2 Sbr. t. a. m. frétt i Isafold 13. 9. 1916. 1 Vísi 11. 9. 1916 er birtur
kafli úr ræðu, sem Kamban flutti á Islendingadaginn, 2. ágúst, í Winni-
peg, og í Lögbergi 14. 9. 1916 birtist ræða, sem hann flutti á skemmti-
fundi Goodtemplara í Winnipeg 4. september sama ár.
3 Heimild: Gísli .Tónsson.
4 Kristján Albertsson, sem var náinn vinur Kambans, segir frá því í
Helgafelli 1946, 256, að frá unga aldri hafi Kamban haft hug á því að
verða rithöfundur á ensku. 1 viðtali við Masken 9,—15. Sept. 1921 segir
Kamban, að á Ameríkuárunum hafi hann skrifað á ensku: „Da jeg boede
i New York, skrev jeg paa engelsk. Det faldt mig naturligt efter tre Aars
Ophold." (Ekki er hér rétt farið með árafjöldann, sem Kamban dvaldist
í New York. Sbr. upphaf þessa kafla).