Studia Islandica - 01.06.1970, Side 66
64
Enginn maður er eins fullkominn og sá, sem er tek-
inn að fá aðkenning af sársauka (16); Allt hið frábæra
fæðist á takmörkmn sinnar eigin andstæðu (16).
Sum samtölin eru fullkomlega melodramatísk, t. a.m.
samtal Róberts og bróður hans, eftir að Róbert hefiu- lýst
fyrir honum nauðungarvinnu barnanna (44).
Róbert: ... Maðurinn sem á hnappaverkstæðið-------
(Róbert staðnæmist snögglega og horfir leiðslu-
fengnum augum langt út í geiminn).
William: Já, hver er það?
Róbert (festir augun á hann): Þú (Þögn).
Þetta atriði, sem virðist eiga að vera óvænt og áhrifamikið,
missir mjög marks, því að áhorfendur eru fyrir löngu búnir
að átta sig á þessu.
Annað samtal, sem fram fer á geðveikrahælinu og höf-
undur hefur ætlað að gæða dramatískri stígandi, orkar álíka
vandræðalega (101).
Bentley: Ég get það ekki.
Róbert: Ef hún dæi í nótt, þá munduð þér á morgun
þrýsta þessari síðustu gjöf hennar að andliti yðar og
þvo hana hreina í tárum.
Bentley: Ég get það ekki.
Róbert: Ef hún dæi í nótt —.
Bentley: Ég get það ekki.
Róbert: Ef hún dæi í nótt —.
Kamban virðist hafa lagt mun meiri rækt við málfar
Marmara en Konungsglímunnar, en samt er það hvergi
nærri því gott. Útlenzk orð notar hann enn sem fyrr, en um
þau væri vitaskuld ekki sanngjamt að sakast, þar sem þau
eru í samræmi við yfirlýsta stílstefnu hans (sbr. bls. 35 hér
að framan). En málleysur eru allvíða, jafnt í setningaskip-
un sem orðavali.
Hans rétta staða er að vera dómari á landinu (5); .. .
annaðhvort forlög þín eða Róberts yrði að molna (28);
... þá mundirðu ekki vilja haka honum þessarar sorg-