Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 70
68
sidst. Under den store Tale til Nævningene, som ud-
gjordes af os Tilskuere i Teatret, steg Interessen til vild
Begejstring.1
Leikfélag Reykjavíkur setti Marmara á svið í árslok 1950,
og var þá fjórða þætti sleppt. Leikstjóri var vinur höfundar-
ins, Gunnar Hansen, en aðalhlutverkið lék Þorsteinn ö.
Stephensen við mikinn orðstír. Eftir leikdómmn að dæma
var leiknum ákaflega vel tekið. Ásgeir Hjartarson segir í
Þjóðviljanum 5. 1. 1951: „Viðtökunum ætla ég ekki að lýsa,
en svo ákafur og innilegur var fögnuður áhorfenda að allt
ætlaði um koll að keyra.“ 2
Ekki hefur Guðmundur Kamban látið sér aðfinnslur Dag-
marleikhússins um lengd leikritsins alveg sem vind um eyr-
un þjóta, því að til er frá hans hendi önnur og styttri gerð
Marmara á dönsku.3 Hún er að líkindum samin fimmtán
árum síðar en upphaflega gerðin, því að eftirleikurinn ger-
ist nú árið 1985 í stað 1970 áður. Stórvægilegasta breytingin
er sú, að fyrsta þætti, sem sýndi samræðulist Róberts Bel-
fords, er alveg sleppt, þannig, að fyrsti þáttur yngri gerðar-
innar svarar til annars þáttar þeirrar eldri. Aðrar hreyt-
ingar eru þær helztar, að nauðsynlegu samtali Littlefields
og Williams Belfords, sem átti sér stað í þeim þætti eldri
gerðarinnar, sem sleppt var, hefur verið komið fyrir nokkuð
breyttu í fyrsta þætti yngri gerðarinnar. 1 eftirleiknum hafa
ræðumenn sumir vikið við ræðum símnn, t. a. m. er nú hæðzt
1 Ord och Bild 1939, 28.
2 Sjá einnig leikdóm í Morgunblaðinu 3. 1. 1951.
3 Af endurskoðuðu gerðinni eru aðeins varðveitt tvö eintök í leik-
húshandriti, og eru bæði í vörzlu Gísla Jónssonar. 1 annað eintakið hefur
Kamban skrifað athugasemdir með blýanti, undirritaðar í október 1944;
þar segir m. a.: „Der findes af denne omarbejdelse, sávidt jeg husker,
foruden nærværende exemplar kun et, som beror hos Kgl. teater i Ko-
benhavn. Det er imidlertid ikke teatrets ejendom, da stykket kun er
kabt i dets trykte skikkelse. Altsá kan stykket i denne skikkelse forlanges
udleveret og bor derefter tilintetgores." — Hitt eintakið er stimplað Kon-
unglega leikhúsinu, svo að greinilega hefur ekki verið farið eftir fyrir-
mælum höfundar um að eyðileggja það.